Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Eins og lítið blóm sem lítur til himins
Það eiga eflaust allir eða hafa einhvern tíman átt fyrirmynd. Fyrirmyndin er manni eins og Guð, maður vill vera eins og hún og manni finnst allt sem hún gerir vera fullkomið, manni finnst hún vera ótrúlega hamingjusöm, maður dýrkar þessa persónu og lítur upp til hennar eins og lítið blóm til himins. Hún er langt fyrir ofan mann í stiga lífsins, hún er þar se
m manni langar að vera, það sem maður vill vera og það getur verið hálf óþægilegt að dýrka einhvern upp að þessu marki. Það liggur við að manni langi bara að gefast upp því þetta virðist endalaust bras að reyna og reyna. Eins óþægilegt og þetta getur verið þá er það toppurinn á tilverunni þegar þú kemst að því að þú þarft ekki lengur að dýrka fyrimyndina þína - þú ert á sama plani og hún. Þegar þú kemst að því að fyrirmyndin þín er ekki fullkomin, þegar þú kemst að því að hamingjan hennar er fölsk fingurgómahamingja og að hlið hennar sem þú dýrkaðir var jafn fölsk. Þá loksins er eins og þungu fargi sé af þér létt. Þú kynnist fyrirmyndinni eins og hún er í raun og veru en ekki eins og þú hélst að hún væri. Þú kemst að því að hún er jafn mikilvæg og þú, hún er hvorki hamingjusamari né betri en þú þó svo hún sé ef til vill betri en þú á einhverjum sviðum. Ert þú þá ekki bara betri en hún á öðrum sviðum ? Það eiga allir sína galla og kosti - líka fullkomna fyrirmyndin. Það stóra skref sem maður tekur þegar maður loksins áttar sig á öllu þessu er eitt af þeim sáru skrefum í þroskaferli líkama, hugar og hjarta. Þú ert tilbúinn að lifa sáttur með sjálfan þig - brotna eða óbyggða sjálfsmyndin þín er orðin heil. Sjálfsmyndarpúslið er samt aldrei fullklárað - þó svo hún virðist í dag vera eins fullkomin og hún getur verið er alltaf hægt að gera betur, hún verður kannski ekki fallegri en hún verður án efa stærri. Maður hefur allt lífið framundan til að halda áfram að finna púsl sem passa inn í sjálfsmyndina - sem gerir hana sterkari og sterkari með árunum. Maður kemst smátt og smátt að því að maður þarf ekki að reyna að vera eins og fyrrimyndin sín eða einhver annar en maður er heldur er bara best að vera maður sjálfur. Það er langt ferli að læra að elska sjálfan sig og trúa á sjálfan sig en það er því sem við byggjum allt annað. Það þarf sökkul til að byggja hús og eins þarf sökkul til að byggja sterka persónu. Þegar allt kemur til alls, þegar þú lærir að elska sjálfan þig, trúir á sjálfan þig, treystir á sjálfan þig þá væntanlega finnum við það sem allir eru að leita að - ekki fingurgómahamingju heldur þessa innri hamingju.
Bjarki Snær flutti mér þær fréttir að hann hefði verið valinn í handboltalandsliðið undir 15 ára. Hann var að sjálfsögðu mjög stoltur en á sama tíma mjög hissa - hann er ekki einn af þeim sem veit af hæfileikum sínum og montar sig því ekki af þeim. Fyrsta æfingin hjá honum var mjög erfið - hann var eflaust stressaður og var að reyna að gera meira en hann gat. Hann áttaði sig fljótt á því og sagði mér að næst þá ætlaði hann bara að vera hann sjálfur! Það gekk vonandi betur - það er nefnilega svo erfitt að reyna að vera einhver annar en maður er og gera meira en maður er fær um. Það var því litli bróðir minn sem veitti mér innblástur til skrifa þessa. Það var líka hann sem sagði mér fyrir nokkrum árum að í raun og veru þá er lífið bara yndislegt. Ég endurtek þessi orð stolt, ánægð og hendi í leiðinni þungu fargi af sjálfri mér. Lífið er yndislegt!

Bjarki Snær flutti mér þær fréttir að hann hefði verið valinn í handboltalandsliðið undir 15 ára. Hann var að sjálfsögðu mjög stoltur en á sama tíma mjög hissa - hann er ekki einn af þeim sem veit af hæfileikum sínum og montar sig því ekki af þeim. Fyrsta æfingin hjá honum var mjög erfið - hann var eflaust stressaður og var að reyna að gera meira en hann gat. Hann áttaði sig fljótt á því og sagði mér að næst þá ætlaði hann bara að vera hann sjálfur! Það gekk vonandi betur - það er nefnilega svo erfitt að reyna að vera einhver annar en maður er og gera meira en maður er fær um. Það var því litli bróðir minn sem veitti mér innblástur til skrifa þessa. Það var líka hann sem sagði mér fyrir nokkrum árum að í raun og veru þá er lífið bara yndislegt. Ég endurtek þessi orð stolt, ánægð og hendi í leiðinni þungu fargi af sjálfri mér. Lífið er yndislegt!
Athugasemdir
Það þarf ekki að spyrja að því, ekkert frekar en fyrridaginn að þessi blogg eru algjört gull!! Það er bara svoleiðis:)
Frábært að fá svona vinkil á lífið sem maður hefur ekkert þannig séð pælt í áður, að minnsta kosti gerði ég það ekki....en þetta er víst líka hluti af því að þroskast, að horfa á lífið með öðrum augum ekki satt?
Bið að heilsa C&C&C
kv.
Ásmundur
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 17:49
Og eitt enn....á morgun eru bara 4 föstudagar þangað til Ásbjörg kemur heim!!! Syttist og styttist:)
Ásmundur (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 17:52
Þú hefðir átt að sjá og heyra upplitið á litla bróður þínum í gær eftir að þú sendir honum SMS-ið og tileinkaðir honum bloggfærslu þína. Hann skildi kannski ekki allt í henni, en hún yljaði honum sannarlega um hjartaræturnar og veitti honum hvatningu og styrk.
Það var líka frábært að tala við þig í morgun og heyra þína jákvæðu sýn á alla hluti, sem er ómetanlegt veganesti í lífinu, ekki bara fyrir unga drengi heldur líka fyrir "gamla kalla" eins og pabba þinn. Það er stundum sagt að Viktor Númi litli sé líkur afa sínum og hann er alveg óþreytandi að standa upp og takast á við nýjar áskoranir í sínu lífi og gefst ekkert upp þótt hann detti á nefið aftur. Þá stendur hann bara aftur upp, örlítið styrkari en síðast. Ég hef sagt að hann væri líka líkur afa sínum að þessu leyti, þ.e. hann veit að maður þroskast og lærir á því að "detta á nefið í lífinu", það hefur afi hans gert alveg frá því hann var smápatti og braut á sér höfuðkúpuna með því að velta barnavagninum, og skapaði þannig betri vaxtaskilyrði fyrir heilann. Síðan þá hefur afinn dottið reglulega á nefið og alltaf staðið upp styrkari á eftir að eigin mati.
Þinn pabbi.
Jón Pálsson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 11:14
Rosalega skemmtielgt og flott blogg hja ther Asbjorg min:)
-Og va innilega til hamingju med litla brosa, ekkert sma flott hja honum:)
-Til hamingju Bjarki:)
Sendi risa knus og koss til thin Asbjorg min *mmmmssakkk*
Tinna (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 08:36
Jáh! Fyrirmyndir eru stór hluti af lífi allra! Því miður eru þó til slæmar fyrirmyndir líka... Maður verður bara að vona að maður átti sig nógu snemma á þeim!
Til hamingju með Bjarka, æðislegt hjá honum! :)
Rosaknús og koss frá mér líka! x
Karitas (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.