Sunnudagur, 19. nóvember 2006
Mætt í kastalann !
Þessi vika var örlítið frábrugðin öðrum vikum þar sem "litlu stúdentsprófin" voru frá og með miðvikudeginum. Ég tók frönsku, landafræði og ensku og enn er eftir stærðfræði. Þar sem ég þurfti ekki að taka fleira var ég bara í fríi á miðvikudag, föstudag og laugardag en skellti mér í öll þrjú prófin á fimmtudeginum.
Fyrst að enginn skóli var þá ákvað ég að dekra aðeins við mig, fór í klippingu og litun, plokkaði og litaði á mér augabrúnirnar afþví ég var orðin eitthvað hálfþreytt á mér og var slæm í húðinni sökum kólnandi veðurs. Svo eitt kvöldið áður en ég ætlaði að lita á mér augabrúnirnar ákvað ég að þrífa á mér húðina og fann til þess einhverja prufu sem ég hafði fengið gefins frá líkamsræktarstöðinni. Ég skrúbba á mér andlitið með þessari prufu og læt vera í svona 5 mín, en fann til mikils sviða og ákveð þá að spyrja Paulu hvort þetta sé ekki örugglega fyrir andlitið og við lesum á pakkninguna og er þetta þá ekki fyrir neðan mitti og með einhverju öðru sýrustigi og ég veit ekki hvað og hvað. Ég þríf þetta í snarhasti af mér og fyrir vikið var ég ennþá rauðari heldur en áður og verri í húðinni. Ég tek það fram að ég las ekki á pakkninguna áður en ég setti þetta á mig og veit hreinlega ekki afhverju ég gaf mér það að þetta væri fyrir andlitið, en svona er þetta Mér tókst hins vegar að fara vandræðalaust í klippingu og litun þó svo ég hafi ekki beint verið sátt eftir það, þar sem hárgreiðslukonan skipti í píku og blés hárið á mér svo ég var eins og gömul kelling.
Núna er ég samt voða sátt, búin að gera hárið mitt sjálf og satt best að segja tókst mér að finna mér úlpu og skó líka.
Afmæli mömmu Claire undirtók alla helgina en var hins vegar alveg frábært. Í gær var öll fjölskyldan saman komin í einhverjum voða flottum kastala þar sem hann var skoðaður og þar var borðað undir kristalljósum. Svo voru sumir heppnir og fengu að gista í kastalanum í flottum prinsessuherbergjum en þeim hópi fylgdi ég ekki en við gistum hjá mömmu Claire. Svo var vaknað snemma til að undirbúa sig fyrir messu en haldin var sér messa bara fyrir fjsk. og vini. Þar var sungið og spjallað og borðaður ágætis matur. Þessum ósköpum lauk svo rétt í þessu þar sem við vorum að renna í hlaðið heima.
Uppgefin og við tekur venjuleg skólavika sem ætti annars ekki að vera svo slæmt. Stundum er bara gott að komast aftur í hversdagsleikann
Í þetta sinn fáið þið hinsvegar að sjá myndir af herlegheitunum...
Ykkar,
Ásbjörg
Athugasemdir
Eg hlo... attadi mig svo a tvi ad audvitad er tetta ekkert fyndid. Svo helt eg bara afram ad hlaeja ;) En ertu til i ad senda mer heimanumerid titt? "Mutta" hringir ta kannski i tina a morgun i sambandi vid helgi numer tvoo i desember? Ef ekkert hefur breyst?
ArnaLara (IP-tala skráð) 19.11.2006 kl. 20:53
æ æ æ ....Ég hló svooo mikið þegar þú sagðir mér þetta um daginn, og alveg jafn mikið núna, þessi saga er ógleymanleg!! :) Þú ert svo mikið æði...hahahha;)
Anna Bryndís (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 19:33
Hahaha! Vá, en fyndið! Ég get ímyndað mér að þið hafið hlegið mikið af þessu þið Paula þegar þið uppgvötuðuð hið sanna! Þú ert nú meiri vitleysingurinn ;)
En frábært hjá þér að eyða smá tíma í sjálfa þig! Alveg nauðsynlegt svona inn á milli :D
Ég hefði svo sannarlega verið til í að koma mér þér í kastalaveisluna! Hljómar eins og í ævintýri !! :D
En úff, ég verð að drífa mig aftur á kóræfingu áður en Þorgerður verður brjáluð ;)
Bæbæ í bili
Lilja Björk (IP-tala skráð) 20.11.2006 kl. 21:39
æjæj.. ég er sammála Örnu Láru! Þetta var alveg "heheheh.... nei úbbs, ææ!" samt mjög fyndið:) Er allt í lagi með andlitið á þér ? hvernig gekk annars í prófunum.. ekkert erfitt? Þú ert náttúrulega svo mikill snillingur!:D Hljómar mjög vel að halda upp á afmælið sitt í kastala, væri alveg til í að prófa það... en jæja! Hlakka til að "heyra" meira! ( þú ert samt að standa þig mjög vel sem bloggari;))
Karitas (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 01:03
þú hefðir alveg mátt senda inn mynd af nýju klippingunni
Jenni (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 08:43
Hlæjið bara....! andlitið er í góðu lagi og ég stóð mig bara ágætlega í prófunum held ég en núna tekur stærðfræðin við
Því miður eruð þið ekki svo heppin að sjá mynd af klippingunni eins og kellingin gerði hana
c'est dommage...
Ásbjörg (IP-tala skráð) 21.11.2006 kl. 12:50
bwaahahahhahahhah!!! ok tetta var besta blogg titt hingad til alveg tvimaelalaust! asbjorg bara med rautt andlit og harid greitt i piku:P:P hehheh eg leyfi mer nu ad hlaeja ad tessu tar sem eg veit ad tu verdur alveg aftur sama gamla Asbjorgin min:) en jiii vissiru ad tveir gaurar a vegum AFS herna i USA hafa daid nuna i vetur! einn drakk of mikid afengi og hreinlega bara do og hinn drukknadi! sjitturinn madur eg segi nu bara 7, 9, 13! en annars er allt fint ad fretta af mer, her er alltaf jafn gaman og mer heyrist ad hja ter se lika allt i toppi. Jiii min dugleg ad taka tetta studentsprofadaemi. Aldrei hefdi eg gert tad madur! en madur er alltaf jafn stolltur af raudu pikuharsstelpunni sinni;);););) TIN Kristjana eda KJ eins og sumir kjosa ad kalla mig her!
Kristjana (IP-tala skráð) 22.11.2006 kl. 05:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.