Chaque jour il faut se coucher moins bete !

Þessi vika er búin að vera ansi skrýtin þar sem er búið að skiptast á skin og skúrir.  Annaðhvort er þetta ótrúlega erfitt og leiðilegt og ég veit ekki hvað eða þvílík gleði !  Þessa dagana þarf samt alls ekki mikið til að gleðja mig.  Ég gladdist t.d. mikið yfir einkunn úr skilaverkefni í eðlis-og efnafræði sem var 19/20.  Ég tek það fram að í þetta verkefni var mikið lagt og á meðan á því stóð féllu nokkur tár.  Þið sem þekkið mig kannist eflaust við þessi reiðistár jafnt og gleðitárin mín frægu.  Þau hafa líka nokkur fallið þessa vikuna, sem betur fer. 

Það er alveg ótrúlegt hvað það getur gefið mikið að hjálpa öðrum.  Það er ein stelpa í bekknum okkar Paulu sem á voðalega bágt.  Á miðvikudaginn fórum við Paula með henni í bæinn og áttum ótrúlega góðar stundir með henni og hún var svo þakklát og sendi okkur þakklætisskilaboð um kvöldið, þennan dag fór ég ótrúlega glöð að sofa og vaknaði með bros á vör. 

Aðventan hérna er ansi frábrugðin og á Íslandi.  Ég veit ekki hvað það er en mér finnst bara engan veginn eins og það séu að koma jól, ég heyri engin jólalög nema einstaka sinnum þegar ég hlusta á það sem ég á í tölvunni minni.  Þetta er einhvernveginn ekki jafn hátíðlegt hérna, það bjargaði mér hinsvegar alveg að ég fékk sendar íslenskar smákökur, það gerði alveg gæfumuninn.  Ég var hinsvegar aðeins að átta mig betur á komu jólanna áðan þegar við fórum með Claire að kaupa jólatréð.  Keyptum rosa flott og stórt jólatré sem við erum búin að setja upp en það er í okkar höndum, mínum og Paulu að skreyta það. 

Heilræði mitt hérna í fyrisögninni er ansi góð setning sem ég ætla hreinlega að fara eftir.  Þetta þýðir að á hverjum degi þurfi maður að fara í rúmið minna heimskur.  Þegar mér var kennd þessi setning var ég einmitt spurð hvort ég ætlaði að deyja heimsk.  Þessar umræður fjölluðu um að smakka nýjan mat þar sem ég er erfið í þeim málum.  Það eru bara hlutir sem mig langar bara alls ekki til að smakka, eins og ostrur, hrogn og ef til vill fleira.  En þessar umræður áttu sér stað í súpermarkaðnum með Claire áðan og enduðu með því að hún keypti snigla sem ég samþykkti að smakka.  Ég er nú þegar búin að smakka allan fjandann, afsakið orðbragðið. 

Sniglaveisla og hananú !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæj sæta alltaf gaman að lesa bloggin þín:D Vona að sniglarnir smakkist vel hjá ykkur, hehe. Þú verður bara að spila  jólalögin sem þú átt allan daginn og koma þér þannig í rétta fílingin ;)

unnur (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 17:26

2 identicon

Um daginn voru ostrur i matinn herna... Eg aetladi ad smakka og var komin med eina a diskinn og buin ad hella edik yfir kvikindid. Ta stakk eg gaffli i tetta og hun hreyfdi sig!! Eg bara gaat ekki bordad tetta. Tannig ad eg gaf henni nafnid Marie og tad veit tad hvert mannsbarn ad madur bordar ekki tad sem a ser nafn. Brodir minn stal henni hins vegar af disknum minum og var ekki lengi ad gleypa hana. "Ne me mange paaaas" heyrdist i Marie med hverfandi styrk er hun hvar ofan i magan a fronskum unglingnum. Hennar verdur to ekki sart saknad....

ArnaLara (IP-tala skráð) 16.12.2006 kl. 20:03

3 identicon

Heh.. já ég kannast sko við tárin þín! Sakna þeirra alveg helling... úff.. ég er orðin svolítið þreytt á jólastressinu í Íslendingum en ég vinn nánast á hverjum degi og fæ sko að upplifa jólastressið í gestum Smáralindarinnar.  En ég reyni bara að loka á það! Heheh.. þú verður að smakka svona mat sem er kenndur við Frakkland.. það er mjög töff að hafa smakkað snigla og þess háttar Vona að þú hafir það æðislegt! Kossar og knús

Karitas (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 00:26

4 identicon

Æji já, það er merkilegt hvað það gleður sjálfan mann að gleðja aðra! Allir verða glaðir! :D Ég hlakka líka ótrúlega mikið til að syngja fyrir fólkið á Landspítalanum og Kleppi! Verst að þú sért ekki með :( Ég verð samt að viðurkenna að ég er sjálf ekki ennþá komin í jólaskap þrátt fyrir að hér séu spiluð jólalög á hverjum degi. Ég held maður komist ekki í jólaskap fyrr en maður hefur tíma fyrir sjálfan sig. Maður verður að kveikja á kertum og finna frið og ró með sjálfum sér. Þá fyrst kemur jólaskapið!
En til hamingju með einkunnina!! Þú ert ekkert venjuleg. Ég efast um að mínar einkunnir eigi eftir að vera jafn glæsilegar :P Þær koma inn á innuna annað kvöld. Spennó, spennó!!
En láttu þér nú bara líða vel. Ég mæli eindregið með því að kvekja á kertum, slaka á og hlusta á jólalög. Vonandi hjálpar það! :D
Knús og kossar, Lilja :***

Lilja Björk (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 22:59

5 identicon

Til hamingju með einkunnirnar Ásbjörg mín það er frábært hversu vel þér gengur í skólanum.. Skemmtilegt að heyra að þú sért að láta öðrum líða vel.  Ég held að það sé líka holt fyrir þig að leyfa þér að kynnast menningu Frakklands í gegnum matinn

Jenni (IP-tala skráð) 17.12.2006 kl. 23:38

6 identicon

ja eg hef sko smakkad thessu ljuffengu ostrur, djofull eru thaer alveg viiidjbodslega a bragdid, hun synti alveg vel um uppi mer adur en henni var svelgt nidur, ojbara! ooggeedd, og thu ert ad drekka sjoinn med... eg fae kjanahroll! heyrdu plebbastelpa, mig langar nu ad kikja a thig einhvertiman, eg er bara farinn ad sakna thin! kvedja stebbi
bloggid minns er stebbzi.bloggar.is :P

stebbi (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 10:20

7 identicon

Jaa...sama her, buin ad smakka allan fjandann herna!!! Alveg sammala ter med ad tad se ekki naestum eins jolalegt herna eins og heima. Eg byst bara vid ad vid islendingar seu svona mikil jolaborn ;)

En gangi ter vel og vonandi ad jol og aramot verdi god

Saknadarkvedjur Ragnheidur

Ragnheidur (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 13:33

8 identicon

Ég er komin í jólaskap  enda ekki seinna vænna !  Sniglarnir brögðuðust einstaklega vel en ennþá neita ég að smakka ostrurnar þar sem óskemmtilegar lýsingar hafa borist...

Ásbjörg (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 16:15

9 identicon

Skemmtileg mynd! Á ég að segja þér?! Ég fékk 9 í stærðfræði Ég elska Jóa! og ég náði öllu hinu líka þannig að ég er bara sátt!

Núna get ég farið að hugsa um jólin.. en samt ekki þar sem að ég er að vinna flest kvöld til tíu og mjög langar vaktir þannig að ég hef ekki náð að gera mikið... en svona er þetta!  Þar til næst :*

Karitas (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 20:14

10 identicon

Ég elska líka Jóa !

Ásbjörg (IP-tala skráð) 19.12.2006 kl. 21:08

11 identicon

Úúú... eruði skotnar íonuuuum?? úhúú!!

Lilja Björk (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 14:25

12 identicon

Úlalala !

Ásbjörg (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 18:03

13 identicon

Jólaknús:) kveðjur og kram frá Nínu... hlakka mikið til að sjá þig á nýju ári;) knús Nína

Nína (IP-tala skráð) 23.12.2006 kl. 22:22

14 identicon

Takk ! Jólakveðjur og knús frá Frakklandi líka.  Gleðileg jól !

Ásbjörg (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband