Mánudagur, 29. september 2008
Ferðalagið heldur áfram
Leiðangurinn heldur áfram eftir þröngum og bröttum stígum, inn á milli koma hindranir og enn annars staðar breikkar stígurinn og virðist auðveldur að ráða við. Hindranirnar eru þarna til þess að gera okkur allt sem á eftir kemur mun auðveldar en annars, svo á endanum þegar maður telur sig hafa upplifað það erfiðasta, þá loksins telur maður sig færan í allan sjó. Á vegi mínum hafa ekki komið neinar hindranir sem hafa dregið úr gleði minni eða löngun til að halda áfram. Vikan sem var að klárast var bara heldur betur fullbókuð svo ég hef ekki haft tíma eða gefið mér tíma til að flytja ykkur fréttir um lífið hérna í Metz. Það er víst tími til að gera allt sem hugurinn girnist, það á bara allt sinn tíma í lífinu, við gerum ekki allt á sama tíma. Þegar ég var lítil þá dundaði ég mér ansi oft við það að tína fallega steina og safna þeim saman í kassa og poka. Ég hef aldrei gert neitt við þessa steina, ég veit ekki hvar þeir enduðu en líklega einhvers staðar ásamt öllu dótinu og draslinu sem ég var vön að safna. Núna hef ég endurtekið þessa athöfn á annan hátt, ég safna steinum (upplýsingum, atvikum, upplifunum, minningum) allt um kring og vel svo fallegu steinana úr en hendi hinum í burtu. Það er svo skrýtið að þegar ég hef svona mikinn tíma til að íhuga og pæla í hlutunum þá rifjast upp fyrir mér ýmis konar atburðir frá því ég var lítil eða yngri sem voru áður algjörlega þurrkaðir úr minni mínu. Ég framkvæmi sömu athöfnina í huga mínum, það mætti jafnvel segja að ég sé að taka aðeins til í hausnum á mér, setja til hliðar það sem ég vil geyma og henda í burtu því sem er ónýtanlegt eða vekur upp slæmar tilfinningar. Þetta er svolítið eins og að læra undir próf, maður getur ekki munað allt, maður verður að taka aðalatriðin og leggja þau vel á minnið, setja þau til hliðar. Stundum leggur maður eitthvað á minnið sem er algjörlega óþarft að muna og stelur því plássinu frá mikilvægu hlutunum.
Annars svona til að fræða ykkur um umhverfið hérna og hluti sem tengjast ekki huga mínum á einhvern hátt. Um helgina fékk ég heimsókn frá nokkrum sýklum og er því ekkert allt of hress líkamlega og sef ekki vel á nóttinni, fyrir þá sem þekkja mig þá ættu þeir að vita að það þarf heldur mikið til þess að ég sofi illa. Ég ræðst á þessa sýkla eins og hverja aðra neikvæða hlið í lífinu, með ýmsum ráðum að vopni, te, hálstöflur, hómópata pillur undir tunguna, verkjatöflur o.s.frv. Þeir ættu því brátt að víkja og láta líkama minn eins og sál vera hressan.
Hér er ekta haustveður, kalt á morgnana, sól á daginn en einnig kalt, laufin eru farin að roðna og falla hvert af öðru til jarðar. Við sleppum hins vegar alveg við rigningu og rok svo ég kvarta ekki. Helgin var heldur betur eftirminnileg, ég fór í 3 klst mótorhjólatúr með bróður mínum, dansaði svo með trjánum eins og þeir kalla það hérna, það er að segja ég fór í svona ævintýragarð þar sem maður klifrar í trjánum með svona belti og keðju eins og þegar maður klifrar. Einnig átti ég mjög góða máltíð, ekta franska á veitingastaðnum sem ég vann á, sú máltíð entist heilt kvöld yfir ljúfum tónum kúbverska söngkennarans sem spilaði life tónlist þetta kvöld. Ég held nú af stað inn í nýja og ferska viku með fullt af farangri, það er að segja fullbókaða en rólega samt sem áður. Þetta er yndislegt líf!
Annars svona til að fræða ykkur um umhverfið hérna og hluti sem tengjast ekki huga mínum á einhvern hátt. Um helgina fékk ég heimsókn frá nokkrum sýklum og er því ekkert allt of hress líkamlega og sef ekki vel á nóttinni, fyrir þá sem þekkja mig þá ættu þeir að vita að það þarf heldur mikið til þess að ég sofi illa. Ég ræðst á þessa sýkla eins og hverja aðra neikvæða hlið í lífinu, með ýmsum ráðum að vopni, te, hálstöflur, hómópata pillur undir tunguna, verkjatöflur o.s.frv. Þeir ættu því brátt að víkja og láta líkama minn eins og sál vera hressan.
Hér er ekta haustveður, kalt á morgnana, sól á daginn en einnig kalt, laufin eru farin að roðna og falla hvert af öðru til jarðar. Við sleppum hins vegar alveg við rigningu og rok svo ég kvarta ekki. Helgin var heldur betur eftirminnileg, ég fór í 3 klst mótorhjólatúr með bróður mínum, dansaði svo með trjánum eins og þeir kalla það hérna, það er að segja ég fór í svona ævintýragarð þar sem maður klifrar í trjánum með svona belti og keðju eins og þegar maður klifrar. Einnig átti ég mjög góða máltíð, ekta franska á veitingastaðnum sem ég vann á, sú máltíð entist heilt kvöld yfir ljúfum tónum kúbverska söngkennarans sem spilaði life tónlist þetta kvöld. Ég held nú af stað inn í nýja og ferska viku með fullt af farangri, það er að segja fullbókaða en rólega samt sem áður. Þetta er yndislegt líf!
Athugasemdir
Æjh hvað þú virðist hafa það gott! Fyrir utan veikindin að sjálfsögðu. Ég held að ég geri of mikið af því að geyma einskis nýtar upplýsingar (og hluti). Ég þyrfti að komast í það að hreinsa út svo það væri nú kannski aðeins meira pláss fyrir námsefnið.. Láttu þér batna! :o)
Karitas (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 13:07
Elsku Asbjorg
Thad er rosalega gaman ad lesa bloggid thitt og gaman ad heyra hvad allt gengur vel hja ther:o)
Fyndid ad kokkurinn vildi thig i kokkskola, hahaha, einmitt ekki alveg planid
Haltu afram ad hafa svona gaman og lata allt ganga svona vel:o)
Koss og knus fra Indlandi, Thin vinkona Tinna
Tinna (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 15:07
ég gæfi mikið fyrir að fá að gera það sem þú ert að gera þessar vikurnar.. fyrir utan það að fá að sleppa við veðrið sem er ekki búið að vera það skemmtilegasta hérna á Íslandi, en virðist þó vera að skána, þá held ég að það væri hressandi að sleppa út frá Reykjavík og Stokkseyri og gera nýtt eins og þú virðist vera að gera nánast hvern dag :)
Jens (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 12:54
Alltaf jafn gaman að lesa pælingarnar þínar, fær mann til að hugsa...
Fór einmitt að spá aðeins í þessum minningum sem við geymum öll. Ég held að fólk geri aðeins of mikið af því að henda út úr hausnum á sér, heldur að það sé bara mikilvægt að muna stóru hlutina eins og skírnir, fermingar, útskriftir og giftingar...og að sjálfsögðu að eiga nóg af myndum frá atburðunum! En það eru einmitt litlu "ómerkilegu" stundirnar sem virðast við fyrstu sýn ekki skipta neinu máli sem eru svo yndislega merkilegar og gaman að rifja upp. En jæja...fékkstu smsið frá mér um daginn? Hélt kannski að ég væri með vitlaust númer. Verðum að fara hittast á Skype, endilega láttu mig vita hvenær þú ert laus og við getum bókað tíma!
Marta Björg (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 19:59
Jæja þá er ég orðin hress :) Ahh hvað það er gott ! En nei ég fékk ekki sms frá þér um daginn, það getur verið að þú sért með gamla númerið mitt. Ég þurfti að fá mér nýtt númer af því það var einhver annar kominn með gamla númerið mitt því það var svo lengi ónotað. En ég skal senda þér sms með nýja númerinu. Annars þá er ég laus í kvöld, hvað segiru um 6 í kvöld á íslenskum tíma, eða 8... eins og þú vilt :) Ég hlakka til að heyra í þér! En já þetta er nefnilega merkilegt með þessar minningar, þessi litlu hlutir geta nefnilega oft snert meira einhverjar tilfinningataugar sem gerir það að verkum að við munum þá.. Annars bið ég bara kærlega að heilsa öllum heima ásamt knúsum og kossum til þeirra sem það tilheyrir.
Ásbjörg (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 06:18
Jæja.....6 dagar í að ég komi!!!!
Ég get bara ekki beðið sko, það er bara þannig:D
Ásmundur (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.