Gleðilegt nýtt ár !

Ég er ekkert voðalega frumleg í fyrirsögnum þessa dagana.  Jæja ég ætla bara að henda inn smá kveðju, engar fréttir eða neitt.  Þið fáið að sjá myndir sem segja líklega meira en þessi 1000 orð sem ég skrifa hér.  Jólin voru frábær í útlandinu, afmælisdagurinn = skrýtinn.  Annars rétt í þessu var "bróðir" okkar að segja okkur að við erum að fara til Normandee - 8 klst akstur, brottför... núna.   Hann hafði breytt um skoðun, áður var það Strasbourg - 2 klst akstur, brottför...einhvertíman á morgun.....  Eftir dvöl í Normandee er stefnan tekin á París þar sem við munum hitta fósturforeldra okkar og eyða með þeim 4 dögum þar hjá systur Claire.  Svo ég segi bara Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla - þó það vanti ef til vill 4 mánuði af því.  Eigum að vísu nóg eftir - ætla ég að vona.  Gangið nú hægt um gleðinnar dyr og ég lofa ykkur að það mun ég einnig gera.  Mér þykir samt alltaf gaman af svona óvæntum uppákomum, svo ég er bara ansi sátt.  Ég gat ekki farið án þess að blogga því ef það kæmi ekki blogg inn fyrr en í næstu viku, ég veit ekki hvað þið mynduð halda... Bless bless, Normandee HÉR KEM ÉG.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jesss, það hlaut að koma að því, ég fyrst að kommenta!! hehe...Sko ég vill endilega koma hér með síðbúna afmæliskveðju, innilega til hamingju með daginn þinn!;* Mjög gott að heyra að jólin voru svona góð hjá þér, enda ekki við öðru að búast;) það er nú búið að vera svoldið skrýtið að hafa þig ekki um jólin þar sem að maður er nú vanur að hitta þig töluvert mikið á þessum tíma árs...en það koma jól eftir þessi;)

heyrumst vonandi bráðum snúlla..kv. Anna Bryndís

Anna Bryndís (IP-tala skráð) 31.12.2006 kl. 02:24

2 identicon

gleðilegt nýtt ár Ásbjörg mín og ég þakka fyrir það gamla... hlakka til að fá að sjá allar myndirnar sem þú átt eftir að pósta inn :)

Jenni (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 20:45

3 identicon

Gleðilegt nýtt ár elsku Ásbjörg mín! Það var ótrúlega gaman á þessu ári sem var að líða og það mun verða enn skemmtilegra á þessu ári, þ.e.  eftir að þú kemur heim ;) Ég reyndi að hringja í þig á gamlárskvöld en það var svo mikið álag á símakerfinu að ég náði ekkert í gegn.. ég reyni bara aftur seinna :)

Karitas (IP-tala skráð) 2.1.2007 kl. 13:40

4 identicon

já, gleðilegt nýtt ár!! vona að áramótin hafi verið skemmtileg  þau voru alla vega mjög skemmtilega hjá mér... fór á Broadway með skautastelpunum, geggjað fjör.  En ertu ekki enn búin að fá gjöfina frá mér??  Láttu mig vita

Klara (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 09:09

5 identicon

ég er ekki enn búin að fá gjöfina frá þér... ég lofa að láta þig vita

Ásbjörg (IP-tala skráð) 5.1.2007 kl. 11:41

6 identicon

Bid speennt eftir aramotafaerslu

ArnaLara (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 20:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband