Einhversstaðar, einhverntímann aftur...

Hver hefði trúað því að ég myndi einhvern tíman aftur búa í Frakklandi á sama heimilinu og með sömu fósturforeldrum ?  Þegar ég fór héðan fyrir rúmlega ári síðan kvaddi ég með það í huga að ég myndi bara koma hingað aftur í stutt frí en ekki til lengri tíma.  Nú eru aðstæður að vísu mjög frábrugðnar því sem áður var, fyrst og fremst ber að nefna það að fjölskyldan mín hefur heldur betur stækkað svo það eru fleiri til að sakna, kærasti og lítill frændi, Paula er ekki hérna í næsta herbergi heldur eins langt í burtu og hún kemst frá mér, þ.e.a.s. í Brasilíu... þessir hlutir hafa vissulega áhrif á líðan mína og tilfinningar.  Á einu plani stend ég hins vegar mun betur að vígi, það er að í þetta skiptið kann ég frönskuna og hef alls ekki miklu gleymt á einu ári.  Já og þess má geta að í þetta skiptið þarf ég ekki að sakna þess að geta spilað á píanóið því ég dröslaðist með rafmagnspíanóið mitt með mér (það var ekkert of auðvelt), það vó um 20 kg auk annarrar  tösku sömu þyngdar með fötunum og handfarangur sem vó um 10 kg, eins gott að vera sterkur!  Þessa dagana hef ég lítið við að hafast, það er allt að komast í gang, skólinn er ekki byrjaður, ég er ekki búin að finna mér vinnu, kaupa mér ræktarkort o.s.frv.  Til dægrastyttingar svona fyrsta daginn ákvað ég að sofa fram að hádegi og svo rauk restin af deginum bara áfram með sinni rigningu, ljúfum píanótónum, lyklaborðstikki, nokkrum flettum blaðsíðum og matseld... Nú er dagur liðinn og kvöldið komið, nóttin hefur lagt sitt af mörkum með því að slökkva á sólinni, tannburstarnir fara þá á stjá og ég held ég skríði bara upp í rúm, spennt fyrir ævintýrum morgundagsins !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ!

Gaman að lesa að allt gengur vel hjá þér! Við hlökkum til að lesa meira :D

Bestu kveðjur

Lilja og allir

Lilja, Ari Páll, Albert, Árni og Ágúst (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 11:07

2 identicon

Hae elsku Asbjorg min.

Takk fyrir commentid, thad var ekkert sma gaman ad fa thad.

Eg er buin ad hugsa mikid til thin, um thad hvernig thu hefur thad i

Frakklandi og fl., ertu komin med piano og song kennara?

Eg hlakka til ad heyra meira fra ther:o)

Bestu kvedjur fra Indlandi, thin vinkona Tinna 

Tinna vinkona (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 07:12

3 identicon

Hae aftur elsku Asbjorg. Va eg trui thvi ad thu ert ordin svaka spennt:o) Ertu i song og piano naminu i sama skolanum? hvernig nam er thetta?

Thu veist ekki hvad eg sakna pianoisins mikid, eg held ad eg eigi ekki eftir ad fara fra thvi thegar eg kem heim aftur. Og veistu eg hef ekki enntha sed piano, bara hljombord, mer finnst thad rosalega skritid. 

Ja thad verdur aedislegt thegar Asi kemur til thin, trui thvi ad thad se rosalega erfitt ad vera i burtu fra honum:os

 Eg er lika fastagestur a sidunni thinni og bid spennt eftir meiru, eins og eg sagdi adan:o)

 Hafdu thad rosalega gott

knus knus**** thin vinkona Tinna 

Tinna (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 09:55

4 identicon

Elsku Ásbjörg! Nú er maður aftur kominn í þessa stöðu.. reglubundin tékk á síðuna hennar Ásbjargar! Ótrúlegt að ár sé liðið frá því síðast.. svo margt er eins og það var en á sama tíma er margt svo ótrúlega breytt! Núna er vika liðin af skólanum og maður er strax farinn að sökkva sér í lærdóm, enda 33% próf þann 26 sept! Ekkert verið að hlífa manni...

Alltaf gaman að lesa bloggin þín og ég hlakka til að heyra meira! 

Kossar og knús!

Karitas (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 12:41

5 Smámynd: G. Reykjalín

Já fínt já sæll!

 Mín bara komin í útlandið..

Á ég eitthvað að vera að reyna þetta eða?  "Qu-est ce que tu faire en Francais? Tu a mangé beacoup de croissants? J'aime le voiture" .. vá ég held að ég sleppi þessu bara.. :)

 Ég skal koma Ása í pössun á meðan þú ert úti.. ;)

 Kv. Gunni 'Svili' (Held ég að sé rétt)

G. Reykjalín, 10.9.2008 kl. 12:07

6 identicon

Góð tilraun Gunni !  Ég óttast ekki að þú finnir ekki verkefni handa Ása í íbúðinni :)  Vona annars að allt gangi vel þar og ég hlakka til að sjá þegar ég kem heim.  Kær kveðja frá Frakklandi

Ásbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband