Sunnudagur, 24. desember 2006
Gleðileg jól !
Ég vil byrja á því að óska landsmönnum öllum, nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Kertasníkir virðist svo hafa gert sér sér ferð alla leið til Frakklands til að gefa mér og Paulu í skóinn, ekkert smá sátt með hann. Eftir allar áhyggjurnar sem ég var búin að hafa yfir að fá ekki í skóinn þá létti þetta á.
Þar sem ég er stödd í Frakklandi þá verða jólin að sjálfsögðu frábrugðin þeim íslensku. Ég er þegar búin að opna pakkana mína vegna þess að í kvöld þá verða 30 manns hérna í mat, öll fjölskyldan hans Claude. Kvöldið verður með sérstöku sniði, fólkið kemur um 8-9 leytið, þá er kampavín með öllu tilheyrandi og þar á eftir fara þeir sem á því hafa áhuga í kirkju. Þannig að kvöldmaturinn verður líklega borðaður svona um miðnætti og af því að dæma hversu langan tíma frakkar taka sér í að borða vanalega þá býst ég ekki við því að á jólunum sjálfum verði minni tími tekinn í það, svo þegar þið verðið komin í rúmið, fólkið gott þá verð ég líklega enn að borða kvöldmatinn.
Jólaskapið kom seint en kom þó, þar sem ég var í skólanum til hádegis í gær, þá var ekki mikill tími til að hugsa um þessi blessuðu jól. Svo halda herlegheitin áfram á morgun með afmæli og ég vona einhverju tilheyrandi. Þá mun litla jólabarnið verða 18 ára.
Að lokum sendi ég stórt jólaknús til allra !
Athugasemdir
Gleðileg Jol elskulega otrulega stelpan min, eg mun kannski hringjast i thig! :D vonum thad eg spyr foreldraran yfir kvöldmatunum hja mer sem mun lika ganga um midnaettid... heyrumst
stefan (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 17:58
Gleðileg jól Ásbjörg mín! Ég vona að þú njótir þeirra sem allra best!
Við vorum að ljúka við það að opna pakkana núna og klukkan er bara rúmlega átta.. heheh.. Eigðu frábær jól og borðaðu yfir þig af gómsætum mat og öllu tilheyrandi, það er ég allavegana búin að gera! Kossar og alveg rosastórt knús:*
Karitas (IP-tala skráð) 24.12.2006 kl. 20:20
Til hamingju med afmaelid!!!!
, vona ad thù hafir thad gott og allt thad,
. Gledileg jòl og n`yja àrid, làttu thèr lìda vel tharna, er thad bara èg eda er paula alltaf ad staekka? Allavega Bisou à +
gummi (IP-tala skráð) 25.12.2006 kl. 12:33
Gleðileg Jól og til hamingju með afmælið elsku besta Ásbjörg mín! vona að þú eigir sem frábær jól dúllan mín :)
Jenni (IP-tala skráð) 25.12.2006 kl. 21:37
Hæ elsku Ásbjörg
Gleðileg jól dúllan mín og til hamingju með afmælið í gær:) Takk æðislega fyrir mig:D Vonandi passaði gjöfin frá mér til þín;)
Ég ætla að hringja í þig núna á næstunni,, er það í lagi?
Ég verð að koma því að að ég er að horfa á þig syngja akkúrat í þessu,,,, :) ekkert smá gaman,, er að horfa á heimildarmynd um stúlknakór Reykjavíkur,,, þetta er um þegar þið voruð á Ítalíu í kórferðalaginu:) Er bara a horfa á þetta af því að þú ert þarna:) ekkert smá gaman;) Nú eruð þið að synjga Himnasmiður fyrir utan kirkju;) geggjað krúttlegt;)
Tala við þig í vikunni,,, verð sko,,, sakna þín svo.....
Bæjó dúlega stelpan mín;)
Þín vinkona Tinna
Tinna Pálmadóttir (IP-tala skráð) 26.12.2006 kl. 20:07
Hæ sæta:) Ég er búin að vera að reyna að ná í þig aftur í allan dag,, en alltaf kemur getur ekki tengst númerinu,, ég skil þetta ekki,,, er búin að prufa úr öllum símum hérna heima og í allan dag:(
Verð bar aað reyna aftur á morgun;) oký sæta
Heyrumst,, þín vinkona Tinna
Tinna (IP-tala skráð) 27.12.2006 kl. 20:19
Gleðileg jól Ásbjörg! Ég vona að þú sért búin að hafa það gott, og eiginlega efast ekki um það ;) Kom pakkinn ekki til þín á réttum tíma? Ég vona að þú sért ánægð með gjöfina :)
Núna eru öll jólaboðin bara búin hjá mér og loksins kemur jólaFRÍið. Það tekur nefninlega svolítið á að borða allar jólakræsingarnar, dansa í kringum jólatréð og opna alla pakkana ..hehe.. ekki að það sé samt leiðinlegt, langt því frá! En í dag rann upp sá dagur að ég þurfti ekki að gera neitt! (nema reyndar þarf ég að fara að skúra á eftir en ég tel það ekkert með). Ég er bara búin að liggja uppi í rúmi í allan dag, borða laufabrauð og lesa Harry Potter :D Vá, hvað þetta er búið að vera dásamlegur dagur! Ég vona að þú getir líka slappað af áður en skólinn byrjar aftur.
Hafðu það nú bara gott áfram!
Ástarkveðja,
Lilja Björk
Lilja Björk (IP-tala skráð) 28.12.2006 kl. 18:14
Ég er viss um að ég verð ánægð með gjöfina, en ég er ekki búin að fá neinn pakka
jú ég er nú búin að hafa það aldeilis gott og slappað af og nota tímann og fara út á hverju kvöldi þar sem það viðgengst ekki á meðan skólinn er. Gleðilega hátið öll sömul og gleðilegt nýtt ár.
Ásbjörg (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 08:42
ekki ennþá búin að fá neinn pakka?? lattu mig vita þegar minn kemur ;) en sry að eg sendi þér ekki sms eða e-ð á afmælisdaginn þinn, átti ekki inneign og ég náttúrulega svo klár að fara bara ekki inná þessa síðu ..
gaman að heyra frá þér.
klara (IP-tala skráð) 29.12.2006 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.