Ásbjörg þarf að komast út !

Þá eru magaverkirnir yfirstaðnir svo ég get tekið gleði mína á ný.  Claire hafði margar tilgátur um ástæður magaverkjanna og m.a. orðaði hún það svo skemmtilega að Ásbjörg þyrfti hreinlega að komast út og ég held ég sé bara komin út...  En mögulega var þetta eitthvað stress í mér sem gerði það að verkum að maginn var í keng. 

Claire var eitthvað að spjalla við Paulu og sagði að þegar sá dagur rynni upp að ég syngi hérna heima þá fyrst geti hún verið viss um að mér líði vel.  Ég hafði alltaf fundið mér tíma þegar ég var alein heima til að æfa mig að syngja bæði mér til hags og einnig til þess að vera ekki að ónáða fjölskyldumeðlimi.  Jæja í byrjun vikunnar tók ég mig semsagt til og söng hástöfum í herberginu mínu til að sýna Claire að mér liði vel, vona að hún viti það núna.

Helginni er ég svo búin að eyða meira og minna í að læra efnafræði sem er gjörsamlega að gera mig brjálaða vegna þess að engin svona fræðiorð eru til í orðabókinni minni.  Mér tókst að komast í gegnum þetta á einhvern hátt sem ég skil ekki ennþá en tók mér hinsvegar tvo daga í það í stað kannski 1 klst hefði þetta verið á íslensku.  Komandi vika á eftir að verða erfið að ég held vegna þess að það eru svokölluð "petit bac" eða æfingastúdentspróf sem byrja á miðvikudaginn. 

Sökum "kuldans" þurfti ég að finna mér líkamsræktarstöð vegna þess að það fer að verða of erfitt að hlaupa úti.  Það gerði ég á eigin spýtur, hringdi út um allt og tók mér svo góðan rúnt um bæinn til að skoða þrjár sem mér leist best á og ræða um verð og þessháttar, ég var svo heppin að þær voru allar á sitthvorum enda bæjarins svo að á endanum var ég búin að taka mér rúmlega 3 tíma göngutúr.  Einnig þarf ég að fara að finna mér úlpu en í þeim málum er ég örlítið erfið, ég er búin að leita út um allt en virðist ekki ætla að finna eitthvað sem ég er ánægð með en aftur á móti er Paula ansi einföld í fatamálum, finnur strax það sem hún leitar að, enda gerir hún ekki miklar kröfur. 

Þið fáið engar myndir að sjá þessa vikuna, þar sem ég hef ekki gert neitt nógu merkilegt til að fá að festast á filmu. 

Ásbjörg sem er komin út ! Kissing 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með að vera orðin frísk! Það er svo leiðinlegt að vera veikur.... Annars þarf maður að passa sig hérna, það sveima svona 1000 flensur í loftinu í kringum mann og það er enginn tími til að leggast í veiki núna...  Maður verður bara að ganga með svona grímu...;) Æfingastúdentspróf?! Hljómar ekki vel... jakk! efnafræði á frönsku úff úff! Eins og hún sé ekki nógu snúin á íslensku.. ég sendi þér andlegan stuðning:) en jáhh... ég verð að halda áfram að gera þessa bévítans ljóðaritgerð í íslensku... búhú.. búin með 2 bls af 8 og ég veit ekki hvað ég á að skrifa meira.. heh... Kossar og knús!

Karitas (IP-tala skráð) 12.11.2006 kl. 21:03

2 identicon

Gott að þú sért byrjuð að syngja.. Síðan þarftu að snobba hana Paulu aðeins upp, ekkert varið í svona gellur sem eru í 2 mínútur að finna sér föt

Jenni (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 08:30

3 identicon

Hehe, það er nú gott að þú sért komin út! Þetta er reyndar svolítið tvíræð (eða bara margræð) setning.. hmmm, er eitthvað sem þú vilt segja mér Ásbjörg? ;)
Ég verð ég að fá að segja að ég dáist af þér! Þú ert svo sjálfbjarga, reddar bara öllu sjálf! :)
En þú verður að finna þér úlpu stelpa! Algjörlega nauðsynlegt að eiga góða úlpu í kuldanum! Ég var einmitt að kaupa mér úlpu um daginn, svona dúnúlpu. Hún er mín besta vinkona í augnablikinu :D

En hafðu það nú áfram svona gott!
Kossar og knús, Lilja!

Lilja Björk (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 10:42

4 identicon

Úff 8 bls ljóðaritgerð hljómar alveg jafn illa og efnafræði á frönsku  en já ég verð að kenna henni að versla henni Paulu.  Ég er komin út úr sjálfri mér, ég var einhverstaðar þar inni ekki inni í neinum skáp   en ég var að vonast til að ég væri besta vinkona þín ekki þessi úlpa....

Kossar og knús til allra !

Ásbjörg (IP-tala skráð) 13.11.2006 kl. 12:38

5 identicon

hæ sæta mus!!!! va i sambandi vid ulpu..allir herna ad noldra i mer ad eg VERDi ad fara fa mer ulpu tvi tad fer ad verda svo kalt en eg virdist ekki geta ætlad ad finna mer eina slika a næstunni!! alveg otholandi, er alltaf bara uta peysunni ad drepast ur kulda...hehe.. en gott ad heyra ad ter lidi betur nuna:) annars flyt eg ut eftir viku, fer til annarar vinkonu i nokkra daga en veit ekki hvad gerist svo....kemur allt i ljos. en endilega skelltu einu meili a mig, langar ad fa ad vita the dirty details;););) tin KRISTJANA:*

Kristjana Bjork (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 06:18

6 identicon

Hehe já... ókei... fyrst þú, svo úlpan ;)

Lilja Björk (IP-tala skráð) 14.11.2006 kl. 22:55

7 identicon

hæhæ, gaman að heyra frá þér  er veik heima með eina af þessum alræmdu flensum  en langaði að láta þig vita af nýja e-mailinu mínu sem er klaramagg@hotmail.com  er núna að fara að læra undir stæ313 próf sem er að nálgast óðfluga  síðan kemur Hrói líklega í kvöld að fara með mér yfir þetta, hann var í þessu í fyrra og fékk 8, sem er bara mjög gott, finnst mér  en jæja, hlakka til að heyra meira frá þér!

kossar og stórt knús

Klara (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 15:57

8 identicon

djók, það er ekki klaramagg@HOTMAIL.com heldur KLARAMAGG@GMAIL.COM  ;P er búin að vera að klikka smá á þessu hehe.

klara (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 15:59

9 identicon

Gangi þér vel í stærðfræðiprófinu en þú manst að ég var með Hróa í þessum áfanga  

Ásbjörg (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 09:31

10 identicon

var reyndar búin að gleyma því  hehe, en jæja, er að fara að vinna eftir smá í Zöru... nenni því ekki alveg en þetta er ekki helgin mín núna þannig að ég fæ að slappa af síðan í viku  jæja, farin að fá mér e-ð að borða áður en ég fer.. bæjó

klara (IP-tala skráð) 16.11.2006 kl. 16:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband