Bienvenue á la ville d'amour !

Þetta er einn erfiðasti dagur sem ég hef upplifað lengi Öskrandi Hér kemur ferðasagan eins og hún leggur sig ! 

Hittumst upp á flugvelli kl 5:15 og fengum okkur að borða svona um hálfsjö svo var bara drifið sig upp í vél og við tók rúmlega þriggja tíma flug, það var voða gaman hjá okkur á leiðinni.  Jæja svo komum við til Parísar kl 11 eða kl 1 á okkar tíma.  Biðum heillengi eftir töskunum, allir búnir að fá töskurnar nema við Fýldur og svo var Sonja með gítar sem skilaði sér ekki og við þurftum að vera með þvílíkt vesen til að fá hana.  Svo var okkur sagt að við ættum að fá einhvern stimpil sem staðfesting á því að við hefðum komið í landið, en það var erfiðara en að segja það og stelpan sem tók á móti okkur gat heldur ekki reddað því og sagði að það skipti bara engu máli.  Svo við ferðuðumst með töskurnar okkar svona 10 ferðir upp og niður lyftuna.  Þá átti einhver rúta að koma að sækja okkur en við fundum hana ekki :S svo kom í ljós að hún var þarna, tveggja hæða rúta fyrir 9 manneskjur Ullandi keyrðum í tæpa klst. og fengum að vita að námskeiðið byrjar ekki fyrr en á laugardaginn og við send á eitthvað gistiheimili.  Okkur leist nú bara vel á það, þangað til við komumst að því að við megum ekkert fara út, máttum ekki einu sinni fá okkur að borða eða neitt.  Þá var kl 4 og matur ekki fyrr en kl 7 og við ekki búin að borða síðan um morguninn uppá keflavíkruflugvelli Öskrandi erum að deyja úr hungri og öll pirruð og þreytt.  Vorum að tala um að okkur líður eins og við séum í fangelsi, fyrir utan það að við höfum góðan félagsskap.  Svo er þráðlsut net hérna en nei þá hafði ég gleymt netkortinu heima Fýldur er í tölvunni hennar öldu, sem er alveg að bjarga okkur.  Nú er bara 10 min í matinn Hlæjandi yess.  

Ég kveð í bili,

Ásbjörg á skítugu og subbulegu hótelherbergi  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þetta hljómar illa eitthvað.. Þetta verður nú örugglega í lagi þegar að þú ert komin til fjölskyldunnar :)

Vona að það rætist betur úr þessu hjá ykkur ;)

Jenni (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 19:51

2 identicon

Þetta eru smá byrjenda erfileikar hjá ykkur :) Subbuleg hótel segiru, samhryggist þér innilega...sem betur dveluru ekki lengi þarna;) Næstu dagar eiga eftir að vera frábærir, ekki spurning !!

Anna Bryndís (IP-tala skráð) 31.8.2006 kl. 22:14

3 identicon

Já bókað mál, næsta hótel er strax betra en við erum alltaf að bíða... nú erum við að bíða eftir lyklum af herbergjunum :)

Ásbjörg (IP-tala skráð) 1.9.2006 kl. 09:11

4 identicon

fall er fararheill..


mundu bara ég var handtekin í Miami...
bestu mánuðir lífs míns..
skemmtið ykkur bara þarna..séðig kv. hanna

Hanna Björk. (IP-tala skráð) 1.9.2006 kl. 18:04

5 identicon

Hæ sæta Anna Lind "frænka" hér...´þú veist ekki hvað eg öfunda þig að vera uti nuna þó að þetta byrji erfiða og illa en eg get LOFAÐ þér þvi að þetta verður ogeðslega gaman.. ekki gefast upp... eg var að kveðja systir mina aðan og það var ogeðslega erfitt:( en það verður gaman hja henni meðan eg dusi her og geri ekki neitt... en gangi þér vel sæta og skemmtu þér vel:D

Anna Lind (IP-tala skráð) 2.9.2006 kl. 00:50

6 identicon

Elsku Ásbjörg okkar - Góðir hlutir gerast hægt. Við erum sannfærð um að jafnvel þó fyrstu dagarnir séu erfiðir þá verða þeir fljótir að líða og við taka nýjar upplifanir og ævintýri sem þú átt eftir að búa að alla ævi. Ástarkveðjur frá mömmu, pabba og BSJ x 2

Hrönn Björnsdóttir (IP-tala skráð) 2.9.2006 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband