Nýr mánuður með kulda og magaverkjum

Þá er nóvembermánuður genginn í garð með sinn ógnarlega kulda, jólaauglýsingar streyma í póstkassann, súpermarkaðirnir fullir af jóladóti og farið er að hengja upp jólaljós í miðbænum.  Ég verð hálfhrædd þegar ég sé allt þetta því þá uppgötva ég að ekki er of langt í jólin og mín fyrstu jól án fjölskyldunnar sem á auðvitað eftir að verða upplifun útaf fyrir sig, góð eða slæm ? ég veit ekki enn. 

Seinasta mánudag fór ég í hjólatúr með Claude og Gerhard í fjöllunum, veðrið var frábært og ekkert smá fallegt útsýni.  Svona 70% af leiðinni var upp í mótið og hjóluðum við í 2 og 1/2 tíma.  Ég var eins og sannur hjólagarpur í hjólabuxunum hennar Claire og á rosa fínu hjóli.  Það var alveg að koma nóvember og við á stuttbuxum og stuttermabol, þó ég sé í Frakklandi þá er það ekki alveg eðlilegt fyrir þennan tíma árs.  Enda læddist veturinn inn tveimur dögum síðar en þá var hitastigið um 20° minna og Paula upplifði sínar 0°C í fyrsta skipti á ævinni. 

Líkaminn minn virðist ekki alveg vera að höndla þessar breytingar og er hann búinn að sýna það með mörgu móti.  Allt haustfríið mitt er ég búin að vera með magaverk eftir hverja máltíð og á hverjum degi hugsaði ég, æ þetta hlýtur að lagast en svona gekk þetta í 10 daga og þá var komið nóg.  Claire pantaði tíma hjá lækni og læknirinn sagði að ég væri með "irritation intestinical" sem ég held að þýði þarmabólgur og fékk ég einhver lyf við þessu og vona svo sannarlega að þau virki.  Skrýtið að líkaminn minn bregðist svona við breytingum vegna þess að það er ekki miklar breytingar fyrir mig, það er enn meiri fyrir Paulu en enn hefur ekkert hrjáð hana fyrir utan aukakíló sökum súkkulaðiáts. 

Ég náði nú samt að gera fullt af hlutum í fríinu mínu þrátt fyrir þetta, ég fór út á hverju einasta kvöldi og leyfði mér að versla smá í H&M.  Annars er ég að fara að endurtaka hjólatúrinn aftur á eftir og svo þarf ég að læra eitthvað fyrir morgundaginn.  Svo mæti ég hress í skólann í fyrramálið, endurnærð eftir gott og langt frí.

Ásbjörg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, það er líka kalt hér. Í augnablikinu er óveður, flugvélar geta ekki flogið og ölduhæðin er svo mikil að skip geta ekki siglt! Hjörtur var að spila úti í Vestmannaeyjum í gær og þeir áttu að koma heim í dag. En Herjólfur siglir að öllum líkindum ekkert í dag svo þeir verða bara að koma á morgun og missa af einum skóladegi. Uss uss uss...
Leiðinlegt með magaverkina.  Mér finnst persónulega að það ætti að banna magaverki, þeir eru óþolandi!! :P Vonandi lagast þetta nú fljótlega. 
Ohhh, ég verð nú að segja að ég öfunda þig að geta verslað í M&M. Það er svo sjúk búð (ekki á Íslandi samt). Jólaskraut já, það er greinilega ekki bara á Íslandi sem jólin eru gengin í garð tveimur mánuðum fyrir tímann!

En hafðu það nú sem allra best sæta!
Ástarkveðja,

Lilja Björk (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 12:42

2 identicon

HAHA Lilja M&M... það er sko H&M.. heheh...

en jamm það er sko skítakuldi hjér á klakanum.. varla hægt að fara út úr húsii... en það er samt fínt að hafa frost og vonandi snjó um jólin.. það er svo jólalegt.. en vonandi verður gaman hjá þér um jólin þarna úti.. og láttu þér batna af magaverkjunum.. :) kv Anna Sigga. :)

Anna Sigga (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 21:21

3 identicon

greinilegt að þú ert öflug við að halda þér í formi.. ég mundi ekki meika meira en klukkutíma í hjólreiðum

ég vona að jólin verði góð hjá þér.. þó svo að fjölskyldan þín sé hérna á Íslandi þá verða þetta vonandi einu jólin sem þú verður án þeirra, þannig að reyndu bara að njóta frönsku jólanna, þau verða örugglega þess virði

Jenni (IP-tala skráð) 5.11.2006 kl. 21:55

4 identicon

Úff veðrið er ekki alveg svo slæmt hérna en miðað við hvernig það er búið að vera er kalt.  Ég á pottþétt eftir að njóta jólanna hérna bara á annan hátt  og takk fyrir batnaðarkveðjurnar.  En já H&M er æði  en hins vegar líka M&M

Ásbjörg (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 13:07

5 identicon

Harkan í þér stelpa! alltaf hjólandi hlaupandi eða að fótboltast!
En við verðum báðar að upplifa öðruvísi jól en vanalega, þú í Frakklandi og ég í Kúbu  Það verður vonandi bara gaman, þó svo að jólin heima á frónni séu örugglega alltaf best með jólaöli, laufabrauði, Nóakonfekti og öllu tilheyrandi! En velkomin í vetrarstemninguna og farðu nú að láta þér batna í maganum! knús og kossar; Marta

Marta Björg (IP-tala skráð) 6.11.2006 kl. 21:20

6 identicon

Já, ég er ekki alveg að fíla þennan kulda  Skíta Ísland! (náttúrulega fyrir utan alla á því, fólkið þ.e.a.s)  En í dag eru ég og Hrói búin að vera saman í tvö ár!! Við ætlum út að borða á Madonnu líklega, og svo beint heim að horfa á Prison Break, erum föst í því   En vona að´þú hafir það geggjað gott, og hlakka til að heyra meira frá þér !!

Klara

Klara (IP-tala skráð) 7.11.2006 kl. 16:28

7 identicon

Já... ansans að ég skuli ekki hafa komið fyrr inn á síðuna þar sem að það er búið að segja allt sem ég hefði sagt..;) en sem sagt... það er skítkalt hérna og maður er kominn á nagladekkin og hef meira segja þurft að skafa bílinn... sem er ekki gaman! Þú ert svo mikið hörkukvendi, ég er stolt af þér! Ég og Marta erum núna byrjaðar að æfa Kali, sem er stafa-bardagaíþrótt! Ýkt cool:D Ég þarf að berjast við að fá ekki jólalögin á heilann þar sem að það er nú þegar byrjað að spila þau í Smáralindinni... en annars hlakka ég geðveikt mikið til jólanna í ár og get ekki beðið eftir jólafríinu.. Þarmabólga hljómar ekki vel, vonandi batnar þér fljótt.. en jáhh.. þar til næst! Kossar og knús

Karitas (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 01:08

8 identicon

Já það verður örugglega frábært að halda jólin á Kúbu en það sem mér finnst mikilvægast er að vera með fjsk. en er samt bara spennt að upplifa eitthvað annað.  Til hamingju Klara með tveggja ára afmælið ! Og Karitast ég tel athugasemdina þína frábæra þrátt fyrir að allir hafi verið búnir að segja það sem þú vildir segja  En vá ég sakna þess að keyra  Kossar og knús til ykkar !

Ásbjörg (IP-tala skráð) 8.11.2006 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband