Óskasteinar

Óskasteinar

 

"Fann ég á fjalli fallega steina.

Faldi þá alla, vildi þeim leyna.

Huldi þar í hellisskúta

heillasteina,

Alla mína unaðslegu óskasteina."

 

Einhverra hluta vegna kom þetta lag upp í hendurnar á mér síðustu daga.  Ég man að ég söng þetta þegar ég var lítil og var þetta eitt af mínum uppáhalds lögum.  Ég fékk svo staðfestingu á því og mamma sagði: "Já þegar þú varst ekki nema þriggja ára þá söngstu þetta lag daginn út og daginn inn".  Kannski langaði mig til að vera sá sem týndi þessa steina, sá draumur rættist! Ég gerðist steinasafnari - það var starfsheiti mitt á mínum yngri árum.  Þessa vikuna hefur eitthvað atvik, umræðuefni og/eða minning komið upp á hverjum degi sem tengist steinum á einn eða annan hátt.  Fyrir manneskju sem ekki trúir á tilviljanir er þetta aðalumhugsunarefni, jafnvel áhyggjuefni.  Hvað er verið að reyna að segja mér, benda mér á ?  Ég pæli fram og til baka, hvað getur steinn táknað ?  Ég reyni svo að svara sjálfri mér með því að segja að það þýði ekkert að leita of mikið því þá finnur maður ekki neitt.  Ég verð bara að halda áfram að ganga og það hlýtur einn eða annan daginn að verða á vegi mínum, það getur verið eftir 10 ár en ef heppnin er með mér þá rekst ég á það á morgun.  Ég er að sjálfsögðu búin að túlka þetta á ýmsa vegu en ég vil meina að þar sé ímyndunaraflið að ráða ferðinni.  Ein túlkunin var á þennan veginn:  Ég er víst stödd hérna meðal annars til að komast að því sem ég ætla að gera í framhaldinu.  Ég er ekki búin að taka ákvörðun um það ennþá og veit ekki hvort ég verði búin að því þegar ég kem heim.  Þá finnst mér eins og þessi steinasaga sé að minna mig á að ég er bara hérna til að safna að mér steinum.  Þegar heim verður komið get ég svo valið þann besta úr.  Með öðrum orðum er ég að sanka að mér upplýsingum og kemst eflaust að einhverjum hlutum, loka jafnvel fyrir einhverjar leiðir en ég vel ekki og vinn ekki úr þessum upplýsingum fyrr en ég kem heim.  Tíminn leiðir víst allt í ljós. 

Þessa vikuna og þá næstu er frí í tónlistarskólanum og Claire er líka í fríi.  Stundaskráin mín hefur því verið örlítið frábrugðin því sem vanalegt er.  Ég er m.a. búin að gera sultu með Claire, kaupa gleraugu þar sem hún týndi sínum í íslenskri jökulá og svo skelltum við okkur til Þýskalands yfir helgina.  Ég var ofboðslega heppin og fékk hvorki meira né minna en lyklana af tónlistarskólanum mínum meðan á vetrarfríinu stendur.  Ég get því farið og spilað þar á rosalega góð píanó hvenær sem er, þvílíkt lúxuslíf!  Mér finnst nefnilega voðalega gott að skipta um umhverfi svona af og til, því ef ég er heima allan daginn, hvað þá í sama herberginu þá finnst mér eins og ég hafi ekki gert neitt yfir daginn.  Dagarnir mínir líða því á ógnarhraða með píanótónum, ljúfum söngtónum, lestri, púli og svefni.  Hér er komin mandarínutíð og jólabæklingaflóð svo ég get ekki komist hjá því að fara að hlakka til heimkomu og jólanna.

Lítil saga til að deila með ykkur svona undir lokin.  Ég komst að því í gær að ég er orðinn algjör frakki í mér.  Ég var að hjóla heim úr tónlistarskólanum og ákvað þegar ég stoppaði á ljósum að snýta mér í staðinn fyrir að sjúga upp í nefið.  Mér fannst þetta svolítið skondið atvik því ég er alveg viss um að heima hefði ég ekki hugsað mig tvisvar um áður en ég einfaldlega sýg upp í nefið.  Núna hugsa ég mig tvisvar um og ákveð að snýta mér frekar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ, vildi bara láta þig vita að ég er að skoða bloggið og fylgjast með þér. :) Það er alveg hreint frábært að lesa þessi blogg þín, þú ert svo mikill penni ... kannski er það besti steinninn sem þú tekur með þér heim úr þessari lífsreynslu?? Ég hefði allavega mjög gaman af því að lesa e-ð eftir þig :D

Sjáumst svo fljótlega!!

Klara M.

Klara M (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 15:10

2 identicon

Sáttur með þessa sögu þarna í lokin, ég saug alltaf upp í nefið þegar ég var þarna...tók ekki einu sinni eftir því sjálfur :)

Í sambandi við þessa jóla-og mandarínutíð að þá má það fylgja sögunni að það var búið að hengja upp jólaskrautið á ljósastaurana í bænum þegar ég var þarna í byrjun október. Voru reyndar ekki með kveikt á þeim sem betur fer, en það er greinilega allt klárta þarna í Frakklandi:P

Ásmundur (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 15:36

3 identicon

Vá og mér sem fannst jólageðveikin byrja allt of snemma hérna! Verð nú samt að viðurkenna að það er orðið voða jólalegt hérna á frónni með allan þennan snjó..var meira að segja að hugsa um að skella mér á skíði á Sigló um helgina en ég þarf víst að vinna! Það eru rosa margir búnir að spurja hvort við ætlum að hætta við ferðina okkar vegna "kreppunnar"! Ég segi bara að það komi ekki til greina, það þurfi miklu meira til að stöðva hörkukvendi eins og okkur ;) En ertu laus á skype annað kvöld?

Marta Björg Hermannsdóttir (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 16:30

4 identicon

Flott túlkun hjá þér finnst mér! og já, tíminn leiðir sko allt í ljós ;) Þvílíkur lúxus, að fá lyklana að tónlistarskólanum... þetta sýnir bara hversu mikið gull þú ert og að frakkarnir sjá það, alveg eins og við! Dagarnir fljúga líka hérna heima og áður en fyrr varir verður maður kominn í lokapróf.. öss öss! Ég segi eins og Klara, við sjáumst svo fljótlega! xx

Karitas (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 00:18

5 identicon

Ha ha! Já þeir frönsku eru fljótir að hafa áhrif á fólk, enda kannski eilítið "dömulegra" að snýta sér í bréf heldur en að sjúga upp í nefið!

 Gott að heyra að allt gangi vel hjá þér, vonandi er einn "steinninn" þinn sá að heimsækja fjölskyldu í Hafnarfirði í framtíðinni og tala við þau á frönsku!!

Knús frá öllum hér

Lilja og allir strákarnir

Lilja Kristjánsdóttir og strákarnir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 09:04

6 identicon

Takk fyrir hrósið Marta, þó ég sé kvenlegur á margan hátt að þá er ég samt karlkyns....:)

 Við erum ekkert að fara að láta eitthverja kreppu stoppa þessa ferð, kemur bara ekki til greina!!!

Ásmundur (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 09:12

7 identicon

Ég biðst innilegrar afsökunar Ási minn, ég skal umorða setninguna..Það þarf miklu meira til að stöðva hörkufólk eins og okkur ;)
En ég kemst hvenær sem er Ásbjörg, þess vegna núna! Sendu mér bara sms þegar þú ert reddí!

Marta Björg (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 18:00

8 identicon

Það er gaman að heyra að það sé verið að fylgjast grant með manni - sérstaklega sumir sem ég hef ekki heyrt í ansi lengi.

Við erum jú hörkufólk og látum ekkert stöða okkur!  

Ég lofa svo að koma bara heim með óskasteina - þannig verður lífið eins og það á að vera, yndislegt!   

Ásbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 20:34

9 identicon

Hae elsku Asbjorg min

 Rosalega skemmtilegt bloggid thja ther:) Fyndid ad thu ert farin ad snyta ther i stad thess a sjuga upp i nebbann,, hahaha. Svona geta adrar menningar haft ahrif a mann:)

 Love you og gangi ther rosalega vel:)

Thin vinkona Tinna

Tinna (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 16:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband