Föstudagur, 29. júní 2007
Útkeyrð og dreymin...
Eins og vaninn er hjá AFS (Another Fat Student) komum við öll heim með nokkur vel valin aukakíló. Flest fljúga víst í burtu jafnskjótt og þau komu. Að sjálfsögðu fylgi ég straumnum, en ákvað hinsvegar að vera svolítið frumleg og birta mín aukakíló í öðru formi. Þau eru öll staðsett í hausnum á mér og mun eflaust losna við nokkur þegar heim er komið... Form þeirra er ansi margvíslegt, þau geta fundist í góðum minningum, fullt af sögum, örlítið af þroska, einnig í smá meiri þekkingu en áður var, fullt af íhugunum, spurningum og svörum. Þar má einnig finna heilt tungumál og svolitla menningu og siði. Ég vona að mér verði fært að létta aðeins á mér með nokkrum góðum eyrum ég efast reyndar ekki um það að einhver vilji hlusta... ég býst við að eiga marga góða að.
Þessa dagana hef ég ansi litla orku, ég er að njóta síðustu viknanna hérna upp að því marki að ég sef varla á nóttinni. Ég er alveg uppgefin en mér finnst samt alveg æðislegt að hafa meira en nóg að gera jafnvel þó að eftir á verði ég alveg útkeyrð. Þegar ég kem heim verður þá rúmið mitt kannski uppáhaldsstaðurinn minn. Síðustu nætur er mig búið að vera að dreyma heimkomu mína í ýmis konar búningum. Sú versta var að það kom enginn að sækja mig! Og það sem verra var að ég hafði ekki neinn áhuga á því að hitta fólk og það fyrsta sem ég gerði var að spila á píanóið...
Athugasemdir
Engar ahyggjur, eg skal koma og saekja tig!!
ArnaLara (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 17:54
Hehe og ég kem að sækja þig og við förum bara tvær einar saman heim ef það er enginn sem vill koma að sækja okkur !
Ásbjörg (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 18:45
Haha kjáni...hlakka svo til þegar þú kemur:)
Unnur (IP-tala skráð) 1.7.2007 kl. 18:50
Hehe Another Fat Student
Aldrei heyrt það áður og það er passar alls ekki við þig.. Engar áhyggjur af heimkomunni, það eru allir svo spenntir að sjá þig og það vilja allir fá að heyra allt um ferðina 
Kossar og knús
Karitas (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 08:21
Hey, Karitas! Sástu emailið sem ég sendi þér ???
Ásbjörg (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 08:31
jiii..ég ætla rétt að vona að þú hafir áhuga á að hitta alla þegar þú kemur heim;) ..það langar allavega öllum að hitta þig. Afi er alltaf að nefna það að þegar þú kemur heim þá eigum við tvær sko að labba með honum hringinn sem að hann labbar alltaf á morgnana ! :D við eigum svo yndislegan afa;)
Anna Bryndís (IP-tala skráð) 3.7.2007 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.