Skóli lífsins !

Já, hér lærir maður margt nýtt !  Menningin er svo ólík en samt svo gaman að kynnast nýrri menningu.  Ég held ég hafi aldrei verið jafn reglusöm og eftir að ég kom hingað, herbergið mitt er alltaf í röð og reglu því hér eru gerðar kröfur um það og farið að sofa ekki seinna en 10, TAKK !  Svo ég fæ minn 9-10 tíma svefn- sem mér veitir reyndar ekki af því maður verður ekkert smá þreyttur á að hlusta á frönsku allan daginn og reyna að skilja og reyna að tala. 

Ég er búin að stunda kaffihús OF mikið en það er ansi franskt svo við skulum segja að það sé ekkert svo slæmt og þar sem ég drekk ekki kaffi þá kemur þetta ekki á minn kostnað.  Mig langar reyndar að kaupa ALLT í búðunum hérna, rosalega mikið af flottum vörum - en maður leyfir sér ekki að lifa eins og einhver túristi, kaupi bara nauðsynjar (ennþá). 

Ég er farin að tala alveg helling frönsku og gengur bara rosa vel, fyrir utan að ég er með minn fallega íslenska hreim og á ansi erfitt með að bera fram sum orð.  En til þess að æfa það er ég að lesa bók fyrir Claire - tvær bls á dag og geri svo útdrátt Glottandi mér líður eiginlega eins og ég sé í 6 ára bekk Ullandi en enginn sagði að þetta yrði auðvelt. 

Helgin, ef hægt að er að kalla helgi þegar skólinn er á laugardögum, þá er nú ekki ansi löng helgi.  Allavega var hún góð.  Eftir skóla í gær fórum við Paula niður í miðbæ að VERSLA en ekki hvað Hlæjandi keypti eins og ég segi, nauðsynjar, nærföt og fótbolta.  Kíktum svo á kaffihús með stelpu sem heitir Eludie og er rosa fín og á kaffihúsinu voru fullt af krökkum úr skólanum.... og svo var haldið áfram að versla og strætó tekinn heim.  Þegar heim var komið var brunað upp í sveit til mömmu og pabba Claudes í matarboð.  Þar var nú borðað mikið - forréttur, aðalréttur, ostar og eftirréttur....úfff Hissa  Og hver haldiði að hafi grillað, það var sko amman sem grillaði, ansi svöl Svalur  afinn gerði ekki NEITT Ullandi 

Ætli þetta sé ekki gott í bili,

Kveðjur frá Frakklandi

Ásbjörg Brosandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Ásbjörg mín, gaman að sjá og heyra að þú hafir það gott í Frakklandi og hversu heilbrigt og skemmtilegt lífið er hjá þér.
Við Bjarki erum eins og þú veist einir heima núna, það er dálítið skrýtið. Vorum að koma heim frá Tungu, bíllinn bilaði á leiðinni, var orðinn olíulaus af einhverjum einkennilegum ástæðum, þannig að við rétt höfðum það að koma honum á verkstæði og létum Katrínu koma þangað með Citroninn.
Förum svo í smásteik til afa á eftir, en erum annars bara að læra, taka til, þvo og vinna venjuleg heimilisstörf.
Kær kveðja, pabbi

Jón Pálsson (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 16:25

2 identicon

hæhæ
mér finnst svoldið krúttað að þú sért að lesa bók og skrifa útdrátt á hverjum degi fyrir Claire. En það þýðir ekkert annað en að leggja smá metnað í þetta stelpa!!!;)er ekki alveg búin að ná nöfnunum á "nýju fjölskyldunni" en býst við að Claire sé mamman:)

p.s. bíð spennt eftir næsta bloggi, er fan #1 hehe...;)

Anna Bryndís (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 17:40

3 identicon

Váá! Enginn smá munur á lífinu hjá þér og Heiðrúnu! sem er gott;) Við stelpurnar fórum út að borða í gær og við vorum allar sammála að það vantaði þig.. Komdu heim! Njee.. Þetta hljómar allt rosalega vel þú virðist hafa verið mjög heppin með flest. Þú ert sko hetjan mín ef þú rústar efnafræðinni á frönsku! Eins og hún sé ekki nógu strembin á íslensku! Ég verð með þér í anda í tímum;) Mjög ánægð með það hvað þú byrjar vel sem bloggari!:)

Karitas (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 20:50

4 identicon

Hæjjj sæta! dugleg ertu að fá þér bolta og svona!! Bara stuð á þer!! Gangi þér geggjað vel að læra frönsku :D

Luvja og hafðu það gott! Gaman að skoða myndirnar ;)

Kv-Ásta Margrét

Bína Luv (IP-tala skráð) 17.9.2006 kl. 21:23

5 identicon

Bara strax byrjuð að versla á fullu Ásbjörg mín ;)

Jenni (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 08:46

6 identicon

Fan #1, jább Claire er mamman ;) Karitas, já ég rústa þessari efnafræði, ég held sko að þetta sé það sem við erum búnar að læra, sem er ansi gott ;) en hefði viljað ver með ykkur að borða :( Ásta, já það er ekki annað hægt, boltalaus í eitt ár...nje.Jenni, ég er ekkert að missa mig í að versla :P bara nauðsynjar eins og ég segi ;)

Ásbjörg (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 14:41

7 identicon

Ahhh ups, já ég er búin að bæta við myndum frá helginni og svona, endilega kíkið :D

Ásbjörg (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 14:42

8 identicon

Já, maður ætti að taka sér þetta til fyrirmyndar. Herbergið mitt er alltaf eins og sprengja og svo er ég alltaf þreytt af því ég fer svo seint að sofa! Þessir Frakkar eru ekki svo vitlausir ;) ...hehe, fyndið að amman skyldi grilla... vaskaði afinn síðan upp? :P

Lilja Björk (IP-tala skráð) 18.9.2006 kl. 16:31

9 identicon

hae saeta rassgat!! O my lordi ekki myndi eg meika skola a laugardogum! en tu ert nu svo mikid heilsufrik svo tad munar engu fyrir tig;) en ja sjaesinn med tetta ad fara snemma ad sofa, alveg eins hja mer. tad sokkar! en aetli tad venjist ekki bara, her er ekkert ad hitta vini sina kl. 23...:S uss tu verdur ad fara versla ter eitthvad kona;) eg er buin ad tvofalda fataskammt minn herna liklega:P en hafdu tad OENDANLEGA gott i Frakklandinu og skemmtu ter eins og tad se enginn morgundagur! eg vona ad tu nair fronskunni sem fyrst og getir svo hjalpad mer med fronsku 503 tegar eg kem heim;) elska tig saeta min og hafdu tad sem allra best:D tin KRISTJANA!!!!!!:*:*:*:*:***

kristjana (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 03:21

10 identicon

Hæ sætasta.. vá ég var ekki að fatta hvernig ætti að kommenta hjér.. shitt.. en jammm þín var sko sárt saknað í matnum hjá okkur stelpunum.. en vá ég sakna þín ekkert smá..mig vantar einhvern til að hringja í og tala við um ekki neitt.. aaaaaa.. heheh en gott að það er gaman hjá þér í Frakklandinu.. hehe ... ég segji samt að þú megir allveg versla eins og óð manneskja.. það myndi ég allavega gera... hehe... en jamm sakna þín endalaust.. lov u :*

Anna Sigga (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 11:04

11 identicon

Já mér veitt heldur ekkert af þessum símtölum, þú ættir að redda þér skype, ég er búin að gera það ;) Það fer að koma að kaupæðinu, ekki langt í það... mig vantar svo margt því hvernig átti ég að koma fötunum mínum fyrir í 20 kg ásamt mörgu öðru... ekki gat ég það :S

Ásbjörg (IP-tala skráð) 22.9.2006 kl. 11:45

12 identicon

Sæl og bless Ásbjörg, gaman að heyra hvað þér líður vel og nýtur lífsins :o) skemmtilegt blogg. Ég sendi bestu kveðjur og knús til þín, sjáumst að ári Nína

Nína (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband