Bloggfærslur mánaðarins, september 2006
Laugardagur, 23. september 2006
Á fleygiferð !
Líðandi vika flaug fram hjá mér ansi hratt sem má bæði telja gott og slæmt. Það var bara mánudagur og skyndilega koma föstudagur....
Svona til gamans að geta þá var mín 5 mann fjölskylda dreifð um 4 lönd síðastliðna viku, sem mér þykir ansi spes ! Einnig má geta þess að ég er í 25 mann bekk og það eru einungis 4 strákar og leitt að segja þá er enginn þeirra sætur
Það verður víst að viðurkennast að ég er aldursforseti bekkjarins, flestir eru tveimur árum yngri en ég en inni á milli leynast fallistar sem já eru þá einu ári yngri en ég - ég spyr : ætti mér þá að líða eins og tvöföldum fallista ?
Skólinn gengur vel að vana, fótboltinn einnig og mér líður vel.
Í gær fór ég á fótboltaæfingu og eftir æfinguna fór ég ásamt stelpunum að borða og eftir á kaffihús og skemmti ég mér alveg konunglega. Það var rosa gott að vera án Paulu vegna þess að þá var ég mun duglegri að tala og það var einnig mikið hlegið. Ég kom heim að verða eitt og skóli í morgun kl 8, en maður er nú vanur slíku á klakanum en hérna þykir þetta ekki eðlilegt. Claire segir að nú þurfi ég bara að hvíla mig í allan dag og geti ekki gert neitt næg er nú samt orkan í mér
Á morgun erum við að fara eitthvað út á land að hitta fjölskyldu Claire og lagt verður af stað kl 9, takk fyrir ! Svo á þessu heimili verður farið að sofa ekki seinna en 10-11. Paula er að fara að gera eitthvað ásamt kirkjukrökkunum í kvöld svo ætli ég taki mér ekki Friends og reyni að læra svolítið af því, það er ansi gott fyrir mig að hérna er allt sjónvarpsefni, þættir og bíómyndir með frönsku tali... svo þegar horft er á sjónvarpið þarf maður ekki að hafa samviskubit yfir að vera ekki að læra frönsku
Síðasta sunnudag fór ég ásamt Paulu til Nancy sem er dálítið stærri bær en Metz og margt flott að sjá þar. Setti inn myndir frá því. Fleiri myndir væntanlegar, í næstu viku.
Ég bið að heilsa öllum heima, sakna allra.
Kveðja frá Frakklandi(úr hitanum)
Ásbjörg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagur, 17. september 2006
Skóli lífsins !
Já, hér lærir maður margt nýtt ! Menningin er svo ólík en samt svo gaman að kynnast nýrri menningu. Ég held ég hafi aldrei verið jafn reglusöm og eftir að ég kom hingað, herbergið mitt er alltaf í röð og reglu því hér eru gerðar kröfur um það og farið að sofa ekki seinna en 10, TAKK ! Svo ég fæ minn 9-10 tíma svefn- sem mér veitir reyndar ekki af því maður verður ekkert smá þreyttur á að hlusta á frönsku allan daginn og reyna að skilja og reyna að tala.
Ég er búin að stunda kaffihús OF mikið en það er ansi franskt svo við skulum segja að það sé ekkert svo slæmt og þar sem ég drekk ekki kaffi þá kemur þetta ekki á minn kostnað. Mig langar reyndar að kaupa ALLT í búðunum hérna, rosalega mikið af flottum vörum - en maður leyfir sér ekki að lifa eins og einhver túristi, kaupi bara nauðsynjar (ennþá).
Ég er farin að tala alveg helling frönsku og gengur bara rosa vel, fyrir utan að ég er með minn fallega íslenska hreim og á ansi erfitt með að bera fram sum orð. En til þess að æfa það er ég að lesa bók fyrir Claire - tvær bls á dag og geri svo útdrátt mér líður eiginlega eins og ég sé í 6 ára bekk
en enginn sagði að þetta yrði auðvelt.
Helgin, ef hægt að er að kalla helgi þegar skólinn er á laugardögum, þá er nú ekki ansi löng helgi. Allavega var hún góð. Eftir skóla í gær fórum við Paula niður í miðbæ að VERSLA en ekki hvað keypti eins og ég segi, nauðsynjar, nærföt og fótbolta. Kíktum svo á kaffihús með stelpu sem heitir Eludie og er rosa fín og á kaffihúsinu voru fullt af krökkum úr skólanum.... og svo var haldið áfram að versla og strætó tekinn heim. Þegar heim var komið var brunað upp í sveit til mömmu og pabba Claudes í matarboð. Þar var nú borðað mikið - forréttur, aðalréttur, ostar og eftirréttur....úfff
Og hver haldiði að hafi grillað, það var sko amman sem grillaði, ansi svöl
afinn gerði ekki NEITT
Ætli þetta sé ekki gott í bili,
Kveðjur frá Frakklandi
Ásbjörg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 10. september 2006
Vika búin ............vikur eftir
Þá er ég búin að dvelja viku hjá fóstur - fjölskyldunni minni og dvölin hefur vægast sagt verið mjög góð. Mér líður eins og ég sé búin að vera hér miklu lengur en viku, en svo er ekki. Það er frá mörgu að segja þessa fyrstu viku.
Skólinn: Skólinn hér er mjög fínn, margir skemmtilegir krakkar og allir eru mjög næs við okkur. Það er þó önnur saga tímarnir þar sem kennarinn blaðrar á 100 km hraða á frönsku - þá bara skil ég hvorki upp né niður en tek þó eftir framförum því í byrjun vikunnar skildi ég ekki eitt orð en nú er ég farin að ná einu og einu orði inn á milli. Já skóli á laugardögum - það er þó ekkert svo slæmt það er bara leikfimi frá kl 10-12 og mér þykir leikfimi ekki leiðileg svo þetta kemur út á sama og éf ég færi að hlaupa....
Fótbolti: Ég er komin í fótboltalið hérna sem er um 20 km akstur að heiman. Þjálfarinn sækir mig alltaf heim. Skólastjórinn reddaði þessu einhvernveginn og þjálfarinn kom bara að tala við mig fyrsta skóladaginn. Liðið heitir ESAP og er ansi sterkt, það eru um 20 stelpur að æfa, misgóðar. Við æfum tvisvar í viku á mið og fös. Ef stelpur hafa gaman af íþróttum þá eru þær bara STRÁKAR, eins og hálft liðið er - þær klæða sig eins og strákar, eru með stutt hár og haga sér bara eins og strákar á alla vegu.
Helgin: Var mjög fín, í gær var skóli og eftir skóla fórum við ásamt Claude upp í sveit til afa og ömmu Fannyar sem er kærasta Xaviers og þau búa einnig þar, vorum að vinna í garðinum og veðrið var frábært, vorum til 8 og ég var enn á hlýrabolnum þá og mér var heitt. Keyrðum heim og borðuðum kvöldmat sem Claire hafði undirbúið. Spjölluðum og höfðum það kósý, hér er farið mun fyrr að sofa en heima, kl 9-10 þegar skólinn er og einnig um helgar.
Ég er búin að setja inn nokkrar myndir úr Arrival campinu, þær eru undir myndaalbúm - arrival camp.
Ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
Ásbjörg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 4. september 2006
Komin "heim"
Nu er eg komin til fjolskyldunnar, kom seinni partinn i gaer. Eg er buin ad pakk upp ur toskunni minni og setja inn i skap og er med voda fint og stort herbergi Herna er bara bordad trisvar a dag og MIKID i einu, verd ad venjast tvi.
Eg verd i skolanum fra atta til svona 3-4 nema a mivikudogum ta er ekki skoli eftir hadegi og tad er skoli a LAUGARDOGUM arrg. "Mamma" min aetlar a reyna ad finna stad til ad aefa song og einnig fotbolta, annars aetlar hun ad syna mer hvar eg get farid ad hlaupa.
Vid Paula naum vel saman, sem er gott Nema hvad hun talar alveg fronsku, hun er buin ad vera i timum tar sem hun talar bara, en kennslan heima er ekki tannig, svo eg get litid talad bara skrifad og lesid, vona bara a tad verdi ekki gert upp a milli okkar tess vegna. Framundan er mikid planad, matarbod, fara i heimsoknir, afmaeli osfrv.
Set inn myndir tegar eg hef fengi netkortid mitt sent ;) buin ad taka fullt af teim. Tad er tradlaust net herna i husinu aftvi sonur teirra er med fyrirtaeki i kjallaranum sem er tolvufyrtaeki sem er frabaert
Eg svaradi ollum kommentum sem haegt var ad svara
Kveda fra Frakklandi,
Asa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 2. september 2006
Arrival camp !
Nú er "arrival campið" hafið og hefur nánast tekið enda. Við fórum semsagt í gær á nýtt hótel þar sem allir skiptinemarnir sem munu vera í ár í Frakklandi eru, við erum um 260 að ég held, rosa mikið af fólki. Voða gaman, maður hittir nýtt fólk og spyr bara að því hvað það heitir, hvaðan það er og hvar það verður í Frakklandi. Svo verður bara vandræðaleg þögn.
Við Íslendingarnir erum svo miklir hlunkar ; við erum alltaf svöng, það er borðað kl 8, hálfeitt og svo 7, það nægir okkur ekki og við gerum ekki mikið annað en að segja hvað við erum svöng. Svo er maturinn ekkert alltof góður á þessu hóteli svo við borðum ekki einu sinni mikið þegar við borðum. Borðum aðallega kál og drekkum klórvatn
Fórum inn í París í dag að skoða Eiffelturninn, Sigurbogann og Notredame. Alveg frábært, tók fullt af myndum og myndavélin orðin batteríslaus.
Kl 9:45 í fyrramálið tek ég rútu upp á lestarstöð og svo lest til Metz, þar sem "mamman" mun taka á móti okkur kl 4. Er orðin ansi spennt og hrædd og stressuð og allt en hlakka líka svaka til...
Au revoir !
Ásbjörg/ Ása
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)