Nýt lífsins í Frakklandi !

Þess vikuna var fullt að gera og það finnst mér hreint ekki slæmt, þá gleymir maður sér og nýtur lífsins í botn.  Það voru próf, fótboltaæfingar, verslað, matarboð og margt fleira.

Ég fór í stærðfræðipróf á miðvikudaginn og kom heim með þær slæmu fréttir að ég hefði gjörsamlega klúðrað því.  Þetta voru bara orðadæmi svo allur tíminn fór í að reyna að skilja uppl. og síðan sp. en þegar það tókst var bara stæ eftir sem fyrir mig var ekki mikið mál.  Ég náði ekki að klára prófið, kláraði svona 1/3 af því.  Svo leið sá dagur að við fengum út úr prófinu og viti menn ég og Paula vorum hæstar í bekknum með prýðiseinkunn.  Svo var líka sögupróf sem ég stóð mig alveg prýðilega í en á eftir að fá út úr því. 

Á miðvikudaginn fór ég í bæinn að versla með stelpu úr bekknum mínum og það gerðust undarlegir hlutir, fyrsta flíkin var keypt.  Ég keypti mér rosalega flottar Levi's buxur, en mig var virkilega farið að vanta buxur.  Á fimmtudagskvöldið fórum við Paula svo heim til Delphina sem er trúnaðarmaðurinn minn og gerðum crepes að frönskum sið.  Á eftir æfingu á föstudaginn fórum við nokkrar stelpur úr fótboltanum heim til Angel og borðuðum fondue einnig að frönskum sið og að sjálfsögðu var skálað í hvítvíni. 

Helgin var annars bara róleg en rosalega fín, fórum í gær enn og aftur á kaffihús með nokkrum krökkum úr skólanum og ég tek það fram að þegar við förum á kaffihús þá förum við alltaf á sama kaffihúsið, þetta er svona kaffihús skólans, allir í skólanum fara á þetta kaffihús.  Á eftir voru svo keyptir ýmsir nauðsynjahlutir.  Áttum svo rólegt laugardagskvöld heima yfir Dancer in the dark.

Í dag mun ég spila fyrsta leikinn minn með stelpunum og er svolítið stressuð en einnig spennt.  Ég hef ekkert sofið út síðan ég kom hingað, það lengsta sem ég hef sofið er til 9:30 og það einu sinni.  En það er kannski ekki þörf fyrir það þar sem það er farið svo snemma að sofa. 

Ég er búin að setja inn fullt af myndum en fleiri eru væntanlegar. 

Ásbjörg Hlæjandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úje fyrsta athugasemdin! en mikið er alltaf gaman að fá fréttir frá þér elskan mín:-) þú veist að þú verður samt að breytast aftur þegar þú kemur heim. farað sofa seint, vakna snemma og lifa eins og alvöru íslendingur;) En haltu nú áfram að njóta lífsins upp á franska mátan! kv.Marta

Marta Björg (IP-tala skráð) 15.10.2006 kl. 21:55

2 identicon

Jæja krútt :) af myndunum að dæma er mjög gaman hjá þér. Það er frábært að þér gengur best í bekknum þínum og það er heldur ekkert skrítið :) Það er líka gott að þú sért loksins búin að fá þér góðar buksur.. Sakna þín geðveikt mikið og bíð eftir að þú bloggir meira ;)

Jenni (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 08:28

3 identicon

..VERSLA.. þarna þekki ég þig dúllan mín.. hehe en jamm skemmtu þér bra vel og fallega þarna í frakklandinu góða.. sakna þín.. kv. Anna S.

Anna Sigga (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 10:34

4 identicon

Jaeja, thù ert ad spjara thig vel tharna, haest ì bekknum med Paulu, formidable! ...tharf ad fara ad hoggva eldivid, ì sveitinni... hlakka til ad lesa naesta blogg.

Kv.gummè

Gudmundur (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 11:52

5 identicon

Æji en frábært! Til hamingju með einkunnina! :) Þú ert nú engri lík ;)
Djöfull væri annars til í að koma í heimsókn til þín! Þetta hljómar allt svo skemmtilega!
Hvernig fannst fólkinu annars Dancer in the Dark?
...og já, til hamingju með fyrstu flíkina!! Levi´s, þú byrjar bara með stæl!

Lilja Björk Runólfsdóttir (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 21:29

6 identicon

Það hlaut að koma að því að þú dyttir í verslunargírinn;) Ég vildi svo að við hefðum getað hist eitthvað þegar við vorum úti.. en svona er þetta! Marta hefur rétt fyrir sér! Það verður engin svona hollusta þegar þú kemur heim...:)Hlakka til að lesa næsta blogg!!:D

Karitas (IP-tala skráð) 16.10.2006 kl. 23:11

7 identicon

Djofull ertu ad standa tig i skolanum ;) (eitthvad annad en eg)...gott ad tu sert ad njota lifsins i Frakklandinu.
-Frakklandskvedjur Ragnheidur ;)

Ragnheidur (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 07:18

8 identicon

Já Frakki í Frakklandi og Íslendingur á Íslandi, ekki spurning ! að sjálfsögðu fannst þeim dancer in the dark ansi góð :) ég held það sé ekki ég sem er að standa mig vel, heldur er ég örugglega bara í svona miklum tossabekk :P

Ásbjörg (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 10:19

9 identicon

Hæjj:) voðalega er maður farinn að sakna þín, vorum einmitt að tala um það í gær ég, vallý og lilja. En æðislegt hvað þér gengur vel í skólanum og strax farin að keppa með liðinu bara, æði:D
En heyrðu ég veit aldrei hvað ég á að skrifa hérna þannig ég kveð í bili. Og já mamma sendir bestu kveðjur hehe:)

unnur (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 13:26

10 identicon

Hæ sæta mín, frábært að þér gangi svona vel í skólanum! ekkert svo vera að gera lítið úr því;)

allt gott að frétta héðan af íslandinu, en ég sakna þín samt ennþá...

knús og kossar frá mér og Tjörva
Guðrún

Guðrún (IP-tala skráð) 17.10.2006 kl. 15:28

11 identicon

Hey pabbi minn er i tharna textanum sem eg man ekki hvad heitir en kemur alltaf eftir myndina... God saga ;) Aetla ad komast til botns i tessu med friid og hringja i tig helst i gaer, eg hef fengid half thokukennd svor hingad til...

ArnaLara (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 06:25

12 identicon

Já það þýðir ekkert að slá slöku við í skólanum þó maður sé í Frakklandi að njóta lífsins. En já ég sakna líka allra rosalega mikið en ég sakna ekki Íslands bara fólksins.

Ásbjörg (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 09:30

13 identicon

Gaman ad lesa hvad allt gengur vel kruttan min!! vona ad franskan se oll ad koma hja ter tvi trudu mer eg veit hvernig tad er ad geta ekki tjad sig. fyrir manneskju eins og mig er tad lika mjoooog naudsinlegt ad geta gert tad!;P Vona ad tu og Paula seu lika godar vinkonur og seud ekki alltaf ad rifast! en hangid tid mikid saman? Annars gegnur allt vel herna i USA, nema reyndar tad ad eg er nattla ad reyna finna nyja fjolskyldu en fyrir utan tad er allt geggjad gaman:) tin Kristjana Bjork!!!:*:*:*:* lov ju:*:*:**

Kristjana Bjork (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 16:03

14 identicon

Gaman ad lesa hvad allt gengur vel kruttan min!! vona ad franskan se oll ad koma hja ter tvi trudu mer eg veit hvernig tad er ad geta ekki tjad sig. fyrir manneskju eins og mig er tad lika mjoooog naudsinlegt ad geta gert tad!;P Vona ad tu og Paula seu lika godar vinkonur og seud ekki alltaf ad rifast! en hangid tid mikid saman? Annars gegnur allt vel herna i USA, nema reyndar tad ad eg er nattla ad reyna finna nyja fjolskyldu en fyrir utan tad er allt geggjad gaman:) tin Kristjana Bjork!!!:*:*:*:* lov ju:*:*:**

Kristjana Bjork (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 16:03

15 identicon

Heyrðu, hún Paula tekur sig bara helvíti vel út með ryksuguna..haha...trúi ekki að hun hafi ekki ryksugað áður!!öss..:) En kom aðallega bara til að segja: Ég sakna þín elsku krúttið mitt;)

Anna Bryndís (IP-tala skráð) 18.10.2006 kl. 18:35

16 identicon

Ég lofa þér að ég tek mig betur út með ryksuguna enda hef ég áratuga reynslu ;) en já ég var búin að lesa á síðunni þinni með fjölskylduskiptin og allt það vesen :S gangi þér sem best !

Ásbjörg (IP-tala skráð) 19.10.2006 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband