Föstudagur, 14. nóvember 2008

Þegar maður vaknar með þetta útsýni, getur maður ekki verið staddur annars staðar en á Hamingjuvegi 1. Ef ég túlka rétt þær flóknu tilfinningar sem ólga innra með mér þá er ég enn stödd þar. Samkvæmt kortinu er best ég haldi mér bara á þessum vegi í svona þrjár vikur og þá mun ég vonandi enda á Paradísarvegi umkringd íslenskum perlum. Allt í kringum mig eru fullt af villigötum - ég á það til að poppa stundum inn á þær í smá stund en mér tekst alltaf að komast aftur inn á Hamingjuveginn. Það eru fullt af freistingum í kringum mig sem reyna að ýta mér út í það að vera sorgmædd, hrædd, týnd og leið. Það er mikið af fólki í kringum mig sem á mjög erfitt, ástandið er erfitt sama hvert litið er - annað hvort er það þjóðfélagsástand eða fjölskylduástand. Fólk er veikt, er að missa vinnuna, vini sína eða að taka erfiðar og mikilvægar ákvarðanir. Það hefur svo sannarlega áhrif á mann að umgangast og vera partur af slíkum aðstæðum. Manni finnst maður vera nagaður að innan, maður gefur meira af sér heldur en maður nokkurn tíman á fyrir sjálfan sig og þar af leiðandi dettur maður á nefið. Hugurinn fyllist af níðþungum þankadropum sem þrá það eitt að komast út um munninn til næsta viðmælenda. Ef enginn er viðmælandinn gætu þessir dropar stolist út um augun, hver veit ? Þá og þegar er kominn tími til að standa upp, dusta af sér rykið, rétta vel úr sér, draga djúpt að sér andann og halda áfram - sterkari fyrir vikið. Maður byrgir sig upp, gerir skjöldinn sterkari og vonast til að takast betur á við næsta fall. Maður hefur sterka tilhneigingu til að vilja hjálpa þeim sem eiga erfitt og eru hjálparþurfa, en maður verður á sama tíma að virða sín takmörk og ekki leyfa þeim að éta mann að innan. Maður verður að kunna að segja NEI, setja takmörk, taka ekki of mikið inn á sig og átta sig á því að maður er engin hetja sem bjargar heiminum. Ég er bara lítil og brothætt perla sem bíð spennt eftir því að komast á Paradísarveg. Nú passa ég mig betur á öllum hættunum og reyni að koma heil heim. Það er einhver sem er að vinna vinnuna sína því ég virðist þrátt fyrir allan þennan ólgusjó af tilfinningum vera stödd á Hamingjuvegi. Engin "hamingja" er fullkomin og því á hún það til að heita stundum bara "amingja" eða haming". Það er að segja ég á það til að misstíga mig af og til - sem gerir það að verkum að hamingjan er í góðu jafnvægi - ekki of mikið af því góða né því slæma. Svo getur maður líka breytt því slæma í eitthvað meira jákvætt. Hugsum okkur að þegar það rignir þá sé sólin að kveðja okkur með tárum - er það ekki fallegra ? Það lyftir allavega munnvikunum á aðeins hærra plan, svo er það undir okkur komið að lyfta restinni. Ef trúin og viljinn er fyrir hendi þá ætti það ekki að vera neitt of þungt skref fram á við.
Athugasemdir
Yndislegt blogg hja ther Asbjorg min
-thu ert algjor perla-
knus og koss alveg endalaust til thin fra Tinnu vinkonu***
Tinna (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:38
...semsagt, horfa á björtu hliðarnar:) Það veitir ekki af að gera það þessa dagana held ég!
Þetta dæmi með rigninguna á vel við akkúrat núna á Íslandi því það kyngir niður snjó þessa stundina. Sólin er bara að kveðja okkur í bili.....kemur aftur á morgun. Vonandi:P
Ásmundur (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 13:44
já, það veitir ekki af að horfa á björtu hliðarnar núna! En það virðist að einhverju leyti vera að birta yfir.. kannski gerir snjórinn það bara að verkum. Mér líður yfirleitt vel þegar það er snjór úti.. allt hvítt og svo jólalegt! Nema þegar ég er svo að fara eitthvað á bílnum og þarf að skafa... það er aðeins minna skemmtilegt! Það lyftir munnvikum mínum á enn hærra plan að lesa yndislegu bloggin þín! :*
Karitas (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 20:13
Hæ elsku frænka mín...Hef ekki kíkt hérna í nokkurn tíma, langaði rosalega að kommenta við steina færsluna þína. Því að þegar ég las fyrstu línurnar þá bara ausuðust yfir mig minningar um þig þegar þú varst lítil. Ég er nokkuð viss um að það hafir verið þú sem að kenndir mér þetta lag. Svo að sjálfsögðu tengi ég það við þig og yngri árin;) ...Það er yndislegt að lesa bloggin þin. Blogg snillingur;)
Anna Bryndís (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 12:54
Skemmtilegt að heyra það! Minningar um okkur sem litlar stelpur geta ekki annað en skellt upp brosi hjá mér. Það er líka eitt lag sem minnir mig alltaf á þig og þú kenndir mér - "lækur tifar létt um máða steina..." Nei sko! Í fyrstu setningunni kemur steinn fyrir - hehe sniðugt :P
Ásbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 13:53
Þú ert algjör viskubrunnur Ásbjörg mín :D Maður fyllist af von og bjartsýni bara við það eitt að lesa þessi bloggin þín... það verður mun betra að fá að tala við þig þegar þú kemur heim, ég bíð allavega mjög spennt ;) enda styttist óðum.
Klara :*
Klara (IP-tala skráð) 17.11.2008 kl. 23:49
Já satt er það að einhvers staðar er þessi viskubrunnur - ég er mjög ánægð með þá visku sem ég ausa upp úr honum. Þú veist að þú átt jafn stóran viskubrunn fyrir framan þig - notaðu þér hann eins vel og þú getur, því hann er þarna bara fyrir þig :) Þín vinkona - Ásbjörg
Ásbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 06:47
Ásbjörg þú ert satt að segja einn besti penni sem ég hef kynnst.. það er allveg ótrúlegt að lesa bloggin þín og það sem mér finnst enn merkilegra en hvernig þú nærð að fanga þessar hugsannir þínar og koma þeim svona vel frá þér.. Núna ligg ég veik heima og er búin að eyða síðasta hálftímanum eða svo í að lesa þessi stórkostlegu blogg..
Ég veit að ég er ekki búin að vera dugleg að skoða bloggin þín enda er ég ekki með netið niðri .. en ég hugsa mikið til þín og í gær þá heyrði ég lagið "okkar" og mig langaði mest til að skæla .. ég fór að rifja upp allar góðu minningarnar okkar og ég get ekki beðið eftir að fá þig heim..:)
Í morgun fór ég upp og fékk með kaffibolla í tilefni þess að þú komir heim.. og ég fékk mjög góða tilfinningu þegar ég sast niður og drakk kaffið, ég hugsaði um allt sem er bjart framundan..
hlakka mikið til að sjá þig þann 5.des..
Lov u , kv Anna Sigga :*****
Anna Sigga (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.