Er einhver fullkominn ?

Fullkomnunarárátta er streituvaldur.  Gerðu mistök til þess einsa að sýna fram á að ekkert slæmt eigi eftir að gerast ef þú klikkar.  Brenndu matinn, draslaðu út og klúðraðu samtölum.  Himnarnir hrynja ekki.  Hvílíkt frelsi. 

 Þetta sagði stjörnuspáin mín einn daginn þegar ég kom heim og taugarnar mínar gjörsamlega að gefa sig vegna þess að ég fékk út úr stærðfræðiprófinu(æfingastúdentsprófinu) og ég fékk 8,8 var að sjálfsögðu ekkert annað en sátt með það þangað til ég kemst að því að Paula fékk 9,8 !  Ég náttúrulega verulega pirraði mig yfir þessu og skil ekki afhverju hún þarf alltaf að vera með betri einkunnir en ég í skólanum þar sem að auki þá lærir hún ekki meira en ég ef eitthvað er þá lærir hún mun minna en ég. 

Þennan sama dag var það ég sem átti að elda matinn í hádeginu, ég virkilega hugsaði um að brenna matinn en ég gerði það ekki vegna þess að ég vil reyna að gera allt FULLKOMIÐ.  Það er bara ekki hægt.  Ég geri eins vel og ég get.  Ég get ekki krafist meira af mér.  Hinsvegar komst ég einnig að því að ég get notað árið í að æfa mig að verða besta dóttir í heimi þegar ég kem heim til mömmu og pabba.  Það ætti ekki að vera of erfitt þar sem ég er sú eina. 

Ég hugsa að ég og Paula séum hvor annarri jafn erfiðar.  Hún þolir ekki að ég skuli geta eldað, farið að hjóla með Claire og Claude, sungið, æft íþróttir o.s.frv.  Einnig fer það innilega í taugarnar á henni að ég skuli tala jafn vel og hún eins og staðan er í dag.  Svona er að eiga "systur"  - endalaus samanburður.  Hann getur bæði hjálpað manni en á sama tíma verið manni ansi óhagstæður.

Kom ég ykkur ekki á óvart ?  Það er ekki sunnudagur í dag !  Ég ákvað að vera ekki of fyrirsjáanleg í þessum bloggbransa.  Ég var orðin leið á sunnudagsblogginu ásamt fleirum.  Það bárust fyrirspurnir um að breyta aðeins til. 

Annars bíð ég spennt eftir helginni þar sem við munum vera í Nancy að sjá jólasveininn !  Aldeilis flottheit á AFS.  En þetta er ekki kaldhæðni - þetta er svona hefð hérna og heitir jólasveinninn St. Nicolas og ég segi satt að ég hlakka til - þar sem þetta er hluti af því að kynnast öðruvísi menningu.  Hérna fæ ég sko ekkert í skóinn, engir 13 jólasveinar.  Bara þessi eini sem ég held að gefi nammi. 

Vous me manquez trop !  J'éspere que je vous manque aussi, et en fait je suis sure.  Bisou Heart

Aucha


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Wùhù, jòlasveinaparty. Hèrna fae èg ekki ì skòinn heldur n`yjan franskan màlshàtt à hverjum degi, thvìlìkur lùxus. Annars er èg ekki ì neinum svona systkina vandamàlum eins og thù thràtt fyrir ad èg eigi 4! en allavega hafdu thad gott.

Gummi (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 17:12

2 Smámynd: Steingrímur Páll Þórðarson

já já hvað á maður að segja. Hafðu það gott bara, settu bara í skóinn hjá þér sjálf. Það er skárra en ekkert ..
kveðja frá svenskum

Steingrímur Páll Þórðarson, 1.12.2006 kl. 17:14

3 identicon

Það er auðvitað enginn fullkominn en þú kemst nú ansi nálægt því vina mín! ;)
Þú getur kannski byrjað skó-hefðina í Frakklandi. Það eiga allir eftir að sjá hvað þetta er skemmtilegt ef þú kynnir þetta fyrir fólki. Svo verðuru fræg og allt -,,Stelpan sem byrjaði skó-hefðina í Frakklandi"!!
En hafðu það nú sem allra best áfram,
ástarkveðja, Lilja :*

Lilja Björk (IP-tala skráð) 1.12.2006 kl. 17:50

4 identicon

hello, veistu Asbjorg, vertu bara su sem thu ert og slappadu af, veistu eg laeti ekki neitt og eg geri ekki neitt, en eg er bara otrulega afslappadur nuna og enginn samkeppni, leyfdu henni bara ad fa synu godu einkanir og hugsadu bara frekar um ad eiga betra felagslif, eg tel thad margfalt verdmaetra en einhverjar einkunir! i alvoru brendu eitthvad, geru eitthvad svakalegt og hlaegdu af tvi, og lattu alla hlaeja med, tad er 10 x skemmtilegra en einhver grafarlegheit!
en veistu thu matt boka thad ad eg sakna thin!

stebbi (IP-tala skráð) 2.12.2006 kl. 10:30

5 identicon

Hæ snúlla, einhvern veginn efast ég ekki um að mömmu þinni og pabba finnist þú vera besta dóttir í heimi, þú þarft ekkert ár í að æfa þig kjáni!!;) heyrðu meðan ég man..mig dreymdi þig í nótt, man samt ekki hvað..man bara að þú varst það fyrsta sem að ég hugsaði um í morgun..haha:) miss jú :*

p.s. flott nýja úlpan;)

Anna Bryndís (IP-tala skráð) 2.12.2006 kl. 17:08

6 identicon

heh.. það er allt í lagi að gera mistök af og til.. líttu bara á mig;) ég ætti nú að vera að læra fyrir lokaprófið í stærðfræði en hvað er ég að gera.... Það er búið að skipuleggja taugaáfall klukkan 5 á morgun.. hlakka mikið til! Þú þarft ekkert að hafa áhyggjur af Paulu, þú ert svo miklu betri;) Ég ætla samt að reyna að læra eitthvað núna... Kossar og knús!

Karitas (IP-tala skráð) 2.12.2006 kl. 22:35

7 identicon

Gud elsku Asbjorg min, tu ert nattla engum lik! í gudanna bænum gerdu tad fyrir mig ad vera ekki ad pirrast a tessum einkunum! ef tu ætlar ad pirrast yfir einvherju pirrastu ta yfir einhverju almennilegu... tad skiptir svo innilega engu mali to hun fái hærri einkunnir en tu, eg held ad tad se nu bara ollum sama nema ter tar sem 8,8 er sko aldeilis FIN einkun og hananu!;) annars er eg bara i chillinu herna i Hvero-city the number 1 party pleis on the Ice! her er nattla allt ad verda vitlaust eins og vanalega og allt ad fara ur bondunum. Klikkadur laugardagur ad hætti Hveragerdis, sit her i tolvunni ad skoda bloggsidur nybuin ad horfa a biomynd med mommu. Jahá tetta er sko ekki mitt draumalaugardagskvold skal eg ter segja eeen svona er tetta ad vera husalaus i storborginni og turfa dusa heima hja mommu sinni. M.a.s. buin ad fa mer vinnu i Ísmynd herna vid hlidina a Bonus. Fyrsti dagurinn i dag og svo fer eg aftur i fyrramalid. Tetta gæti bara ekki verid meira spennandi lif held eg! en svona yfir i annad ta er eg komin a malabraut i Kvenno i januar og hlakka eg ekkert sma mikid til, tetta verdur svaka mega kreisi stud næstu onn serstaklega tar sem eg a eftir ad bua herna i Geysertown og keyra yfir heidina i gjorsamlega bandvitlausu vedri tar sem var banaslis i dag takk fyrir og goda nott:( en eg var nu ad fa herbergi herna og er ad gera tad allt voda fint. Rak Steinþór inn til Arnars svo eg geti verid i fridi. Annars er eg bara voda spennt fyrir jolaballinu sem er eftir tvær vikur og get varla setid a mer! En eg vona ad allt se yndislega frábært hja þer elsku sukkuladi hjupadi hlaupbangsinn minn og eg bid bara ad heilsa Frakklandi og segdu Paulu bara ad ef hun fer ad fá lærri einkunnir skulir tu kenna henni ad hjóla og elda! Elska tig littla mus og fardu vel med tig!!:*:*:*:* TIN Kristjana, aka KJ;)

Kristjana Björk! (IP-tala skráð) 3.12.2006 kl. 01:04

8 identicon

Það er ekki slæmt að vera sú fyrsta sem einhver hugsar um þegar hann vaknar !  En annars þá þakka ég ykkur fyrir góð ráð  Ég ætla að halda áfram að komast eins nálægt því að vera fullkomin eins og ég get.  Hafið það gott á klakanum.  Kveðja frá Frakklandi með fullt af kossum og knúsum. 

Ásbjörg (IP-tala skráð) 4.12.2006 kl. 15:32

9 identicon

hejjj yndislega!

 skoda alltaf siduna tina, langadi bara ad kvitta fyrir mig i tetta sinn og segja ter ad eg er STOLT af ter!

knuz fra danska landinu!

andrea (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband