Skelltum okkur til Brasilíu !

Brasilískt tónlistaratriði

Líðandi vika var að vana bara góð, ég er farin að venjast lífinu hérna.  Ég er hætt að halda að ég sé heima í Súluhöfða þegar ég vakna á morgnana.  Mér finnst skrýtið að hugsa til þess að þetta muni vera heimilið mitt næstu 10 mánuði.  En þá rann það upp fyrir mér að nú þegar er ég búin að vera hér í mánuð og 9 - 10 svona í viðbót ættu ekki að skaða. 

Frakkland og Ísland eru ekki svo ólíkir menningarheimar.  Það er þó önnur saga að segja um Brasilíu og Ísland og sömuleiðis Frakkland og Brasilíu.  Það koma dæmi um það daglega.  Nefni hér nokkur dæmi bara til gamans.  Paula hendir alltaf klósettpappírnum (eftir að hún hefur skeint sér) í ruslatunnuna en ekki í klósettið ; hún hefur aldrei ryksugað og ég þurfti að kenna henni það ; hún hefur aldrei séð heyrúllu ( vegna þess að það kemur ekki vetur í Brasilíu ) ; hún hefur aldrei séð snjó.  Svona gæti ég endalaust haldið áfram. 

Ég er byrjuð að læra söng hérna hjá stelpu sem er 25-30 ára og er frá Kúbu.  Er í tónlistarskólanum hérna í Metz og er að fara að læra jazz söng.  Það er ekki það sama og ég er að læra heima - en ég spurði sjálfa mig bara : er ég hérna til að gera nákvæmlega það sama og heima ? og komst að þeirri niðurstöðu að svo er ekki.  Mér líst rosalega vel á þetta, er þó bara búin að fara í einn tíma enn sem komið er.

Mér hefur ekki enn tekist að komast í kaupæðið mitt eins og mér tekst svo furðuvel annars staðar.  Paulu hefur hins vegar tekist mjög vel til.  Ég er ekki búin að kaup eina einustu flík síðan ég kom hingað og kem ég nánast sjálfri mér á óvart.  Mig er meira að segja farið að vanta ýmsa hluti vegna þess að mér tókst ekki að troða nógu mikið af fötum með mér og ég er bara með eina skó til að vera í svona dags-daglega.  Fyrir manneskju eins og mig sem hef ekki tölu á pörunum sem ég á heima, þá gengur það ekki alveg upp. 

Í gær fór ég með stelpunum úr fótboltanum og einnig fylgdu með makar á handboltaleik, Metz á móti einhverju liði frá Luxemborg og leitt að segja þá tapaði Metz með fjórum mörkum ; þetta var mjög spennandi leikur.  Eftir leikinn fórum við heim til einnar stelpunnar að borða og það var borðað eitthvað sem kallast moul frites og komst ég að því að það er kræklingur og franskar.  Þetta þótti mér ekki gott en skemmti mér að vísu mjög vel.  Kom svo heim kl að verða 2 og svo var vaknað kl 7 í morgun til að keyra upp í sveit - eins og svo oft áður.  Í þetta skipti var það fjsk. Claudes sem kom saman og borðaði í hádeginu.  Í bænum þarna var einhver landa hátíð og skelltum við okkur þar með til Brasilíu - sem vakti mikla lukku hjá sumum. 

Væntanlegar eru myndir frá liðnum atburðum. 

Ásbjörg Hlæjandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Ásbjörg, það er gaman að fylgjast með hvernig lífið gengur fyrir sig í France- skemmtileg bloggsíða hjá þér og gaman að skoða myndirnar. Nú eru meðlimir okkar 5 manna fjölskylda enn og aftur staddir í 4 löndum- pabbi þinn í vinnuferð í Bandaríkjunum, Björn Steinar í DK, þú í France og við Bjarki hér á klakanum. Við erum á leið í mat til Katrínar. Hafðu það sem allra best, knus og kram frá mömmu og Bjarka

Hrönn Björnsdóttir (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 18:52

2 identicon

Já þetta er nú meiri fjölskyldan ! Hafið það líka gott og bið að heilsa afa og katrínu og co. Þúsund kossar og knús ! Heyrumst fljótlega.

Ásbjörg (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 19:12

3 identicon

Hæhæ sæta... vá hvað er skrítið að hún hafi aldei séð snjó.. en hún er nú bra heppin að það sé alltaf sól og blíða heima hjá henni.. væri sko ekkert á móti því að vera jafnbrún og hún.. :P jeej en já ástin mín þín er sko sárt saknað.... en þú verður að koma þér í kaupæðisgírinn kélling.. eru ekki flott föt þarna... er parís ekki aðal tískuborgin..?? :O hehe neeii auðvitað þarft þú að koma svo öllu dótinu þínu í töskuna án þess að þurfa að borga slatta í yfirvigt.. jeheehe en jamm mér leiðist mjög eins og sést á bullinu í mér.. heh en jammmmm við heyrumst fljótlega beibí.. koss og knús frá Önnu Siggu.. :)

Anna Sigga (IP-tala skráð) 1.10.2006 kl. 19:29

4 identicon

úff... ég væri alveg til í smá hita núna... Skítkalt hérna! Það fer að líða að því að maður þurfi að skafa bílinn.. búhúú! Bíddu bara, þú átt eftir að detta í gírinn;)Ég ætla að fara með bókina heim til þín á næstu dögum.. það verður skrýtið að fara heim til þín í öðrum tilgangi en að sjá þig.. eeen ég fæ að sjá mömmu þína.. heh.. Alltaf gaman að lesa bloggin þín og ég bíð alltaf spennt eftir næsta:)

Karitas (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 23:04

5 identicon

já, ég þarf helst að koma mér úr gírnum. ég á engan pening og er búin að kaupa mér, tvo boli, skó og eyrnalokka. :S :/ og skulda fólki, (lilja, ég borga þér á morgun ;D) en á eftir að fá tíu þús. frá MH :) þetta reddast. sakna þín ekkert smá mikið og horfi alltaf á myndina sem þú gafst mér daglega! jæja, farin að sofa. Gn stór koss! mmmmwwwahhh!!!

Klara (IP-tala skráð) 2.10.2006 kl. 23:29

6 identicon

HÆÆÆ!! heyrðu nú góða min - milli 25 & 30 ára? það er mjög langt þarna á milli skal ég segja þér - ég er sko ekkert að verða 30 ára þó ég sé 25. og hana nú :)

...hehe EN rosa gaman að lesa síðuna þína!
*missjú*

Andrea (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 06:28

7 identicon

hæ sæta mín. gaman að heyra svona reglulega frá þér! Sakna þín svo mikið :/ var að hugsa um það þegar ég var að reyna að sofna í nótt, matarboð hjá Biddu á föstudag og engin þú! jæja, þetta venst kannski bara.

knús og kram frá okkur Tjörva, skemmtu þér rosalega vel :o)

Guðrún Ásdís (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 09:55

8 identicon

Hérna er sko kalt 14-15 stiga hiti og rigning... brrrr :( en klara það kemur mér ekkert á óvart með kaupæðið þitt. Haha ég veit ekkert hvað hún er gömul, en það fer sko ekki á milli mála að þú ert bara 25 :) Já þetta er skrýtið... en þetta má ekkert venjast !!! Sakna ykkar allra. Búin að setja inn myndir ! :) Kveðja frá Frakklandi og núna úr kuldanum...

Ásbjörg (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 10:44

9 identicon

Eii, ertu að læra jazzsöng! En frábært! ;) Ég er líka alltaf að syngja jazz... það er svo gaman :) Hvaða lög ertu að syngja?
-Frábært að heyra hvað allt gengur vel. Paula á aldeilis margt eftir ólært og óséð :P

Lilja Björk (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 13:51

10 identicon

Hendir vinkona þín pappírnum í ruslið o_O ? Mundi kenna henni að losa sig við hann á einhvern annan hátt :)

Þú átt greinilega eftir að hafa geðveikt gaman af tímanum sem þú átt eftir í Frakklandi.. og greinilega hinum löndunum líka :)

Farðu svo að kaupa þér föt fyrir veturinn ;)

Jenni (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 14:26

11 identicon

Núna er ég að syngja "The way you look tonight", "Litli tónlistarmaðurinn" (með Björk) og "Ó, borg mín borg" hehe jú jú hún á margt ólært en ég er búin að venja hana á að henda pappírnum í klósettið (mér líður eins og ég sé að tala um hundinn minn, hehe) en jú jú ég verð að fara að kaupa mér föt áður en ég krókna hérna...

Ásbjörg (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 15:05

12 identicon

Henda pappírnum í ruslið.. það er soldið spes :S ég vona að silla fari ekki að gera það þegar hún kemur frá Brasilíu haha;)
En alltaf gaman að lesa bloggið þitt og fylgjast með þér þarna úti í frans..
Kossar og knús frá klakanum :*
Elfa.

Elfa (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 18:41

13 identicon

Henda pappírnum í ruslið.. það er soldið spes :S ég vona að silla fari ekki að gera það þegar hún kemur frá Brasilíu haha;)
En alltaf gaman að lesa bloggið þitt og fylgjast með þér þarna úti í frans..
Kossar og knús frá klakanum :*
Elfa.

Elfa (IP-tala skráð) 3.10.2006 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband