Föstudagur, 10. ágúst 2007
Annarsamir dagar í sumarlok..
Þá eru liðnar rúmar þrjár vikur síðan ég kom heim og ég hef varla ennþá áttað mig á því. Það er rosalega gott að vera komin heim og gaman að hitta alla sem maður hefur saknað í heilt ár! Þessa dagana lifir maður lífi flestra námsmanna og vinnur nóttanna á milli og gerir vart annað, það þarf víst að eiga peninga í þessum harða heimi þar sem ekkert er ókeypis! Það er margt sem maður áttar sig á eftir eins árs fjarveru, eins og til dæmis það hvað þessi eyja sem við búum á er einstaklega sérkennileg og alveg ofboðslega falleg. Fyrstu helgina mína hér á landi lifði ég hálfgerðu ferðamannna lífi, ég fór að skoða landið og sá það með allt öðrum augum en áður. Mér fannst í fyrsta skipti tími til kominn að líta aðeins í kringum mig og gefa hinum ýmsu stöðum annað tækifæri og jafnvel það fyrsta. Maður gefur sér aldrei tíma til að skoða landið vegna þess að maður hugsar alltaf að maður hafi allan tímann í heiminum til að skoða sitt eigið land og leitar því einungis að sólinni sem sýnir sig yfirleitt á hinum hluta jarðarinnar. Nú í sumar hefur hún þó eitthvað verið áttavillt og óvenju mikið haldið sig hérna hjá okkur og yljaði okkur svo um munaði. Mér finnst alveg fáránlegt að hafa þurft að vera stödd erlendis í heilt ár til að fyllast áhuga á eigin landi og átta mig á því hvað við erum einstaklega heppin.
Nú styttist óðum í það að skólinn hefji sína göngu og hlakkar mikið í sumum þegar að því líður. Þá fer löngu vinnusumri að ljúka og kólna fer í veðri. Í sumarlok fannst mér tilvalið að skella mér til London og fá þar með smá spark í rassinn fyrir langa og stranga skólagöngu með öllum sínum göllum en jafnframt kostum. En haldið verður af stað þann 16. ágúst í 6 manna frábærum stúlknahóp.
Ég hef ekki gefið það upp á bátinn að raka saman hinum ýmsu hugleiðingum og leyfa þeim að komast á blað. Nú hef ég stofnað nýtt blogg þar sem ævintýri hins forna lands munu eiga sinn stað og verða lesefni fyrir gesti og gangandi. Þar mun ég rita niður ýmist bull eða vitleysu og slóðin er eftirfarandi : http://www.asbjorg.blog.is
Sjáumst hress og kát á nýrri síðu!
Athugasemdir
Já, Ísland er best! Það er ótrúlega magnað að ferðast um landið og sjá stórbrotna náttúruna. Maður gerir allt of lítið af því!
En gvööð hvað ég hlakka til að fara til London maður! 5 dagar! ;)
Lilja Björk (IP-tala skráð) 11.8.2007 kl. 17:44
Frábært að þú ætlar að halda áfram að blogga
Mun ávalt lesa bloggið þitt:)
kossar og knúsar
Tinna
Tinna Pálma (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 00:04
ú la la, skil þig svo fullkomlega!
Stefán (IP-tala skráð) 15.8.2007 kl. 14:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.