Sunnudagur, 24. júní 2007
Hótel Jörð
Lífið - kapphlaup við tímann. Í dag er þegar á morgun. Í gær er flogið langt í burtu og kemur aldrei aftur. Á morgun er bara á morgun og kemur jafn skjótt og það flýgur aftur í burt.
Ánægja skemmtun og vellíðan er besta og dýrasta eldsneytið en verst er að það er illfinnanlegt. Það þýtur yfir daga og vikur á ógnarhraða og eina leiðin til að stöðva það er að detta niður í leiðindi, vanlíðan og óskemmtilegheit... Hvað ætlast maður eigilega til af þessum tíma, þessu lífi ?
Við viljum helst ekki að tíminn líði en ætlumst samt sem áður til að þess að hafa mest megnis af lífinu gaman... Manni er nú ekki allt fært. Við erum þegar bókuð á Hótel Jörð sem er það besta í alheiminum, fáum gefins dvölina og það í allnokkur ár, eins lengi og við öndum að okkur loftinu. Eitt af dóttufyrirtæki Hótel Jarðar, Hótel Ísland bauð mér pláss frá og með 17. júlí 2007 og fram að síðasta andardrætti mínum. Ég hef heyrt að það sé eitt að þeim bestu í heiminum. Þangað er heldur ekki hverjum sem er boðið, það eru víst bara 300.000 gestir svo nóg er plássið. Mér skilst af öllu að þar sé rosalega fallegt... Ég hef ákveðið að taka tilboðinu !
Þetta einstaklega flókna mál, íslenska eins og það er kallað hefur runnið út úr munninum á mér síðustu daga. Þannig er mál með vexti að hingað er komin Ragga (íslenskur skiptinemi) og reyni ég af bestu getu að hafa ofan af fyrir henni. Fête de la musique eða tónistarhátið Frakklands var haldin hátíðlega þann 21. júní þar sem ég söng einnig á þessu forna máli, því var mikið lofað og allt gekk rosalega vel. Síðan var haldið í sveitina þar sem hittur var fyrir annar Íslendinur, Arna Lára er hún nefnd. Þar rötuðu fleiri íslensk orð í loftið ásamt frönskum slettum. Við skemmtum okkur konunglega ! Þessa síðustu daga hef ég hinsvega ekki haft heppnina með mér en við glímdum við ýmis lestarvesen sem hins vegar leystist allt að lokum. Þrátt fyrir óheppni hefur hlátur og gleði ratað inn um dyrnar mínar.
Athugasemdir
Þó að hugsanir þínar séu stundum svo lítið flóknar fyrir einfalda manneskju eins og mig þá er alltaf alveg ótrúlega mikið til í því sem þú ert að segja!
Ég er ótrúlega glöð yfir því að fá að eyða einni viku með þér hérna i Metz, þú ert æði ;)
Ragnheiður (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 13:17
22 dagar til stefnu! :) Á meðan ég sit hér í vinnunni skemmti ég mér ágætlega eins og er við það að hugsa um það sem bíður... Eyjaferð og svo London! Tíminn hins vegar líður ekki alveg nógu hratt hjá mér þar sem ég er dottin í óskemmtilegheit... þ.e. vinnuna. Ég er samt að leysa af frammi á skiptiborði þessa vikuna og það er mun skárra :) Kossar og knús!
Karitas (IP-tala skráð) 25.6.2007 kl. 08:35
Jæja 19 dagar til stefnu ! Þó svo tíminn líði hratt hjá mér og það sé rosalega gaman hindrar það ekki að þið megið endilega skrifa komment. Ég er svolítið einmana án ykkar... Það gleður alltaf lítið hjarta að fá eitt lítið komment! Ég veit að ég er alveg að koma heim...
Stórt knús og kossar !
Ásbjörg (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 16:08
Já koma svo fólk! ;o) ooog svo 18 dagar... Ég er að njóta síðustu daga minna hérna á skiptiborðinu áður en ég þarf að fara aftur í hitt draslið... pfuff! Sá samt stjörnuspána mína inn á mbl og vá hvað hún passar vel við "Ekki hætta við þótt verkið virðist þér ofvaxið. Treystu því að hrósið sem þú færð fyrir það er þess virði að hafa smá áhyggjur og stundum bakverk. " Mér bara brá! Riiisastórt knús! :o)
Karitas (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 13:26
Sæl og bless elsku Ásbjörg, það styttist svo sannarlega í komu þína á Hótel Ísland og er óhætt að segja að margir bíði spenntir eftir þér. Hér í "bollanum" er verið að taka Cafe Nínu í gegn, mála stóla og borð, endurnýja blómin frá í fyrra (enda svosem löngu dauð) sópa gólf og palla þannig að aðstaðan verði öll klár og til brúks þegar þú kemur loks á kaffihúsið til okkar, hlakka mikið til að hitta þig á ný, þar til þá bestu kveðjur, knús og kram og njóttu lífsins í hinu stóra Frakklandi, Nína.
Nína (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 20:09
hæ elsku dugnaðarforkur!
...núna erum við að fara til france! vantar smá tips frá þér :)
viltu kannski hittast á msn á morgun - eða senda mér meil og ég tilbaka..
krams alveg endalaust - njóttu sælunnar þarna úti - það ætlum við að gera í rómantík í nice...baaara tvö!
Andrea & co (IP-tala skráð) 28.6.2007 kl. 21:09
Hehe það er fyndið með þessa stjörnuspá maður getur alltaf fundið eitthvað sem á vel við mann...
Það er bókað mál að þegar ég mæti á Hótel Ísland mun ég fara beinustu leið á Café Nína ! Ég veit að þar er ávalt vel tekið á móti manni !
Andrea, ég ætla að reyna að hringja í þig, annars sendi ég þér mail...
Ásbjörg (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.