Föstudagur, 12. september 2008
Tími til að drekkja sér í þönkum
Á einni viku er ég búin að upplifa svo mikið nýtt að mér finnst eins og ég sé þegar búin að vera hérna í heilan mánuð. Við skulum byrja á því að staðfesta ástæðu dvalar minnar hérna fram að jólum. Hún er ekki til að safna mér pening, flýja vini, fjölskyldu eða lífið í Súluhöfðanum. Fyrst og fremst er ég hérna til að líta í kringum mig, hugsa, grafa djúpt í vitund mína og vonandi á endanum kemst ég til botns, þá finn ég jafnvel svarið við þessari alengur spurningu; hvað ætla ég að verða þegar ég verð stór ? Auk þess er ég að undirbúa mig fyrir miðstigspróf í píanóinu og fara í söngtíma til kúbversku söngkonunnar í París, það geri ég til að fá nýjar víddir í þessum efnum og til að læra meira. Píanókennarinn sem ég fann upp á með hjálp söngkennarans er víst einn sá besti á svæðinu og er einnig að kenna í tónlistarháskólanum hérna, ég hef þó enn ekki farið í píanótíma...
Til að afla mér smá aur til að geta keypt mér kaffi og til að borga eitthvað af náminu er ég komin með smá vinnu, einn dag í viku mun ég vera au pair hjá bróður Claudes. Einnig er ég búin að rölta út um allan bæ í leit að vinnu á veitingastað eða kaffihúsi, það reyndist ekkert of auðvelt. Til að byrja með er enginn með email, svo ég gat ekki sent starfserilskrána heldur þurfti ég að fara aðra ferð að dreifa henni út um allan bæ, frakkar eru ekki jafn tölvuvæddir og við á Íslandi... sem kom mér mjög á óvart. Á endanum fékk ég að koma í tvo daga í starfsreynslu á einum flottasta veitingastaðnum í Metz, franskur gastró staður. Þetta voru tveir frábærir dagar, ég var að vinna frá 9-15:30 og svo frá 16- 23:30, varla ein mínúta til að borða, ég hafði ekki einu sinni tíma til að pissa. Allir tóku frábærlega á móti mér og ég lærði alveg heilan helling. Ég var sem aðstoðarkokkur í eldhúsinu og fékk að gera allt, var ekki bara send að skera lauk eða skola salatið. Mér tókst ekki að brenna mig né skera á þessum tveimur dögum, sem betur fer, allt gekk eins og í sögu hvað varðaði frammistöðu mína. Að lokum komst ég að því að eigandinn vildi bara láta mig læra hjá sér og fara svo í kokkaskóla eina viku í senn á tveggja vikna fresti. Ég hélt nú ekki! Launin voru heldur ekki til að tala um fyrir svona mikla vinnu og með þessu áframhaldi væri ég komin á kolranga braut, miðað við mín plön. Ég reyni nú alltaf að vera bjartsýn svo ég fann fullt af björtum hliðum við þetta. Til að byrja með þá hafði ég nóg að gera í tvo daga sem mér finnst alls ekki slæmt, ég lærði fullt af hlutum sem ég kunni ekki, ég fékk að upplifa hvernig það er að vinna á veitingastað og get því lagt þau plön á hilluna, síðast en ekki síst þá eignaðist ég frábæra vinkonu sem er einn af kokkunum þarna.
Nú er ég búin að ákveða að ég ætla að láta mér duga að vinna sem au pair, æfa mig á píanóið, syngja, hlaupa, læra tónfræði, lesa, fara í tónlistarskólann og hitta vini mína. Ég ætla að prufa svona í eitt skipti fyrir öll að hafa ekki allt of mikið fyrir stafni, reyna að láta mér leiðast aðeins. Ég efast ekki um að ég hafi gott af því að vera mikið ein með sjálfri mér, leyfa öllum hugsunum að komast á yfirborðið, slæmum og góðum. Ef ég myndi drekkja mér í vinnu eða hinum ýmsu tómstundum og engan dauðan tíma hafa þá myndi ekki bóla á neinum íhugunum. Það er líka svolítil áskorun að vakna á morgnana án þess að þurfa að mæta á einhvern ákveðinn stað, heldur bara vakna og vera einn heima og finna sér eitthvað að gera. Ég hef lagt það í vana minn að vakna með þeim kl 7 og borða með þeim, það er fínt.
Ég hef allt of mikið af fréttum, ég vona að þið séuð ekki þegar dottin út... þetta fer að klárast. Mig langaði bara til að deila með ykkur að ég er með bíl til umráða, Renault Twingo. Í gær tók ég mig til að þrífa hann og í einu orði sagt þá var hann viðbjóðslegur! Það voru kóngulóarvefir inni í honum og ég held fari ekkert nánar í það því ég held það nægi að segja að hann hefur ekki verið þrifinn í 9 ár. Þetta tók góða 4 tíma.
Næst fáið þið kannski eitthvert afkvæmi hugsana minna þar sem ég mun drekkja mér í þeim næstu dagana. Ég er líka að lesa Veröld Soffíu á frönsku og Birtíng á íslensku, með þeim lestri efast ég ekki um að það kvikni fullt af spurningum um lífið og tilveruna.
Þar til næst þá sendi ég ykkar koss á sitthvora kinnina, á franskan máta.
Athugasemdir
Elsku ástin mín....
Mér langaði að byrja á því að vitna aðeins í bloggið hjá þér:
"....var ekki bara send að skera lauk eða skola salatið."
Þetta er akkúrat það sem ég er sendur í að gera þegar þið eruð að elda í Súluhöfðanum, er það eitthvað verra en hvað annað?:D
Annars skal ég skila þessu knúsi til ömmu frá þér, hún verður glöð og sæl með það....
Ástarkveðjur af klakanum
Ásmundur
Ásmundur (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 08:45
Ég á erfitt með að sjá þig fyrir mér með ekkert að gera Ásbjörg mín. Þú hefur nú samt bara gott af því held ég :) Þetta er samt bara góð reynsla og eins og þú sagðir, nú veistu bara að svona vinna er ekki fyrir þig! En frábært að þú sért með bíl umráða.. auðveldar ýmislegt! Hafðu það gott :) muahh muahh (kossar til baka;))
Karitas (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 17:09
Ég er að sjálfsögðu búin að gera stundaskrá þar sem hver mínúta er frátekin, þetta er bara öðruvísi stundaskrá en vanalega... á þessari er ákveðinn tími þar sem ég æfi mig á píanóið, les, læri tónfræði, syng, fer í ræktina, elda matinn osfrv. Annað kæmi ekki til greina því annars ætti ég erfitt með að koma mér á lappir ef ekkert plan væri fyrir hendi
Ásbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 18:54
æj þú ert svo frábær Ásbjörg mín. Sérð aldrei nein vandamál eða svartar hliðar á hlutunum, allt er tækifæri og reynsla í þínum augum! Þannig á það líka að vera:) Lýst vel á þetta plan þitt, taka það aðeins rólega og njóta þess að vera til. Vona að þú munir njóta þess í botn! Mér finnst svo að þú eigir að taka frá svona klukkutíma í hverri viku til þess að plana ferðalagið okkar ;) Ég og Ási hittumst svo reglulega á Amokka og ræðum málin!
En förum að tala saman bráðlega á skypinu.. Æðislegt að fá smá fréttir af þér, bíð spennt eftir meiru!
Marta Björg (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 21:37
Það er frábær hugmynd! Ef það er einhver sem hefur tíma til þess, þá er það ég. Það er rosalega sniðugt því þá breytir það gefur smá fjölbreytileika í stundaskrána. Ég set það strax inn en það væri fínt ef við ræddum aðeins málin áður en ég plana. Það er að segja við verðum að gera gróft plan áður en allt fer í gang ekki satt ? Hvað er nafnið þitt á skype ? Mitt er asbjorgjons. Knús og kossar
Ásbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 06:33
Sæl Ásbjörg:) Gaman að fylgjast með þér.. það er greinilegt að þú lætur þér ekki leiðast..
Það er rosalega gaman að fylgjast með þér.. keep on the good work;)
P.s. ég las alla ritgerðina;)
Katrín systir Ása (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 11:31
Hæ hæ!
Vonandi er veðrið hjá þér betra en hjá okkur! Strákarnir eru voða svekktir að þú skulir ekki lengur koma til okkar, voru greinilega ekki alveg að fatta það síðasta daginn að þú kæmir ekki í langan tíma!
Gott að heyra að allt gengur vel og þú hefur nóg fyrir stafni, bæði tíma til að efla andann og hugann og almennt að blómstra á allan hátt!
Við lesum alltaf bloggið og bíðum spennt eftir næstu færslu,
kossar og knús
Lilja, Ari Páll, Albert, Árni og Ágúst.
Lilja, Ari Páll, Albert, Árni og Ágúst (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 13:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.