Sunnudagur, 22. október 2006
Frakkar ekki hrifnir af hvalveiðum !
Þessa dagana fæ ég ekki mikið lof í lófa fyrir að vera Íslendingur. Eins og þið væntanlega vitið var á dögunum hvalveiði leyfð í atvinnuskyni. Frakkarnir eru jafnframt ekki mjög hrifnir af þessu eins og margar aðrar þjóðir. En ég hef ekkert með þetta að gera, núna er ég frakki, þetta árið. Þó að pabbi minn sé forseti Íslands eins og stelpunum í fótboltanum tókst svo vel að misskilja þá fæ ég engu ráðið.
Annars var vikan bara fín, borðaði með stelpunum í fótboltanum á þriðjudaginn eins og svo oft áður og enn sem áður var það mjög fínt og skemmtilegt. Svo gerðist ég sniðug og keypti mér málfræðibók fyrir 11 ára krakka til að æfa mig aðeins, því mér gengur ekki vel að ná þessum sirka 10 tíðum sem við höfum í frönskunni, en þetta er allt að koma.
Fyrir þá sem vilja vita um leikinn sem ég spilaði síðastliðinn sunnudag þá gekk það bara hreint ágætlega, þótt mér reyndist erfitt að skilja hvar þjálfarinn vildi að ég væri á vellinum vegna þess að fótboltaorð eru eitthvað sem eru ekki í mínum orðaforða, en eftir leikinn tókst mér að skýra fyrir honum að ég spilaði yfirleitt hægri kant, eða hefði gert það í sumar. Svo að næsti leikur verður mun betri, en hann er næsta sunnudag.
Um helgina fór ég ásamt fósturfjölskyldu minn til Belgíu til að heimsækja bróður Claudes og fjsk. hans. Við lögðum af stað fljótlega eftir skóla í gær og vorum rétt að renna í hlaðið heim aftur núna. Í gær afrekaði ég það að vera í Frakklandi, Lúxemborg og Belgíu sem ég tel ekki slæmt. Mér leið samt ekki eins og ég væri í öðru landi, þarna er líka töluð franska og við vorum bara á heimili þeirra nánast allan tímann fyrir utan smá göngutúr úti í náttúrunni, sem var ansi fallegt. Við fengum ekkert öðruvísi mat þarna enda eru þau frönsk og búa bara í Belgíu. Mér skilst samt að maturinn í Belgíu byggist að mörgu leyti upp á frönskum með majonesi og jú þeir eru þekktir fyrir gott súkkulaði líka. En ekkert af þessu rataði ofan í magann minn þessa helgina, en hugsa að ég myndi varla orka það að vera skiptinemi hjá belgískri fjsk. Vinkona hennar Paulu sem er skiptinemi í Belgíu kom svo og heimsótti okkur í dag og komumst við að því að á hennar heimili er víst ekta belgískur matur.
Þau hjónin í Belgíu eiga þrjú börn sem við áttum góðar stundir með og gátum lært mikið af. Einn strákur og tvær stelpur 3,4 og 5. Strákurinn hafði mikinn áhuga á okkur og var að skoða hvar við ættum heima og svona og þegar hann sá Ísland sagði hann : þetta er nú pínulítið land, býrðu bara ein þarna eða ? hugsa að þetta hafi verið kaldhæðni en það sem við mættum líta á er það að Belgía er líklega svona 10X minni. Svo spurði hann Paulu hvaðan hún væri og hún sagðist jú vera frá Brasilíu og þá sagði hann : já það hlaut eitthvað að vera, þess vegna tala ég miklu betri frönsku en þú.
Smá fróðleikur svona í lokin. Ég var að komast að því að það eru til um 350 tegundir af frönskum ostum ! hvorki meira né minna. Fyrir glöggar manneskjur eins og mig áttaði ég mig á því að ég ætti að geta borðað eina tegund á dag allt árið um kring.
Á miðvikudaginn byrja ég svo í tveggja vikna haustfríi svo litla stelpan í Frakklandi hoppar glöð inn í næstu viku.
En hún kveður að sinni,
Ásbjörg
Athugasemdir
Hehehe, hvernig fengu þær út að pabbi þinn færi forseti Íslands!? En fyndið!
Já, ég held þú gætir verið fegin að búa hjá franskri fjölskyldu en ekki belgískri fyrst þeir borða bara franskar með majonesi og súkkulaði í öll mál! :P Ég hefði reyndar ekkert á móti því að fá súkkulaði á hverjum degi ;) Maður kæmi samt að öllum líkindum nokkrum kílóum þyngri heim! :P
En hvað segirðu, ertu byrjuð í ostaátakinu? Einn á dag!
Lilja Björk (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 19:58
heh.. nei, við erum ekki vinsæl í augnablikinu.. Skil nú samt ekki hvað bandaríkjamenn eru að rífast þar sem þeir eru stærsta hvalveiðiþjóð í heimi eða eitthvað álíka..! Halda stelpurnar ennþá að pabbi þinn sé forsetinn? hehe.. snilld! Ekkert smá fyndinn krakki, yfirleitt skilja krakkar ekki kaldhæðni.. Söknum þín ýkt mikið hérna á klakanum.. villimenn sem veiðum hvali, förum seint að sofa og horfum allt of mikið á sjónvarp!;)
Karitas (IP-tala skráð) 22.10.2006 kl. 20:00
thetta er svakalegt; helduru ekki ad tegundirnar seu ekki fleiri en 350 thaer eru endalausar!! og svo skrapp eg til belgiu um helgina lika; skritid ad geta skroppid svona milli manda eins og ther hendar... mjog undarlegt; en heyrdu hvenaer viltu ad eg komi, fyrir eda eftir 31?
stefan (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 09:32
Hehe ég skil ekki hvernig þær fengu það út, en við vorum að tala um hvað pabbi minn ynni við og svona... en úff nei ekkert ostaátak takk, mér finnst ostar ekki það góðir :P en þær halda það ekki lengur nei, sem betur fer, því núna myndi þeim þá ekki líka vel við pabba minn útaf hvalveiðunum. En já skil ekki þennan krakka því af hans hálfu var þetta náttúrulega ekki kaldhæðni en kom samt þannig út...
Ásbjörg (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 11:17
Hæhæ, sakna þín ekkert smá mikið!! En finnst þér ekki crepes gott?!?! Það voru allir óðir í það þarna úti í ferðinni okkar, mér fannst það best með nutella et banan ;P En já til að svara sms-inu þá gengur allt vel hérna, slefaði reyndar í sjálfstæðu fólki, =/ en stend mig betur í bókmenntasögunni. Ég Hrói erum bráðum búin að vera saman í 2 ár!! Vá hvað það er mikið! :P Ég var víst að sofa yfir mig núna, tvo tíma :S er heima hjá Hróa. Þannig að ég ætla að drífa mig í skólann. Bæjó, bíð sepnnt eftir næsta bloggi!! mmmwwwaaaahhhhh =*
Klara (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 11:36
Hæ sæta.. jáhá bra SKROPPIÐ til belgíu.. eins og ekkert sé.. heh skemmtilegt.. en gott að þér líði vel þarna í fakkalandinu góða.. en vá 350 ostategundir.. shit.. hehe en jamm það er bra allt gott að frétta hér frá klakanum.. en þín er samt sárt saknað.. bæjó kv. Anna S :)
Anna Sigga (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 13:32
Pfff, jaeja, thù hefur thad bara gott tharna. Faerd sìdan 2 vikna frì, èg fae bara 10 daga, Bara tìu daga...vona ad thad verdi samt skemmtilegir 10 dagar en allavega...er ad gleyma ìslenskum ordum, kjànalegt thad. Tjahh ,èg held ad èg sè bùinn ad smakka megnid af thessum ostum, Auvergne(hèradid mitt) er nù heimsfraegt fyrir osta og fleira. En allavega, vona ad thù haldir àfram ad hafa thad gott, og Btw thà verd èg ad segja ad crepes eru betri en ìslenskar ponnukokur, allavega svoldid.
Fàdu thèr froskalappir
kv. gummi eda Migu
Gummi (IP-tala skráð) 23.10.2006 kl. 20:43
Já það er gaman að vera Íslendingur í dag :P
Það væri samt geðveikt ef að þú mundir prófa í það minnsta 50 osta áður en að þú kemur heim aftur :) þarft bara að vera dugleg við að skokka þess á milli ;)
Jenni (IP-tala skráð) 24.10.2006 kl. 09:24
hæhæ villtu senda mér bókina til að ég geti æft mig í frönsku,
djók að því að þú keyptir bók fyrir 11 ára krakka
kveðja þinn besti bróðir Bjarki
Bjarki Snær Jónsson (IP-tala skráð) 29.10.2006 kl. 16:01
Hehe já þú ert sko sannarlega besti bróðir :D
Ásbjörg Jónsdóttir, 29.10.2006 kl. 21:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.