Miðvikudagur, 30. ágúst 2006
Ótrúlegt en satt !
Nú er biðin nánast á enda. Það er innan við sólarhringur þar til ég verð komin upp á Keflavíkurflugvöll á leið til PARÍSAR ! ótrúlegt... ég er búin að fá afhendan miðann og afskaplega flotta AFS mittistösku
þetta er orðið mun raunverulegra núna, hef samt ekki áttað mig á því að eftir nákvæmlega sólarhring verð ég stödd í Frakklandi. Ég kem til með að hitta tilvonandi fjölskylduna mína á sunnudaginn kemur á lestarstöðinni um 4 leytið, eftir vonandi frábæra helgi í París.
Ég er ekki frá því að erfitt sé að koma fyrir ársbirgðum af fötum í ferðatösku sem má einungis vega 20 kg. Sem þarf ekki að vera svo slæmt þar sem það gefur mér betri ef ekki góða ástæðu til að kaupa mér góðan slatta af fötum. Ég held ég láti mömmu og pabba senda mér lopapeysu og úlpu þegar kólna fer, það tekur of mikið pláss.
Ég hélt gott kveðjuhóf fyrir nánustu vini og aðstandendur, það stóð undir væntingum. Ég skemmti mér konunglega og veit að flestir gerðu það einnig. Á mánudaginn var mér svo boðið út að borða af henni Valgerði, fórum á Vegamót og fengum mjög góðan mat. Svo kíktum við stelpurnar í bíó á You, me and Dupree, hún var ágæt afþreying, ekkert meistaraverk(enda ekki búist við því). Í gær átti svo Klara vinkona afmæli og var mér boðið í Fajitas heima hjá henni og stelpurnar kíktu svo í kökuboð og þá var einning kveðjustund, sem mér þótti ansi skrítið. Var samt ekki alveg að átta mig á þessu...
Björn Steinar kom aftur heim í gær og voru miklir fagnaðarfundir Stefnan er svo tekin á að eyða síðasta kvöldinu með fjölskyldunni. Býst ekki við að mikið verði sofið í kvöld/nótt þar sem flugið er kl 7:40 og sökum þess að spennan er í hámarki.
Ég kveð í bili, Paris here I come
Ásbjörg
Athugasemdir
Veit ekki alveg hvenar þú kemst í tölvu til að lesa þetta en ég vona að ferðin hafi verið góð og að fjölskyldan verði skemmtileg :)
Vona að þú verðir dugleg við bloggið svo að maður fái að fylgjast með ævintýrinu ;)
Jenni (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 08:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.