Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

Bienvenue á la ville d'amour !

Þetta er einn erfiðasti dagur sem ég hef upplifað lengi Öskrandi Hér kemur ferðasagan eins og hún leggur sig ! 

Hittumst upp á flugvelli kl 5:15 og fengum okkur að borða svona um hálfsjö svo var bara drifið sig upp í vél og við tók rúmlega þriggja tíma flug, það var voða gaman hjá okkur á leiðinni.  Jæja svo komum við til Parísar kl 11 eða kl 1 á okkar tíma.  Biðum heillengi eftir töskunum, allir búnir að fá töskurnar nema við Fýldur og svo var Sonja með gítar sem skilaði sér ekki og við þurftum að vera með þvílíkt vesen til að fá hana.  Svo var okkur sagt að við ættum að fá einhvern stimpil sem staðfesting á því að við hefðum komið í landið, en það var erfiðara en að segja það og stelpan sem tók á móti okkur gat heldur ekki reddað því og sagði að það skipti bara engu máli.  Svo við ferðuðumst með töskurnar okkar svona 10 ferðir upp og niður lyftuna.  Þá átti einhver rúta að koma að sækja okkur en við fundum hana ekki :S svo kom í ljós að hún var þarna, tveggja hæða rúta fyrir 9 manneskjur Ullandi keyrðum í tæpa klst. og fengum að vita að námskeiðið byrjar ekki fyrr en á laugardaginn og við send á eitthvað gistiheimili.  Okkur leist nú bara vel á það, þangað til við komumst að því að við megum ekkert fara út, máttum ekki einu sinni fá okkur að borða eða neitt.  Þá var kl 4 og matur ekki fyrr en kl 7 og við ekki búin að borða síðan um morguninn uppá keflavíkruflugvelli Öskrandi erum að deyja úr hungri og öll pirruð og þreytt.  Vorum að tala um að okkur líður eins og við séum í fangelsi, fyrir utan það að við höfum góðan félagsskap.  Svo er þráðlsut net hérna en nei þá hafði ég gleymt netkortinu heima Fýldur er í tölvunni hennar öldu, sem er alveg að bjarga okkur.  Nú er bara 10 min í matinn Hlæjandi yess.  

Ég kveð í bili,

Ásbjörg á skítugu og subbulegu hótelherbergi  


Ótrúlegt en satt !

Nú er biðin nánast á enda.  Það er innan við sólarhringur þar til ég verð komin upp á Keflavíkurflugvöll á leið til PARÍSAR ! Brosandi ótrúlegt... ég er búin að fá afhendan miðann og afskaplega flotta AFS mittistösku Ullandi þetta er orðið mun raunverulegra núna, hef samt ekki áttað mig á því að eftir nákvæmlega sólarhring verð ég stödd í Frakklandi.  Ég kem til með að hitta tilvonandi fjölskylduna mína á sunnudaginn kemur á lestarstöðinni um 4 leytið, eftir vonandi frábæra helgi í París. 

Ég er ekki frá því að erfitt sé að koma fyrir ársbirgðum af fötum í ferðatösku sem má einungis vega 20 kg.  Sem þarf ekki að vera svo slæmt þar sem það gefur mér betri ef ekki góða ástæðu til að kaupa mér góðan slatta af fötum.  Ég held ég láti mömmu og pabba senda mér lopapeysu og úlpu þegar kólna fer, það tekur of mikið pláss. 

Ég hélt gott kveðjuhóf fyrir nánustu vini og aðstandendur, það stóð undir væntingum.  Ég skemmti mér konunglega og veit að flestir gerðu það einnig.  Á mánudaginn var mér svo boðið út að borða af henni Valgerði, fórum á Vegamót og fengum mjög góðan mat.  Svo kíktum við stelpurnar í bíó á You, me and Dupree, hún var ágæt afþreying, ekkert meistaraverk(enda ekki búist við því).  Í gær átti svo Klara vinkona afmæli og var mér boðið í Fajitas heima hjá henni og stelpurnar kíktu svo í kökuboð og þá var einning kveðjustund, sem mér þótti ansi skrítið.  Var samt ekki alveg að átta mig á þessu...

Björn Steinar kom aftur heim í gær og voru miklir fagnaðarfundir Hlæjandi Stefnan er svo tekin á að eyða síðasta kvöldinu með fjölskyldunni.  Býst ekki við að mikið verði sofið í kvöld/nótt þar sem flugið er kl 7:40 og sökum þess að spennan er í hámarki.

Ég kveð í bili, Paris here I come Svalur

Ásbjörg

 


Frakkland ekki langt undan...

Nú er ekki ýkja langt í að dvöl mín í Frakklandi hefjist, í dag eru 11 dagar þangað til ég fer af landi brott.  Það er semsagt búið að breyta brottfarardeginum, ég fer 31. ágúst kl 7:40 en ekki 1. sept eins og áður hefur komið fram.  Spennan magnast en einnig stressið.  Ég er með "feitan" fiðring í maganum, sem er að sumu leyti gaman. 

Nú fer skólinn að hefjast hjá MH-ingum, skrýtið að vera ekki að byrja í skólanum, en ansi huggulegt þó.  Ég er búin að selja bækurnar mínar og ætla svo að kaupa mér bunka af frönskum orðabókum fyrir innleggsnótuna. 

Ég hef þegar planað dagana þangað til ég fer og verð að segja að það er ekki mikill tími aflögu, nánast allt bókað : matarboð, út að borða, kaupa gjafir, hitta vinina, keppa, æfa, vinna smá, vera með fjölskyldunni, pakka og síðast en ekki síst slaka aðeins á (það er víst nauðsynlegt).

Ég er búin að setja inn nokkrar myndir frá Verslunarmannahelginni á Akureyri.  Þær eru inni í Albúm, undir "Verslunarmannahelgin". Njótið.

Ásbjörg kveður að sinniKoss


c_documents_and_settings_sbjorg_jonsdottir_my_documents_my_pictures_picasa_exports_frakkland_collage2.jpg

Góð helgi framundan

Kl. 18:00 munu þrír af æðibitunum leggja land undir fót og er ferðinni heitið norður í land, nánari staðsetning; Akureyri - ein með öllu.  Loks er biðin á enda eftir þessari langþráðu helgi Ullandi og á sama tíma gerast aðrir hlutir; styttist í Frakklandsför HlæjandiHissa 29 dagar, 3 klst og 5 mín og 35 sek; hef þetta ekki svona nákvæmt, því miður. 

Aftur að Akureyri - ætlum semsagt að hittast hjá húsasmiðjunni, rúmfatalagernum og bónus í smáranum.  Þar ætlum við að; sækja Mörtu í vinnuna, kaupa tjald og versla inn - allt á sama staðnum; sniðugt Glottandi svo þarf ekki að segja meira en þetta, útilega og djamm Svalur

Undir lokin langar mig að benda ykkur á að ég hef sett myndir af bænum mínum og kort inn í myndaalbúm.

Ása out Svalur 

 


Frakkland

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband