Þriðjudagur, 21. október 2008
Nóg af spurningum en eitthvað minna af svörum
Það er farið að kólna í veðri, himnarnir búa okkur undir rigningu með sínum gráa lit og af og til er eins og hellt sé úr fötu, þá verður himininn aðeins minna grár. Þetta veðurfar veldur því að maður sér ekki mikið annað en svartar regnhlífar og öfug bros. Það gerir ekkert til því ég á hvorugt, ég hjóla bara um með hjálminn minn í appelsínugulu úlpunni sem veldur því að ég er frekar áberandi meðal allra regnhlífanna. Núna sit ég enn og aftur á krúttlega kaffihúsinu mínu með afskaplega góðan espresso bolla sem yljar mér um hjartarætur í þessu haustveðri, hér er ekki sála svo í dag á ég ekki von á mörgum brosum. Þau voru líklegast bara neyðarúrræði síðustu viku þar sem allt var á leið norður og niður. Nú þarf ég ekki lengur á neyðarúrræðum að halda, það er nóg framundan. Ég er nú þegar búin að fá að vita hvenær tónleikarnir verða þar sem ég mun flytja allt prógrammið mitt auk þess að syngja örfá jólalög. Tónleikarnir verða semsagt þann 4.desember og að þeim loknum er ég tilbúin að koma heim. Ég ákvað að vera ekkert að draga þetta svo ég flýg frá Frankfurt daginn eftir, fann flug á mjög góðu verði svo ég var afskaplega ánægð með það. Ég finn ákveðið öryggi í því að vera þegar búin að bóka þetta og vita nákvæmlega hvenær ég kem heim, núna er miklu auðveldara að horfa fram á við. Dvölin er líka farin að síga á annan endann sem hvetur mann bara ennþá meira til að vera duglegur og nýta tímann vel.
Ýmis atvik hafa sett spurningamerki upp í huga mínum ? Það olli eftirfarandi hugleiðingum: Þegar maður var lítill lærði maður heilmikið á því að herma eftir þeim sem eldri voru og maður sóttist alltaf eftir því að gleðja eða þóknast öðrum. Síðast en ekki síst sóttist maður eftir því að vera viðurkenndur, fá hrós fyrir það sem maður gerði vel. Svo líður tíminn, við hættum að herma og sækjumst eftir að vera við sjálf en ekki spegilmynd einhvers sem við lítum upp til. Ég velti því fyrir mér hvort við séum samt ekki öll áfram í því fari að vilja fá hrós fyrir það sem við gerum, við sækjumst eftir því að vera viðurkennd, finna að við skiptum máli. Þó svo ég fari mínar eigin leiðir, geri það sem mig langar til og pæli oftast ekki mikið í því hvað öðrum finnst um það þá hef ég samt tilhneigingu til að gera ýmsa hluti einungis til að þóknast einhverjum, gleðja einhvern, stundum líka bara til að tekið sé eftir mér og til þess að fá hrós. Ég myndi ekki ákveða að verða verkfræðingur til að þóknast pabba mínum eða félagsráðgjafi til að gleðja mömmu mína. Síður en svo, ég ætla að gera það sem mig langar til að gera og ég veit líka að það mun gleðja þau bæði mest. Ég er samt sem áður alveg vís til þess að fara í spinning og gjörsamlega fara út fyrir öll takmörk, fara yfir línuna bara til þess að kennarinn hrósi mér. Þetta á annars við margt sem ég geri og getur orðið ansi flókið því til að halda áfram að fá hrós þá þarf ég að gera betur heldur en síðast. Til viðbótar kemur að ég á erfitt með að taka gangrýni og forðast því eins og heitan eldinn að gera mistök eða gera ekki vel. Ég á erfitt með að átta mig á því hvort þetta sé vegna þess að svona er minn persónuleiki og mun alltaf verða eða hvort þetta séu "leifar" barnslegrar hegðunar, það er að þóknast einhverjum eða fá viðurkenningu. Enn og aftur koma upp spurningar: Á maður að taka þátt í keppni til að vinna hana eða bara til að vera með ? Á maður ekki alltaf að gera að minnsta kosti sitt besta ? Kannski er þetta bara hluti af mér sem enn er óþroskaður þrátt fyrir að maður telji sig vera orðinn fullorðinn og búinn að þroskast á öllum sviðum. Það er líka nokkuð ljóst að það er ekkert grín að þroskast og stækka, maður þjáist á báðum leiðum af "vaxtaverkjum". Vaxtaverkir þess að þroskast í huga og hjarta eru faldir í togstreitu þess gamla og nýja, við viljum ekkert verða "stór", við viljum bara halda áfram að vera barn. Þetta er eins og að missa tönn, barnatönnin þarf að fara til að fullorðinstönnin hafi pláss. Barnatönnin dettur, það er ekkert voðalega þægilegt, stundum þarf að juðast í henni þar til hún loksins er tilbúin að fara. Þá setjum við hana undir koddann og tannálfurinn kemur okkur á óvart, við setjum barnslegu hegðunina reyndar ekki undir koddann en hún fer allavega burt, þá er pláss fyrir fullorðinshegðunina. Stundum gerist það svo að fullorðinstönnin kemur áður en barnatönnin er farin og þá berjast þær um plássið og það er líklegast ekkert svo þægilegt heldur. Þá er fyrirlestri mínum um persónuleika minn (tanngarðinn) lokið og ég vona þið hafið notið vel. Takk fyrir.
Ýmis atvik hafa sett spurningamerki upp í huga mínum ? Það olli eftirfarandi hugleiðingum: Þegar maður var lítill lærði maður heilmikið á því að herma eftir þeim sem eldri voru og maður sóttist alltaf eftir því að gleðja eða þóknast öðrum. Síðast en ekki síst sóttist maður eftir því að vera viðurkenndur, fá hrós fyrir það sem maður gerði vel. Svo líður tíminn, við hættum að herma og sækjumst eftir að vera við sjálf en ekki spegilmynd einhvers sem við lítum upp til. Ég velti því fyrir mér hvort við séum samt ekki öll áfram í því fari að vilja fá hrós fyrir það sem við gerum, við sækjumst eftir því að vera viðurkennd, finna að við skiptum máli. Þó svo ég fari mínar eigin leiðir, geri það sem mig langar til og pæli oftast ekki mikið í því hvað öðrum finnst um það þá hef ég samt tilhneigingu til að gera ýmsa hluti einungis til að þóknast einhverjum, gleðja einhvern, stundum líka bara til að tekið sé eftir mér og til þess að fá hrós. Ég myndi ekki ákveða að verða verkfræðingur til að þóknast pabba mínum eða félagsráðgjafi til að gleðja mömmu mína. Síður en svo, ég ætla að gera það sem mig langar til að gera og ég veit líka að það mun gleðja þau bæði mest. Ég er samt sem áður alveg vís til þess að fara í spinning og gjörsamlega fara út fyrir öll takmörk, fara yfir línuna bara til þess að kennarinn hrósi mér. Þetta á annars við margt sem ég geri og getur orðið ansi flókið því til að halda áfram að fá hrós þá þarf ég að gera betur heldur en síðast. Til viðbótar kemur að ég á erfitt með að taka gangrýni og forðast því eins og heitan eldinn að gera mistök eða gera ekki vel. Ég á erfitt með að átta mig á því hvort þetta sé vegna þess að svona er minn persónuleiki og mun alltaf verða eða hvort þetta séu "leifar" barnslegrar hegðunar, það er að þóknast einhverjum eða fá viðurkenningu. Enn og aftur koma upp spurningar: Á maður að taka þátt í keppni til að vinna hana eða bara til að vera með ? Á maður ekki alltaf að gera að minnsta kosti sitt besta ? Kannski er þetta bara hluti af mér sem enn er óþroskaður þrátt fyrir að maður telji sig vera orðinn fullorðinn og búinn að þroskast á öllum sviðum. Það er líka nokkuð ljóst að það er ekkert grín að þroskast og stækka, maður þjáist á báðum leiðum af "vaxtaverkjum". Vaxtaverkir þess að þroskast í huga og hjarta eru faldir í togstreitu þess gamla og nýja, við viljum ekkert verða "stór", við viljum bara halda áfram að vera barn. Þetta er eins og að missa tönn, barnatönnin þarf að fara til að fullorðinstönnin hafi pláss. Barnatönnin dettur, það er ekkert voðalega þægilegt, stundum þarf að juðast í henni þar til hún loksins er tilbúin að fara. Þá setjum við hana undir koddann og tannálfurinn kemur okkur á óvart, við setjum barnslegu hegðunina reyndar ekki undir koddann en hún fer allavega burt, þá er pláss fyrir fullorðinshegðunina. Stundum gerist það svo að fullorðinstönnin kemur áður en barnatönnin er farin og þá berjast þær um plássið og það er líklegast ekkert svo þægilegt heldur. Þá er fyrirlestri mínum um persónuleika minn (tanngarðinn) lokið og ég vona þið hafið notið vel. Takk fyrir.
Athugasemdir
Þetta eru alltaf jafn fáránlega góðir textar hjá þér.
Í sambandi við keppnir sem þú nefndir áðan að þá vill ég helst alltaf vinna, eins og þú hefur kanski komist að í gegnum teningaspilið okkar og fleiri leiki. Þó held ég samt að best sé að blanda öllum þessum eiginleikum saman. Hæfilega mikið af þeim öllum....
Ásmundur (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 22:55
Já það er víst alltaf þessi gullni meðalvegur, hófsemi og hvað þetta allt saman heitir!
Ásbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 06:40
Það er okkur eðlislægt að vilja sýna okkur og sanna, fá hrós og viðurkenningu frá öðrum. Ég er þannig.. mjög mikið. En svo er ég líka mikið í því að þóknast öðrum.. svona er lífið! Gullni meðalvegurinn er án efa bestur, en hvernig veit maður hvenær honum er náð? Frábært að þú skulir koma heim svona snemma :) Við þurfum svo að plana afmæli! Er það ekki annars ennþá málið? :)
Karitas (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 19:19
Hae elsku Asbjorg
Somuleidis, rosa gaman ad skoda bloggin thin og fa ad vita hvad thu ert ad bardusa i Frakklandi. Hljomar allt svo skemmtilegt.
Gaman ad thu sert ad fara ad halda tonleika:o) eru their i sambandi vid stigsprof? Eru thetta piano eda song tonleikar?
Haltu afram ad njota thin i botn...
... og hay,,,, ,thad er rosa gaman ad skoda myndirnar thinar a myspace-inu....
Knus og koss fra Kina
Thin vinkona Tinna
Tinna Palma (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 11:22
Afmæli mun að sjálfsögðu eiga sér stað !
En annars þá eru þetta aðallega píanótónleikar en ég ætla líka að nota tækifærið og syngja á þeim... og syngja og spila líka :P Slá bara nokkrar flugur í einu höggi. En já þetta er semsagt prógrammið mitt á stisprófinu sem ég mun flytja :)
Ásbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 11:49
Hæhæhæh elskan... :***ég get ekki beðið eftir að fá þig heim...
ást :**
Anna Sigríður Pálsdóttir (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 19:02
heyrðu, 5. des..Það er bara bráðum. Þú verður að nýta tíman vel litla mín, því að hann á eftir að fljúga í burtu !
- Bloggin þín eru gullmolar, hver öðrum betri. Það er svo fyndið að þegar ég les þau þá finnst mér þú alls ekki vera alveg hinum megin við hafið..frekar í stólnum hérna við hliðina á að deila með mér þessum hugsunum. Svo vel nærðu að koma þessu frá þér.
Hlakka til að sjá þig, eftir rúmlega mánuð ;)
Anna Bryndís (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 09:19
Ég ætla ekki að vera með neina heimtufrekju, en mér finnst vera kominn tími á nýtt blogg:´)
Bíð spenntur eins og eflaust fleiri....
Ásmundur (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 09:07
eins og ég! :) xx
Karitas (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.