Arrival camp !

Nú er "arrival campið" hafið og hefur nánast tekið enda.  Við fórum semsagt í gær á nýtt hótel þar sem allir skiptinemarnir sem munu vera í ár í Frakklandi eru, við erum um 260 að ég held, rosa mikið af fólki.  Voða gaman, maður hittir nýtt fólk og spyr bara að því hvað það heitir, hvaðan það er og hvar það verður í Frakklandi.  Svo verður bara vandræðaleg þögn.  

    Við Íslendingarnir erum svo miklir hlunkar ; við erum alltaf svöng, það er borðað kl 8, hálfeitt og svo 7, það nægir okkur ekki og við gerum ekki mikið annað en að segja hvað við erum svöng.  Svo er maturinn ekkert alltof góður á þessu hóteli Ullandi svo við borðum ekki einu sinni mikið þegar við borðum.  Borðum aðallega kál og drekkum klórvatn Brosandi 

Fórum inn í París í dag að skoða Eiffelturninn, Sigurbogann og Notredame.  Alveg frábært, tók fullt af myndum og myndavélin orðin batteríslaus.

Kl 9:45 í fyrramálið tek ég rútu upp á lestarstöð og svo lest til Metz, þar sem "mamman" mun taka á móti okkur kl 4.  Er orðin ansi spennt og hrædd og stressuð og allt Öskrandi en hlakka líka svaka til... 

Au revoir !

Ásbjörg/ ÁsaSvalur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heheh! Alltaf gaman af vandræðalegum þögnum.. Ætli við fáum ekki eitthvað svipað skemmtilegt hótel þegar við förum út.. heh.. æji það er allt í lagi! Mér finnst þetta allt svo skrýtið eitthvað! Við stelpurnar borðuðum saman hjá Klöru í gær og það vantaði greinilega eina manneskju! En þú verður komin heim áður en fyrr varir! Njóttu hverrar mínútu sem þú hefur þarna úti og endilega taktu eins margar myndir og þú getur þannig að við getum notið ferðarinnar með þér;) Kv. Karitas

Karitas Ósk (IP-tala skráð) 2.9.2006 kl. 21:36

2 identicon

Hljómar skemmtilegt.. Örugglega geðveikt gaman að sjá útsýnið úr Eiffelturninum :)

Jenni (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 01:17

3 identicon

það er spennandi að fylgjast með þér hér, vertu dugleg að skrifa. Þetta er allt saman mjög spennandi og þú ert öfundsverð af því sem þú ert að gera. Njóttu hvers dags og skemmtu þér.

Kveðja,
Björn Steinar

Björn Steinar (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 11:45

4 identicon

Ja tad er ordid okkar tjodar matur...pungvolt klorvatn og kal ;) haha...hlunkar

Ragnheidur (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 14:49

5 identicon

ok va focked up lyklabord en allavega, tha er eg kominn a heimilid og thau tala enga ensku, sem er mjog skrytid. eg er enntha svangur og thau borda klukkan half atta, enda eru thau oll mjo eins og tannstonglar. thau eru mjog skemmtileg samt og eg skil thau agaetlega, en allavega vona eg ad thu munir hafa goda ferd og ad allt verdi i lagi

kvedja Gummi

gudmundur (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 15:59

6 identicon

ok va focked up lyklabord en allavega, tha er eg kominn a heimilid og thau tala enga ensku, sem er mjog skrytid. eg er enntha svangur og thau borda klukkan half atta, enda eru thau oll mjo eins og tannstonglar. thau eru mjog skemmtileg samt og eg skil thau agaetlega, en allavega vona eg ad thu munir hafa goda ferd og ad allt verdi i lagi

kvedja Gummi

gudmundur (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 16:01

7 identicon

Hehehe þú ert snillingur... Ertu búin að hitta ,,systurina" þessa Brasilísku? :)
En já hafðu það gott og skemmtu þér vel;)
Kveðja unnur.

unnur (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 19:31

8 identicon

Gott að heyra að allt hefur gengið vel hjá þér! Hlakka til að lesa meira!
Þín heittelskaða, Lilja B. ;)

Lilja Björk Runólfsdóttir (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 19:43

9 identicon

Hæ sæta mín. Gaman að "heyra" frá þér. þetta verður yndislegt ár og þín verður svo sannarlega sársaknað héðan :|
Njóttu lífsins og skemmtu þér vel ;) stórt knús frá mér og Tjörva

kv. Guðrún

Guðrún (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 20:53

10 identicon

vá þetta hljómar allt mjög spennandi, ég er orðin mjög stessuð fyrir að fara, en líka spennt auðvitað. Ég mun fylgjast vel með þér hér og vonandi gengur allt vel. sjáumst ;)

Kristín Sveina (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 21:27

11 identicon

gaman að heyra frá þér! Ég á líka pottþétt eftir að vera að deyja úr hungri alltaf þarna úti, því ég get ekki borðað mikið í einu og þetta er náttla hópferð, en læri af reynslu þinni og tek með mér mikið nesti út til Frakklands ;) En get ekki beðið eftir að hitta þig þarna úti :D Kær kveðja
Klara =* mmmwwahhh ;P

Klara (IP-tala skráð) 3.9.2006 kl. 23:37

12 identicon

Klara og Karitas ; eg held tid fai betra hotel en eg, er viss um tad ;). Kristin Sveina ; vonani gengur tetta allt saman vel hja ter, tad er ekki langt i tetta :). Jenni ; eg for ekki upp ieiffelturninn en tok fullt af flottum myndum sem eg set fljotlega inn, tegar eg fae netkortid mitt sent ;) Ragga ; haha jabb ansi gott; tad er reyndar mun betri ,atur her hja fjolskylunni ;)

Asbjorg (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 12:15

13 identicon

Unnur ; haha ja er buin a hitta hana, hun virist fin, vid naum vel saman :) Gudrun ; knus til ykkar lika og takk :) Gaman a heyra fra ykkur ollum ;)

Asbjorg (IP-tala skráð) 4.9.2006 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband