Sunnudagur, 8. júlí 2007
Hver mínúta frátekin!
8 tíma lestarferð afstaðin, Munich - Metz! Ég steig út úr lestinni uppgefin og mín hinsta ósk var rúmið mitt, en áfram hélt prógrammið... Það er ekki ein mínúta frí í lífi mínu þessa dagana! Þegar heim var komið hélt ég í afmæli söngkennarans minns, það var hins vegar þess virði og vel það.
Ferðast með 5 brössum... ég veit ekki hvort ég muni gera það aftur. Það var ansi átakanlegt, fyrst og fremst þá virðast flestir hafa ansi gaman af því að tala, allir voru með mismunandi hugmyndir um það sem gera skyldi... stundum var ég bara fegin að skilja ekki það sem þau voru að tala um. Tíminn fór mikið í það að keyra á milli staða, leita að hóteli, leita að veitingastað o.s.frv., þau vildu helst sjá allt en það endaði með því að við sáum ekki mikið... Það sem er fyrir öllu er að við vorum saman, ég fékk að kynnast foreldrum Paulu og tíminn leið ansi hratt!
Komandi viku bíður með ferðatösku sem þarf að fylla, fólki sem þarf að hitta, hlutum sem þarf að redda, það er að segja hún bíður eftir mér þegar fullhlaðin og mun þar af leiðandi virkilega fljúga á ógnarhraða. Á þessari stundu að viku liðinni mun ég vera með annan fótinn uppi í lestinni á leiðinni til Parísar þar sem ég mun dvelja með öllum hinum skiptinemum Frakklands þangað til ég kem heim.
Athugasemdir
get ekki beðið eftir því að þú komir heim! En það hlýtur að vera erfitt að skilja eftir allar nýju manneskjurnar sem þú hefur kynnst! En vonandi getum við einhverntímann farið saman aftur út til Metz og þá geturu sýnt mér um og hitt fólkið aftur! Sé þig bráðum! Þín bestasta vinkona, Klara
klara (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 19:14
Hlakka til að hitta þig sæta mín :>
stórt knús
Guðrún +
Guðrún Ásdís (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 21:49
Sjaumst eftir viku!! :D:D:D
ArnaLara (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 22:06
Hlakka mikið til að fá að sjá þig aftur :)
Jenni (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 16:43
Guð ég hlakka svo til að fá þig heim Ásbjörg mín! Ég er að telja dagana. Ótrúleg nokk, ég get talið þá á fingrum mér! Jibbí! :D
Lilja Björk (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 01:20
HAHAHA ! Jæja... hvað 7 dagar ????
Ásbjörg (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 07:05
Vúhúú!! 7 dagar and counting! Ótrúlegt... alveg hreint ótrúlegt
Sjáumst í næstu viku, hlakka geðveikt mikið til að sjá þig!!
Kossar og knús
Karitas
Karitas (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 10:01
kemurðu ekki örugglega á þriðjudeginum.. klukkan hvað lendirðu?
Jenni (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 20:57
Ég kem jú á þriðjudeginum og lendi kl 15:45...
Ásbjörg (IP-tala skráð) 14.7.2007 kl. 07:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.