Laugardagur, 9. desember 2006
Tími hvað ?
Ég var að velta fyrir mér að ég held ég hafi aldrei áður hugsað jafn mikið um tímann, hvort hann líður hratt, hægt, hvað er langt síðan ég kom og svo framvegis. Þá áttaði ég mig á því að það er ekkert nauðsynlegt að vera alltaf að pæla - jæja núna er ég búin að vera hérna í 3 og 1/2 mánuð og 7 eftir. Málið er einfaldlega bara að njóta lífsins ! Er lífið annars ekki til þess ? Á mon avis, oui Svo sá ég eina rosa góða setningu málaða á vegg niður í bæ. Prendre le temps sinon il te prend : Taktu þér tíma því ef ekki þá tekur hann þig. Þetta er alveg rétt. Önnur pæling um þetta franska líf. Mér finnst að ég eigi að venjast lífinu hérna og finnast það bara hversadagslegt og allt það en á sama tíma þá verð ég aðeins að pæla í því að þetta er ekkert sjálfsagt að fá að búa hérna í Frakklandi hjá frábærri fjsk. og hafa það bara alveg rosalega gott.
Það gengur ekki upp að rífast á frönsku, ég er þegar komin með reynslu í því. Það var gjörsamlega misheppnað.
St. Nicolas í Nancy var frábær helgi. Við sáum frekar slappa flugeldasýningu sem einnig fór eitthvað úrskeiðis þar sem sumir fengu flugeldana beint á sig. Það kryddaði hinsvegar aðeins upp á flugeldasýninguna. Hitti Örnu Láru og viti menn við Íslendingarnir notuðum einungis frönskuna og gekk það bara ljómandi vel.
Desember virðist ekki leggjast vel í Frakka. Það eru allir þreyttir og pirraðir og eftir því sem ég best kemst að er það vegna þess að allir eru orðnir æstir í að fá frí, þeim þykir langt síðan við vorum í fríi. Það er aðeins öðruvísi en á Íslandi. Það er ekki nema rúmur mánuður síðan við vorum í næstum 2 vikna fríi. Svona eru þessir Frakkar skrýtnir.
Ásbjörg
Athugasemdir
ég ætla samt ekki að fara í jólaskap fyrr en ég er búin í prófum... sem er ...... 15. des.. geggjað seint...
ennn svona er lífið....
Jæja ég sakna þín allavega mjög mikið... hlakka til að fá þig heim... hehe .. en já það er sko um að gera að njóta lífsins meðan maður getur ... það er enginn sem gerir það fyrir þig.. og tíminn er svo fljótur að líða að fyrr en varið ertu á heimleið.... en jæja ég ætla að fara að sofa.. læra fyrir íslensku á morgun.. próf á mán.. og svo er ég að fara í próf á miðv. fimt. og föst.. shooooot... þetta er nú meiri törnin.. en þetta verður búið fyrr en varir... jæja ég sakna þííínnn oggg njóttu þess að vera í FRANCE.. heh
ps. Klara sagði mér að þú værir orðin geggað góð í frönsku... svooo þú verður kennslukonan mín í frönsku þegar þú kemur... ! hehe
Kv. Anna Sigga
Anna Sigga (IP-tala skráð) 9.12.2006 kl. 23:52
Hehe.. við hvern varstu að rífast?? Ég get alveg ímyndað mér að það sé erfitt! Hreyttu þá bara íslenskum skammorðum í þau! Þá verða þau svo hissa að þú gerir þau kjaftstopp
Þegar maður hefur upplifað flugeldasýningar á Íslandi og ég tala nú ekki um bara gamlárskvöld þá er allt annað eiginlega bara puff! Það eru líka fáir jafnklikkaðir og Íslendingar í sambandi við flugelda, kolgeggjað lið! Ég er að detta inn í jólastemninguna en þar sem að ég á ennþá 4 próf eftir að þá verð ég að passa mig! Sem ég get ómögulega.. hlakka svo til á fimmtudaginn en þá verð ég búin.. Ég á afmæli á morgun!!
ömurlegur afmælisdagur þar sem honum verður eytt í lærdóm, er að fara í eðlisfræðipróf á þriðjudaginn..
en jáhh... þar til næst!
Karitas (IP-tala skráð) 10.12.2006 kl. 21:24
við hvern varstu að rífast og um hvað??
bara búin að vera í burtu í 3 og hálfan mánuð en samt er tíminn búinn að vera í heila eilífð að líða
Jenni (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 12:41
Að sjálfsögðu var ég að rífast við Paulu og um eitthvað sem skiptir gjörsamlegu engu máli, en bara svona eðlilegur pirringur
vorum að rífast um bók til að læra afþví við eigum allar bækurnar saman. Bah voilá.... c'est ca. Hafið engar áhyggjur ég er í skólanum á þorláksmessu takk fyrir og bless!
Ásbjörg (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 18:17
Hæ Hæ sæta:)
VÁ hvað ég sakna þín endalaust:(
Þú að rífast á frönsku,,, hahaha ég get ekki einusinni ímyndað mér þig rífast við mig á íslensku;) haha
Hey var að pæla hvort þú hefðir fengið e-mailið frá mér,, ég sendi það á hotmail:) vildi bara minna þig á að kíkja á það,,, því þegar þú lest það veistu hvað er á leiðinni til þin;) you know,,,, Þú mannst hvað við ákváðum og auðvitað svík ég það ekki;)
Mér finnst ekki neitt smá gaman að þú ert svona dugleg að skrifa hérna inná síðuna,,, enda er ég alltaf að lesa bloggið þitt;) Ilike it:)
Já nýttu tímann vel meðan þú ert þarna úti í að kynnast franskri menningu og njóta lífsins,,, því það er algjörlega málið;)
kíktu á e-mailið snúlla;)
Þú ert svo dúleg stelpa að ég dáist af þér;)
heyrumst
Au revoir,,,
Ton amie Tinna,,,, ( vonandi er þetta rétt,, annars bless, Þín vinkona Tinna)
Tinna Pálma (IP-tala skráð) 11.12.2006 kl. 22:18
jaha, heppin ad geta fengid ad hitta hana svona af og til hana ornu laru!! eg hef reynt ad rifast a fronsku, eg haetti bara tvi eg vildi ekki gera eitthvad vesen.. hehe taktu ther tima annars tekur hann thig! kjanaleg setning :P skemmtu ther rosalega, bid spenntur eftir ad hitta thig i mars i 60 ara afmaeli AFS herna i frakklandi! adios
Stefan (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 09:53
Næs að vera alltaf í fríi á mánaðarfresti! Ég væri til í það! ;) Leiðinlegt samt að þurfa að vera í skólanum á þorláksmessunni góðu... ég verð reyndar að vinna eins og meiníak! Hvernig eru samt jólin í Frakklandi, er ekki eitthvað svona "opna pakkana á jóladagsmorgun"-grín eins og í Englnandi og víðar? Það er dáldið silly :P En örugglega gaman að prófa samt!
En annars, jú, þú átt svo sannarlega að njóta lífsins þarna úti! Þetta á eftir að líða hraðar en þig grunar og svo verður þetta bara skemmtileg og góð minning!
Annars er ég í frábæru skapi, ég var nefninlega að klára síðasta prófið mitt! Jibbí!
Ég vona svo sannarlega að þú sért líka í svona góðu skapi og kveð að sinni, sakna þín :*
Lilja Björk (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 11:47
Ég er bara voða glöð, hafið engar áhyggjur ! Vanalega er það eins hérna í Frakklandi og á Íslandi fyrir utan hjá minni fjsk. hún er öðruvísi í öllu ! Þið fáið nánari lýsingu á frönskum jólum fljótlega
Það verður geggjað að hittast á 60 ára afmælinu!!!!
Ásbjörg (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.