Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga....

Vissuð þið að ég er orðin 18 ára svo hérna í Frakklandi má ég gera allt sem ég vil en það mun breytast þegar snúið verður aftur á klakann.  Svo er komið nýtt ár svo ég get sagt að ég sé aaalveeeeg að verða 19... ekki satt ? Betri tíðin er komin, vonandi með blóm í haga og jafnvel sæta langa sumardaga, hver veit ?

Áramótin í Normandie voru ansi góð en vorum við staðsett í sumarbústað ansi stórum samt og var um það bil 40 manna veisla.  Svo það var gerður matur fyrir allan skarann og við sem komum fyrst sáum um það en "gestirnir" sköffuðu áfengi.  Þemað var að vera grímuklæddur einhverju sem byrjar á s og það hafði gleymst að segja okkur það en við gátum bjargað okkur með að segja að ég væri sunnlendingur og Paula suður- amerísk.  Síðan var haldið til Parísar þar sem túristatúrinn var tekinn og ansi menningarlegur - ekkert búðarráp.

Talandi um París þá verð ég að koma því á framfæri að Parísarbúar keyra alveg hreint eins og brjálæðingar og ég var bara skíthrædd en Thomas stóð sig samt vel, ég hefði sko aldrei treyst mér til að keyra þarna.  Það er kannski hægt að segja líka bara að Frakkar séu ekki hinir bestu bílstjórar.  Claire er til að mynda búinn að klessa bílinn 4 sinnum það sem af er dvölinni.  Fyrstu 3 skiptin voru fyrsta mánuðinn. 

Þá er bara skólinn byrjaður aftur og það tekur á.... það er alltaf jafn erfitt.  Hlakka samt til að komast aftur í hversdagsleikann en þetta var hinsvegar ansi gott frí. 

Ég er búin að setja inn myndir frá jólum og áramótum en á eftir að setja inn Parísarmyndir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrstur til að kommenta

Eru frakkarnir mikið fyrir flugelda? Ég held að þú hefðir líka getað verið "sveitt" í staðinn fyrir að sunnlendingur ef þú hefðir skokkað pínu fyrir veisluna og þá hefðirðu líka verið "skokkari"

Annars segi ég bara gleðilegt ár og takk fyrir það gamla.. ætla að fara að skoða myndirnar þínar

Jenni (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 00:00

2 identicon

Neibb það virkar ekki... ég tala frönsku ekki íslensku !

Ásbjörg (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 06:44

3 identicon

Gleðilegt nýtt ár snúllan mín! Og til hamingju með afmælið  Loksins orðin stór!  Frábært að heyra að þú hafir haft það gott um jólin og áramótin. Skólinn er líka byrjaður hér, það er alveg rosa erfitt að vakna en annars bara fínt að vera aftur komin með smá röð og reglu á lífið eftir fríið. (úúúú rím!)

kveð að sinni!

Marta Björg (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 18:46

4 identicon

Gleðilegt nýtt ár sæta mín

Anna Bryndís (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 18:07

5 identicon

Þetta með að Parísarbúar keyri eins og brjálæðingar.. ójá! Það er líka eins og þeim sé nokkurnveginn sama um bílana sína..  Þú skalt ekki fara upp í bíl með Claire!!

Skólinn er sko byrjaður aftur hérna og eftir örfáa daga er maður búinn á því.  Ég til dæmis rotaðist eftir kvöldmatinn núna í kvöld og svaf í 3 tíma = ég á ekki eftir að geta sofnað á eftir! Þetta á samt eftir að líða svo hratt...!

Að hugsa sér! Þú átt eftir að missa réttindi þegar þú kemur heim.. en glatað! Hvað fær maður á Íslandi við að verða 18 - muffinskökur frá Glitni! Mér fannst það mjöög fyndið! Jæja! Nú er þú orðin 18 og kominn tími til að þú farir að baka!

 En jæja! Hlakka til að lesa meira! Kossar og knús!

Karitas (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 23:46

6 identicon

hæ sæta mín

gleðilegt árið og allt það! er að kíkja hingað í fyrsta sinn síðan fyrir jól (ekki búin að skoða netið mikið yfir jólin).. en það var á nógu að taka að lesa ;)

Stórt knús frá okkur Tjörva, við hlökkum til að sjá þig á nýju ári :o) 

Guðrún (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 12:22

7 identicon

Til hamingju með afmælið fyrir nokkrum dögum.....

Kveðja Davíð G

Davíð Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 20:51

8 identicon

hæ, þetta er Bjarki

Ég sakna þín mjög mikið, ég er búið að vera dálítið einmanna eftir að þú fórst en það er samt ekki það  mikið eftir þangað til að þú komir eða kannski kem ég um páskana. Mig hlakkar mjög mikið til að hitta þig mig langar mjög mikið að koma um páskana en mamma og pabbi ráða því.

hlakka til að sjá þig hvort þú hefur eitthvað breyst og svona en ég hef stækkað allavega um 5 cm síðan þú fórst jafn vel meira og þá fer ég bráðum að ná þér.

kær kveðja Bjarki  

Bjarki Snær Jónsson (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 15:00

9 identicon

Takk fyrir þessa kveðju Bjarki, þetta er besta kveðja í heimi !  Þú segir mér alltaf að þú vitir ekkert hvað þú eigir að segja en þú átt þá flottustu !  Ég sakna þín líka ótrúlega mikið og hlakka til að sjá þig.  Ég vona innilega að þú verðir ekki búinn að ná mér þegar ég kem, þá á ég ekki lengur lítinn bróður, þá á ég bara tvo stóra...  Elska þig

Ásbjörg (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 15:09

10 identicon

Hæ elsku sæta besta Ásbjörg mín!! kominn tími til að ég hendi inn kveðju eftir blogglesturinn ;) farðu að flýta þér heim!!!

kv. Auður

auður (IP-tala skráð) 14.1.2007 kl. 20:03

11 identicon

Hæ hæ Ásbjörg
Guðrún var að benda mér á bloggið þitt, þannig að nú geta gamlar frænkur fylgst vel með þér ;-) Til hamingju með afmælið um daginn og gleðilegt ár. Sýnist að þetta gangi mjög vel hjá þér,þú skallt nú samt gæta þín á gæjunum þarna....svo þú komist aftur heim ! Hafðu það sem allra best. kv Björk og co

Björk (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 12:36

12 identicon

Ef þú þekkir mig rétt þá passa ég mig alltaf á gæjunum, ætli það sé ekki í fjölskyldunni...

Ásbjörg (IP-tala skráð) 15.1.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband