Sunnudagur, 26. nóvember 2006
Gott að lifa...
Þá er ég bara búin í prófum og byrjuð á nýrri önn því hérna eru þrjár annir. Prófin gengu ágætlega en seinasta prófið var stærðfræði sem gekk betur heldur en seinast, en ég náði að klára það þrátt fyrir mikinn texta. Ég fékk út úr landafræðiprófinu og fékk ekki nema 7 en það var ekkert vitlaust heldur líkaði kennaranum ekki skriftin mín og hvernig ég litaði kortið, ég hélt að ég væri ekki ennþá í barnaskóla og var þess vegna einungis að reyna að koma kunnáttu minni á framfæri ekki listahæfileikum. Þetta er Frakkland !
Annars er ég bara búin að hafa nóg að gera, fór í afmæli hjá einni fótboltastelpunni, sá/hlustaði á Requiem Mozart sem var alveg frábært. Og í dag tók ég herbergið mitt alveg í gegn og fór í gegnum peningamálin mín sem standa þannig að ég hef eytt rosalega miklum peningum. Mér virðist alltaf takast að gera það.
Það eru hreinlega bara að koma jól, bærinn er orðinn fullur af jólaljósum og búið er að setja upp jólamarkaði út um allt sem er ansi gaman að skoða og ég verð að viðurkenna að þegar ég sé þetta núna er ég bara orðin pínu spennt fyrir jólunum í útlandinu.
Af öllu að dæma hef ég það bara gott í Frakklandinu um þessar mundir og engir erfiðleikar stíga inn um mínar dyr að svo stöddu. Þó svo að það komi stundum smá tómarými þar sem mannig gefst tími til að leiðast smá þá er það eins og gengur og gerist.
Ásbjörg
Athugasemdir
Frábært hvað þér líður vel sæta... :P miss u :*
Anna Sigga (IP-tala skráð) 26.11.2006 kl. 18:02
hæhæ
ég var líka að klára prófin :o) bara í fyrradag, algjör snilld! En fyndið að fá lægri einkunn útaf skriftar og litarhæfileikum í landafræðiprófi! hehe :) þýðir ekkert að pirra sig út af því. Bara gaman að sjá hvað þeir eru skrítnir Frakkarnir hehe;)
hafðu það endalaust gott! Stórt knús frá mér:*
Guðrún
Guðrún Ásdís (IP-tala skráð) 26.11.2006 kl. 23:01
hæhæ elskan mín! gott að þú ert að komast í franskan jólafíling:) Þú ert svo ótrúlega dugleg stelpa! ég fæ bara minnimáttarkennd við að lesa þetta, alltaf úti að hlaupa eða í fótbolta og stendur þig alveg jafn vel í náminu og þú gerðir hérna heima, jafnvel þó þetta sé allt á frönsku!! ég næ varla 7 á íslensku landafræðiprófi;) En þú lætur þér ekkert leiðast, vil ekki sjá það! haltu bara áfram að hafa það gott, en ekki það gott að þú viljir ekki koma aftur til baka til okkar:D kossar og knús!
Marta Björg (IP-tala skráð) 26.11.2006 kl. 23:49
hæhæ! það er alltaf jafn gaman að heyra frá þér, þótt að það sé ekki nema smá :) Núnú, bara búin að eyða miklum pening ? :O hehe, hélt að það væri e-ð sem ég geri ;) Núna fer ég bráðum að kaupa allar jólagjafirnar, það eru samt ekkert það margar. Við stelpurnar ætlum örugglega að gera eins og fyrra, hittast og skiptast á pökkum, verst að þú verðir ekki þarna!... en jæja, er enn og aftur að rembast við e-ð frönskuverkefni! :@ vantar þig! hehe. sendi til þín marga kossa og mörg knús!! ;P
Klara
Klara (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 14:20
jeminn fekstu 7!! hvernig i fjandanum tekst ther ad skilja thetta allt???? og gera profin? mikid er eg anaegdur ad thurfa ekki ad gera tetta allt saman!!
stefan (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 18:03
Þú ert að standa þig svo vel þarna! ég vildi að ég væri svona dugleg... Við söknum þín alveg geðveikt mikið og vonum að þú njótir hátíðanna úti!:) ég hugsa svo oft til þín! Um daginn var ég að keyra og keyrði framhjá stelpu sem var alveg eins og þú.. þ.e.a.s. svona frá hliðinni að sjá.. ég fékk alveg í magann og það lá við að ég keyrði á! nei oki.. kannski ekki alveg.. en samt;) Kossar og knús!
Karitas (IP-tala skráð) 27.11.2006 kl. 23:32
Þú ert nú meiri kallinn! (Þetta var grín, ég veit þú ert stelpa!) -Þú bara brillerar í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur, hvort sem það er á íslensku eða einhverju öðru tungumáli! Ég vildi að ég gæti sagt það sama :P
Ég er líka farin að hlakka sjúklega mikið til jólanna, get ekki beðið eftir að komast í jólagjafaleiðangur... svo langar mig ekkert smá mikið að baka, það er svo jólalegt! Verst að hafa þig ekki hérna... við erum svo góðar saman í bakstrinum ;) En ætli ég reddi þessu ekki sjálf... vonandi!
En gott að heyra að þér líður vel, þá líður mér vel :)
Hlakka til að heyra meira frá þér,
Kv. Lilja
Lilja Björk (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 09:33
Þið eruð nú aldeilis ánægð með mig, mikið vildi ég að ég sjálf gæti verið svona ánægð með mig !! það gerist allavega ekki í dag... en vá úff ég væri alveg til í að baka smákökur en það er víst ekki gert á þessu heimili en ég þarf líka að fá frönsk jól alveg í æð án laufabrauðs, malt og appelsín og smákakna, það er nauðsynlegt !! Knús og kossar til ykkar
Ásbjörg (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 11:23
ekkert malt og appelsín
hvurskonar?!?!
heyrðu þar sem að þú ert í frakklandi þá mæli ég með því að þú takir eina mynd á leigu sem heitir Irréversible.. ég sýndi hana í fyrirlestri og ein konan sem er með mér í bekk gekk út
Jenni (IP-tala skráð) 28.11.2006 kl. 13:29
uhhh.. Kristjana er snuin heim... hvad gerist?
stebbi (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 10:32
Ég skil ekki hvað er að gerast, hef ekkert heyrt í henni... las það einmitt bara á blogginu hennar.
Ásbjörg (IP-tala skráð) 30.11.2006 kl. 12:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.