Fimmtudagur, 18. september 2008
Allir vegir færir ?
Þetta er svo skrýtin tilfinning. Þessi tilfinning sem lætur fiðrildin fljúga um í maganum sem lyftir manni örlítið frá jörðinni, lætur blóðið streyma hraðar, hjartað slá örar, lætur einkum góðar hugsanir seytla upp í hugann, gerir tilveruna mun bærilegri en aðra daga og hjá flestum sú tilfinnig sem lyftir munnvikunum upp að eyrum. Þessi tilfinning er víst eitthvað sem maður kallar í daglegu tali gleði eða hamingja. Oftar en ekki hefur þessi tilfinning eitthvað með umhverfið að gera, fólkið sem maður umgengst, óvenjulega eða sjaldgjæfa atburði og svo framvegis. Það skrýtna er að ekkert að þessu hefur með mína líðan að gera, mér er búið að líða nákvæmlega svona síðustu daga en ég er búin að vera mest ein með sjálfri mér... þess vegna finnst mér þetta svo furðulegt. Hvað gerir það að verkum að einn daginn vakna ég bara með bros á vör án þess að nokkuð kveiki eða laði fram þetta bros. Það eru þessir óskiljanlegu vegir sálarinnar, þetta er svo djúpt að ég næ aldrei að komast til bonts í þessu. Ég ætla ekki að vera neitt að kvarta eða ergja mig á þessu, langaði bara til að deila þessu með ykkur.
Það var annað sem kom mér skemmtilega á óvart síðustu daga, það varðar móðurmálið og tilfinningar. Þannig er mál með vexti að Claude (heimilisfaðirinn) er mjög annt um það að ég komist að því hvað mig langi til að gera í framtíðinni. Hann er búinn að bjóðast til að hjálpa mér að vinna að þessu stóra verkefni með því að hitta mig einu sinni í viku, spyrja mig spurninga, láta mig lesa texta og finna það sem snertir mig í þeim. Það mætti líkja þessu við veiðar, það er að segja ég veiði það sem mér finnst áhugavert, það sem hreyfir við mér í textunum/bókunum. Á endanum mun ég sjá að það er alltaf sami fiskurinn sem bítur á hjá mér... Þessir textar og bækur eru að sjálfsögðu á frönsku og eins og við mátti búast þá er ég búin að stilla á frönskuna í huganum. Ég hugsa allt á frönsku, það er að segja ég þýði ekki um leið og ég les. Þegar ég þurfti svo að fara að reyna að finna í textunum það sem hreyfði við mér eða vakti athygli mína þá virkaði það ekki. Ég skil frönskuna bara í huganum en ekki með tilfinningunni, það er að segja þetta eru bara orð og setningar, það kveikir ekki á neinum tilfinningum hjá mér. Þetta olli mér miklum vangaveltingum því ég skildi öll orðin sem skrifuð voru en... allt kom fyrir ekki. Að lokum prufaði ég að lesa einn textann aftur og í þetta skipti með því að hugsa allt á íslensku um leið og búmm þá kviknaði allt! Það er samt miklu erfiðara, meira þreytandi... Það er eins og tilfinningarnar tali bara móðurmálinu, allavega hjá mér.
Ég held ég sé virkilega í góðum höndum, því ég er á góðri leið með að finna veginn... það er víst einhver sem er að leiða mig um í huga mínum. Ég hef strax fengið svar við fullt af spurningum og nú þegar eru sumir vegir ekki lengur áhugaverðir, það eru samt ennþá allir vegir færir. Þeim fækkar næstum með degi hverjum svo það verður alltaf auðveldara og auðveldara að rata. Talandi um að rata þá á ég mjög erfitt með að rata hérna um á bíl, það er allt annað en í strætó, lest eða gangandi. Mér skilst að eftir óveðrið mikla heima séu ekki allir vegir færir eins og er... Annars er farið að kólna mjög hérna og öllu líkast að veturinn sé að ganga í garð, sem er ekki mjög eðlilegt fyrir þennan tíma árs hérna.
Það var annað sem kom mér skemmtilega á óvart síðustu daga, það varðar móðurmálið og tilfinningar. Þannig er mál með vexti að Claude (heimilisfaðirinn) er mjög annt um það að ég komist að því hvað mig langi til að gera í framtíðinni. Hann er búinn að bjóðast til að hjálpa mér að vinna að þessu stóra verkefni með því að hitta mig einu sinni í viku, spyrja mig spurninga, láta mig lesa texta og finna það sem snertir mig í þeim. Það mætti líkja þessu við veiðar, það er að segja ég veiði það sem mér finnst áhugavert, það sem hreyfir við mér í textunum/bókunum. Á endanum mun ég sjá að það er alltaf sami fiskurinn sem bítur á hjá mér... Þessir textar og bækur eru að sjálfsögðu á frönsku og eins og við mátti búast þá er ég búin að stilla á frönskuna í huganum. Ég hugsa allt á frönsku, það er að segja ég þýði ekki um leið og ég les. Þegar ég þurfti svo að fara að reyna að finna í textunum það sem hreyfði við mér eða vakti athygli mína þá virkaði það ekki. Ég skil frönskuna bara í huganum en ekki með tilfinningunni, það er að segja þetta eru bara orð og setningar, það kveikir ekki á neinum tilfinningum hjá mér. Þetta olli mér miklum vangaveltingum því ég skildi öll orðin sem skrifuð voru en... allt kom fyrir ekki. Að lokum prufaði ég að lesa einn textann aftur og í þetta skipti með því að hugsa allt á íslensku um leið og búmm þá kviknaði allt! Það er samt miklu erfiðara, meira þreytandi... Það er eins og tilfinningarnar tali bara móðurmálinu, allavega hjá mér.
Ég held ég sé virkilega í góðum höndum, því ég er á góðri leið með að finna veginn... það er víst einhver sem er að leiða mig um í huga mínum. Ég hef strax fengið svar við fullt af spurningum og nú þegar eru sumir vegir ekki lengur áhugaverðir, það eru samt ennþá allir vegir færir. Þeim fækkar næstum með degi hverjum svo það verður alltaf auðveldara og auðveldara að rata. Talandi um að rata þá á ég mjög erfitt með að rata hérna um á bíl, það er allt annað en í strætó, lest eða gangandi. Mér skilst að eftir óveðrið mikla heima séu ekki allir vegir færir eins og er... Annars er farið að kólna mjög hérna og öllu líkast að veturinn sé að ganga í garð, sem er ekki mjög eðlilegt fyrir þennan tíma árs hérna.
Athugasemdir
Æðislegt blogg hjá þér, eins og venjulega :) Ég elska þá daga sem maður vaknar með bros á vör.. vildi að allir daga byrjuðu svoleiðis. Frábært að þú fáir svona mikinn stuðning þarna og þetta mun án efa hjálpa þér að finna hverju þú hefur áhuga á. Ótrúlega áhugavert sem þú segir.. að tilfinningarnar tali móðurmálinu. Veðrið hér er búið að vera einstaklega leiðinlegt síðustu daga, mikill vindur og rigning - ekki gaman! Veturinn er sko greinilega að koma! Kossar og knús :o)
Karitas (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 14:32
Veðrið er ennþá ógeð.. það er nánast búið að vera stanslaus rigning, tjahh, allavega frá því að ég commentaði síðast! má ég ekki bara koma til þín?? hahah :) Hafðu það gott!
Karitas (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 20:51
Ja.. ég slepp við rigninguna en það er ekkert rosalega hlýtt hérna samt sem áður ! Það munar reyndar ansi miklu að sleppa við rigningu og rok, það er líka alveg ekta íslenskt veður. Svo hefur veðrið alveg ofboðslega mikið að segja um skapið hjá manni, ertu ekki samt glöð og í góðu skapi þó það rigni ? Hafðu það allavega ótrúlega gott! Knús
Ásbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 06:05
Djúpur og skemmtilegur texti..
Mér finnst það skýna í gegn í þessari færslu að það sé einhver gullinn, íslenskur meðalvegur þarna hjá þér. Táknrænt að þú þurfir að lesa heimsmannatextana með íslensku hugarfari til að ná fram tilfinningalegu gildi þeirra. En það er auðvitað alltaf jafn mikilvægt að skilja að "Allir vegir færir" er jafn sönn fullyrðing og hún er stundum langt frá sannleikanum. Eins og þegar þú reynir að keyra framhjá hindrunum "'óveðursins" á bílnum þá ertu alltaf með sama áfangastaðinn í huga. maður endar óneitanlega alltaf einhversstaðar. Leiðin sem þú ferð ræðst ekki bara af umhverfinu heldur líka því sem þú sjálf ákveður að takast á við. Það ert alltaf þú sem ert við stýrið þó svo að þú sækir þér hjálp frá leisögumanninum.. :)
En svona á léttari nótum þá ég búinn að vera að drekkja Ása í verkefnum í íbúðinni. Við vorum báðir svo utan við okkur um daginn að við söguðum sama gólflistann fjórum sinnum vitlaust áður en okkur tókst loks að ná honum réttum.. :)
Kv. Svilinn
G. Reykjalín, 22.9.2008 kl. 10:24
hahah já maður....það var svakalega erfiður listi, ég hélt samt að við værum búnir að sverja eið um að vera ekki að blaðra þessu:D
Þurfum heldur ekkert að ræða allar ferðirnar sem ég fór upp og niður stigann með kassana á laugardagin, svaka trimm í gangi sem gerir manni bara gott:D
Kveðjur úr norðri,
Ásmundur
Ásmundur (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 21:20
Ég vil trúa því að ég sé góður bílstjóri þrátt fyrir að vera kona, ég get meira að segja bakkað (þarf alltaf að bakka í stæðið hérna "heima"). Það er hins vegar ekki alveg af sömu könnunni að vera bílstjóri í umferðinni og í lífinu. Ég hef trú á mér á báðum stöðum, held það sé einmitt það sem þarf í flest verkefni sem manni eru falin: trú á sjálfum sér :) Maður þarf ekki að spyrja sig spurninga eins og hvar endar maður ? Einhvers staðar hlýtur maður jú að enda.
Ég vissi ekki að þú gætir verið jafn utan við þig og Ási :P Þrátt fyrir það skilst mér að allt hafi gengið vel og þið hafið flutt inn á laugardaginn, ég er búin að sjá nokkrar myndir úr eldhúsinu og mér líst rosa vel á þetta.
Annars bið ég bara kærlega að heilsa öllum!
Ásbjörg (IP-tala skráð) 23.9.2008 kl. 06:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.