Laugardagur, 23. september 2006
Á fleygiferð !
Líðandi vika flaug fram hjá mér ansi hratt sem má bæði telja gott og slæmt. Það var bara mánudagur og skyndilega koma föstudagur....
Svona til gamans að geta þá var mín 5 mann fjölskylda dreifð um 4 lönd síðastliðna viku, sem mér þykir ansi spes ! Einnig má geta þess að ég er í 25 mann bekk og það eru einungis 4 strákar og leitt að segja þá er enginn þeirra sætur
Það verður víst að viðurkennast að ég er aldursforseti bekkjarins, flestir eru tveimur árum yngri en ég en inni á milli leynast fallistar sem já eru þá einu ári yngri en ég - ég spyr : ætti mér þá að líða eins og tvöföldum fallista ?
Skólinn gengur vel að vana, fótboltinn einnig og mér líður vel.
Í gær fór ég á fótboltaæfingu og eftir æfinguna fór ég ásamt stelpunum að borða og eftir á kaffihús og skemmti ég mér alveg konunglega. Það var rosa gott að vera án Paulu vegna þess að þá var ég mun duglegri að tala og það var einnig mikið hlegið. Ég kom heim að verða eitt og skóli í morgun kl 8, en maður er nú vanur slíku á klakanum en hérna þykir þetta ekki eðlilegt. Claire segir að nú þurfi ég bara að hvíla mig í allan dag og geti ekki gert neitt næg er nú samt orkan í mér
Á morgun erum við að fara eitthvað út á land að hitta fjölskyldu Claire og lagt verður af stað kl 9, takk fyrir ! Svo á þessu heimili verður farið að sofa ekki seinna en 10-11. Paula er að fara að gera eitthvað ásamt kirkjukrökkunum í kvöld svo ætli ég taki mér ekki Friends og reyni að læra svolítið af því, það er ansi gott fyrir mig að hérna er allt sjónvarpsefni, þættir og bíómyndir með frönsku tali... svo þegar horft er á sjónvarpið þarf maður ekki að hafa samviskubit yfir að vera ekki að læra frönsku
Síðasta sunnudag fór ég ásamt Paulu til Nancy sem er dálítið stærri bær en Metz og margt flott að sjá þar. Setti inn myndir frá því. Fleiri myndir væntanlegar, í næstu viku.
Ég bið að heilsa öllum heima, sakna allra.
Kveðja frá Frakklandi(úr hitanum)
Ásbjörg
Athugasemdir
Bara elst í bekknum :)
Frábært að þér gengur vel í hverju sem þú tekur þér fyrir hendur og líka flott að þú sért svona dugleg við að senda inn myndir :)
Jenni (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 12:58
ohh hvað ég sakna þín! sry hvað ég er samt búin að vera lítið að kommenta.. lofa að vera miklu duglegri núna ;) ekki mikið að gerast hjá mér, bara endalaus veikindi.. :/ en gott að heyra frá þér, verðum svo í bandi í sambandi við París ;P
Klara (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 16:15
P.S. Ertu með skype?? Við erum með skype, láttu mig vita!! :D
Klara (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 16:20
Það eru 13 dagar þangað til við förum út!! Ekkert smá stutt! Heh! Þau yrðu nú hneyksluð ef þau sæju hvernig við förum að hér á landi, maður vakir alltaf langt fram á nótt og mætir síðan eldsnemma í skólann. Þeirra leið er nú kannski gáfulegri! Ég skil ekki þetta með sms-ið samt.. ég reyndi að senda þér tvisvar um daginn.. humm? á maður ekki að gera 0033 á undan? En allavegana! Gott að heyra hvað þú hefur það gott! Hlakka til að lesa næsta blogg!;)
Karitas (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 17:08
Hehe, er ekki fyndið að horfa á Friends á frönsku? Ég sé þau nú ekki alveg fyrir mér talandi saman á frönsku! :P En já, tæm flæs ven júr hevin fönn!!
Ég veit ekki hvort þú fékkst sms-ið sem ég sendi þér til baka... ? Frábært að fá skilaboð frá þér! :D
Lilja Björk Runóflsdóttir (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 22:34
Já ég er með skype.. eða mamma.. svo ég get chattað... :P... láttu mig vita gelloz.. en jamm gott að þér líður vel.. og frieds á frönsku.. shit.. hehe
Anna Sigga (IP-tala skráð) 23.9.2006 kl. 23:20
Það er ekki amalegt að vera úti í hitanum núna;) var einmitt búin að kíkja á myndirnar sem að þú varst búin að setja inn...ótrúlega flottar myndir! Bíð spennt eftir næstu myndum;) sakna þín líka sæta;*
Anna Bryndís (IP-tala skráð) 24.9.2006 kl. 16:12
Karitas : ég fékk engin sms :( frá þér.... Lilja: ekki heldur frá þér... en jú friends á frönsku er ekki að virka :P Anna Sigga : ég get sent þér sms einhvertíman þegar ég get chattað ;) Anna B. takk takk væntanlegar myndir frá helginni :)
Ásbjörg (IP-tala skráð) 24.9.2006 kl. 16:42
hello? stebbi herna, vildi segja thad ad gaman ad ther gengur vel og bara vonandi gengur vel afram; eg er aldurskongurinn i minum bekk lika but i don't care... hann er alveg nidur i 14-15 ara... en vinkona min sem eg er alltaf med i bekknum er "89 model ;)
kveja stebbi
p.s. eg a afmaeli i dag :)
stefan (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 07:14
Hey stelpur ! til að hringja eða senda sms, þá er það 33 á undan númerinu sem ég sendi ykkur og sleppa núllinu í mínu nr. !!! var að fá að vita þetta núna svo núna getið þið sent mér sms :D
Ásbjörg (IP-tala skráð) 26.9.2006 kl. 17:39
Ætlaði bara að láta ykkur vita að ég er búin að setja inn fleiri myndir, frá fjölskyldumatarboði, kaffihúsaferð og fótboltaleik ;)
Ásbjörg (IP-tala skráð) 27.9.2006 kl. 20:35
Hæhæ, þú ert bara að verða heljarinnar bloggari og gaman að sjá allar myndirnar líka;) En já við erum víst að fara að fá einhvern brjálaðan útlenskan þjálfara ekki alveg málið! Hehe snilld hvað þau fara alltaf snemma að sofa, væri alveg til í að prófa þetta og tékka hvort ég hætti að sofa í öðrum hverjum tíma í skólanum! En jæja hlakka til að lesa næsta blogg;) kvedja unnur.
Unnur (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 15:44
Hehe já ég heyrði af þessum þjálfara :P það er bara gaman að þessu, hlakka til að heyra hvernig hann er... hehe ég er hætt að sofa í tímum allavega, það er bara ekki gert hér, svo mikil virðin borin fyrir kennaranum.
Ásbjörg (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 16:30
Asbjorg nennuru ad kommenta a siduna mina hvad nr thitt er, eg held eg hafi skrifad thad vittlaust thegar eg taladi vid thig sidast...
stefan (IP-tala skráð) 29.9.2006 kl. 11:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.