Sunnudagur, 8. október 2006
Kólnandi veður í Frakklandi !
Það kemur víst líka vetur í Frakklandi eins og á Íslandi. Hitinn er frá 10-15 °C en virðist vera enn kaldara vegna rakans. Í kjölfar kuldans veiktist ég í vikunni og það var skal ég ykkur segja ekki gaman. Það var rosalega skrýtið að vera veikur í Frakklandi, ekki heima hjá sér en þar sem dvölin er tæpt ár þá ætti maður varla að komast af án þess að veikjast smá. Ég var samt fljót að ná mér þar sem hjúkrunarfræðingurinn Claire dældi í mig ýmsum tegundum af lyfjum. Svo í vikunni var ekki spilaður neinn fótbolti og lítið gert, engin kaffihús þessa vikuna.
Hinsvegar var helgin alveg hreint frábær. Beint eftir skóla í gær keyrðum við upp í sveit til að fara í AFS camp ásamt skiptinemunum sem eru hérna í nágrenninu. Þar mátti finna fólk frá hinum ýmsu löndum svo sem Íslandi, USA, Austurríki, Brasilíu, Ítalíu, Guatamala og Costa Rica. Þetta var hin besta skemmtun og hreint frábært að hitta Örnu Láru. Það var kannski töluð of mikil íslenska að sumra mati en það var alveg frábært. Við fórum í gamla prentsmiðju í Epinal og dvöldum svo í sumarbústað einnar fósturfjölskyldunnar þar sem var borðað, talað mikið, setið við varðeld og sofið í svefnpoka og kuldinn á við íslenska útilegu. Vaknað og borðað meira og svo var ekkert annað að gera en að undirbúa næstu máltíð og enn var borðað. Nánast allt snerist um að borða. Síðan var brunað heim í tómleikann, það er svo skrýtið að koma svona heim og hafa ekker fyrir stafni nema aðra 6 daga skólaviku eftir svona skemmtilega helgi. Ég kannast meira að segja líka við þetta heima á Íslandi.
Það gat ein stelpa borið fram nafnið mitt RÉTT - hún er frönsk en hún var skiptinemi í Finnlandi. Það vakti mikla lukku.
En að vana bruna ég af stað inn í næstu viku með bros á vör. Ekki annað hægt
Væntanlegar skemmtilegar myndir frá franskri útilegu og fleiru.
Kveð í bili,
Ásbjörg
Athugasemdir
Ohh geðveikt. Hlýtur að hafa verið gaman í þessu alþjóða-partýi! Kynntistu ekki mikið af fólki?
Leiðinlegt að veikjast samt, en maður er Íslendingur og Íslendingar eru nú vanir því get ég sagt þér ;) Heppilegt líka að Claire skuli vera hjúkrunarfræðingur!
Lilja Björk (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 23:54
Ohh geðveikt. Hlýtur að hafa verið gaman í þessu alþjóða-partýi! Kynntistu ekki mikið af fólki?
Leiðinlegt að veikjast samt, en maður er Íslendingur og Íslendingar eru nú vanir því get ég sagt þér ;) Heppilegt líka að Claire skuli vera hjúkrunarfræðingur!
Lilja Björk (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 23:54
Æji sorry... sendi tvisvar :P
Lilja Björk (IP-tala skráð) 8.10.2006 kl. 23:54
Ég væri ekkert smá til í að skreppa til Frakklands svo að maður geti fengið smá nasarþef af því sem þú ert að upplifa :)
Ég vona líka að þú verðir ekki meira veik en þar sem að þú ert frá Íslandi þá ætti ónæmiskerfið að vera í góðu lagi :P
Jenni (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 10:47
HEY eg fekk SMS og vard ogedslega abbo!!! en eg var i storborginni Lille um thessar myndir a vem godu fylleriu med 2 odrum skiptinemuim :D einni fra Argentinu og einni fra Pollandi, djofull var thad gaman marr! thu hefdir att ad hringja fra campinu marr!! argus pargus digarragus! eg er ad fara aftur til Lille naestu helgi og aftur tharnaestu; svo nog i stafni hja mer, Lille er ogedslega flott borg herna i Normandi en allavega gaman ad lesa bloggo og goda skemmtun!
stefan (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 12:18
Já það var rosalega gaman en hafði hitt þettas fólk áður en kynntist því betur ;) ég held bara áfram að vera hress, ætla ekkert að veikjast meira :)
Ásbjörg (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 15:07
Eg er strax farin ad sakna tin ;)
ArnaLara (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 17:35
Halló elsku krúsídúllan mín... var akkurat að spá í því í gær hvað þú værir kölluð þarna úti þar sem að þú heitir svo fallegu íslensku nafni!!;) maður á það til að hugsa til þín, sérstaklega þar sem að ég veit að þú ert bara að skemmta þér í Frakklandi!!! ;) thíhí.. Þú ert rosalega öflug að blogga, átt hrós skilið!! kyss og knús:*
Anna Bryndís (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 20:03
úff úff! Þá er Parísarferðinni lokið! Búhúú! Þessi ferð leið svo hratt að ég hreinlega trúi því ekki... Þetta var ólýsanlega gaman og er Frakkland alveg ógeðslega spennandi land:) een jáh.. Hvað ertu annars kölluð úti? Ása..? vonandi verðuru ekki meira veik en ef það gerist ertu áreiðanlega í góðum höndum;)
Karitas Ósk Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 9.10.2006 kl. 20:55
Haha ég er kölluð Ása já en það kemur samt út Ash svo ég er kölluð Ash, ekki mjög fallegt :(
Ásbjörg (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 10:20
Ash...heheh! en það var mjög gaman hjá okkur í þessari Parísarferð en hefði verið milljón sinnum skemmtilegra að hitta þig líka ;) en gaman að heyra að þú skemmtir þér vel í útilegunni. er núna að fara með önnu í kringluna, haltu áfram að blogga ;) bless í bili =*
Klara (IP-tala skráð) 10.10.2006 kl. 13:55
Alltaf gaman að hitta einhvern sem kann að bera nafnið manns fram rétt ;)
Gangi þér vel í france
steingrímur (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 08:59
Ég vil líka fara í kringluna :( en já get ímyndað mér að fáir geti borið þitt nafn rétt fram :)
Ásbjörg (IP-tala skráð) 11.10.2006 kl. 15:21
Ojj.. eg skil tig .. var lika i afs camp seinustu helgi.. var geggjad gaman.. en svo kemur madur aftur heim og hefur ekkert ad gera... gangi ter vel
Iris brasil (IP-tala skráð) 14.10.2006 kl. 04:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.