Vika búin ............vikur eftir

Þá er ég búin að dvelja viku hjá fóstur - fjölskyldunni minni og dvölin hefur vægast sagt verið mjög góð.  Mér líður eins og ég sé búin að vera hér miklu lengur en viku, en svo er ekki.  Það er frá mörgu að segja þessa fyrstu viku. 

Skólinn:  Skólinn hér er mjög fínn, margir skemmtilegir krakkar og allir eru mjög næs við okkur.  Það er þó önnur saga tímarnir þar sem kennarinn blaðrar á 100 km hraða á frönsku - þá bara skil ég hvorki upp né niður en tek þó eftir framförum því í byrjun vikunnar skildi ég ekki eitt orð en nú er ég farin að ná einu og einu orði inn á milli.  Já skóli á laugardögum - það er þó ekkert svo slæmt það er bara leikfimi frá kl 10-12 og mér þykir leikfimi ekki leiðileg svo þetta kemur út á sama og éf ég færi að hlaupa....

Fótbolti: Ég er komin í fótboltalið hérna sem er um 20 km akstur að heiman.  Þjálfarinn sækir mig alltaf heim.  Skólastjórinn reddaði þessu einhvernveginn og þjálfarinn kom bara að tala við mig fyrsta skóladaginn.  Liðið heitir ESAP og er ansi sterkt, það eru um 20 stelpur að æfa, misgóðar.  Við æfum tvisvar í viku á mið og fös.  Ef stelpur hafa gaman af íþróttum þá eru þær bara STRÁKAR, eins og hálft liðið er - þær klæða sig eins og strákar, eru með stutt hár og haga sér bara eins og strákar á alla vegu. 

Helgin: Var mjög fín, í gær var skóli og eftir skóla fórum við ásamt Claude upp í sveit til afa og ömmu Fannyar sem er kærasta Xaviers og þau búa einnig þar, vorum að vinna í garðinum og veðrið var frábært, vorum til 8 og ég var enn á hlýrabolnum þá og mér var heitt.  Keyrðum heim og borðuðum kvöldmat sem Claire hafði undirbúið.  Spjölluðum og höfðum það kósý, hér er farið mun fyrr að sofa en heima, kl 9-10 þegar skólinn er og einnig um helgar. 

Ég er búin að setja inn nokkrar myndir úr Arrival campinu, þær eru undir myndaalbúm - arrival camp.

Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.

Ásbjörg Hlæjandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ. Frábært hvað þú ert glöð með þetta :) Gott að þú getir haldið í fótboltann þarna úti!

Hlakka til að heyra meira, endilega sendu mér adressuna þína..

Stórt knús frá okkur Tjörva
Guðrún

Guðrún (IP-tala skráð) 10.9.2006 kl. 20:15

2 identicon

Þetta hljómar allt mjög vel hjá þér :) Það er gott að þú komst í fótbolta og að fjölskyldan sé svona nice.. Kom mér líka á óvart að þjálfarinn sæki þig sjálfur. Greinilega mjög mikil kurteisi hjá fólkinu ;)

Jenni (IP-tala skráð) 11.9.2006 kl. 09:19

3 identicon

Æjj æðislegt að heyra hvað allt gengur vel! Franskan á eftir að koma mjög fljótt vittu til;) Ég meina, Heiðrún var farin að blaðra á spænsku mjög fljótt! Heyrðu! regnhlífin hennar Mörtu er heima hjá þér... veistu hvar? Ég ætla að sækja hana þegar ég skila Roklandi... Hlakka til að lesa meira;)

Karitas (IP-tala skráð) 12.9.2006 kl. 15:05

4 identicon

Já ég vona að hún komi fljótt :P en já ég veit ekki alveg hvar hún er en ég skal tala við mömmu og pabba og spurja þau, því hún skildi hana eftir í bílnum eða hvað ? Næsta blogg - næstu helgi ;)

Ásbjörg (IP-tala skráð) 12.9.2006 kl. 15:29

5 identicon

Hæhæ...oh þetta hljómar allt svo spennandi hjá þér. Get ekki neitað því að ég væri til í að komast í eitthvað svona..en nei nei ég er bara hérna að læra í MS...ekki alveg jafn spennandi;) en njóttu þess bara á meðan þú getur...Franskan á eftir að koma eins og skot, ekki spurning!!;) Bið að heilsa þarna út...
p.s. þú ert ekkert búin að krækja þér einhvern frakka? ..haha;) segji sona..:)

Anna Bryndís (IP-tala skráð) 12.9.2006 kl. 19:58

6 identicon

Anna þú veist eitt - við vera eins í þessum málum - ekkert að flýta okkur ;) bið að heilsa heim :D

Ásbjörg (IP-tala skráð) 12.9.2006 kl. 21:03

7 identicon

HALLOO.. tetta er Iris Brasiliufarii.. Gaman ad heyra hvad allt gengur vel hja ter saeta..! nu er eg buin ad vera herna i manud og 9 dagan.. VAAA var ad fatta tad sjalf nuna.. va tad er mikid..bara lata tig vita ad hja mer voru fyrstu 3 vikurnar aedislegar en svo vard allt mjooog erfitt.. russibaninn.. hehe en allavegan ta er bara allt mjog gott i augnarblikinu hja mer..buin ad skipta um fjolskyldu og svona.. endilega kiktu inn a siduna mina.. www.blog.central.is/irisbrasil

Gangi ter vel.. Ola til Brasilisku systur tinnar.hehe

Iris (IP-tala skráð) 13.9.2006 kl. 02:49

8 identicon

Ótrúlega gaman að lesa bloggið þitt! Vertu dugleg að blogga, svo gaman að fylgjast með:-)Skemmtu þér æðislega & njóttu þess endalaust að vera þarna! Lovjú:* kv lilja

lilja (IP-tala skráð) 14.9.2006 kl. 15:26

9 identicon

Ég skila kveðju til Paulu ;) og ég nýt hvers dags alveg í botn ! Bið að heilsa heim.... nýtt blogg á morgun ;)

Ásbjörg (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 11:46

10 identicon

Fékkstu sms-ið frá mér?:)

Karitas (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 16:52

11 identicon

Ohh Ásbjörg þetta er svo mikið ævintýri sem er að byrja hjá þér!! Gott að þú sért ánægð hjá fjölskyldunni, það er rosa mikilvægt :) Ég var að skoða myndirnar og það er greinilega ótrúlega fallegt þarna líka! Það bendir bara allt til þess að þetta sé fullkomið! ;)

Lilja Björk (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 17:28

12 identicon

Neibb, fékk ekkert sms :( jább, það er ekkert smá fallegt hérna, þetta er svona frekar gamall bær og ekkert smá fallegur :)

Ásbjörg (IP-tala skráð) 16.9.2006 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband