Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007

Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó....

Á föstudagskvöldið gerðust undur og stórmerki, Paula sá snjóinn í fyrsta skiptið á ævi sinni.  Daginn eftir var hann allur farinn og Paula var ansi leið að hafa ekki geta gert snjókall.  Hún fékk allavega 5 sms til að láta hana vita að það snjóaði svo það færi alveg örugglega ekki fram hjá henni.  Ég get vel viðurkennt að ég sakna snjósins alveg pínu.

Á laugardaginn gerðust einnig frábærir hlutir en ég fann lítinn Íslending bíða eftir að verða sótt á lestarstöðina.  Við skemmtum okkur ansi vel, fórum á útsölur og gerðum ansi góð kaup.  Það var algjör paradís fyrir Örnu Láru að komast að versla í Metz þar sem hún býr einhverstaðar út í "rassgati".  Það var líka algjör paradís að tala íslensku.  Það var elduð pítsa, sungið hástöfum langt fram á nótt og svo var víst samið lag. 

Síðustu daga er ég búin að reyna að læra að vera smá kærulaus stundum.  Það er víst nauðsynlegt þegar gengur ekki eins og vel og maður vildi, stundum verður manni bara að vera sama.  Ég fékk nefnilega ekki góða einkunn í stærðfræði en samt betri heldur en flestir í bekknum og ég ákvað svona bara að vera ekkert að pirra mig á því.  Það bætti það líka bara upp að ég stóð mig ansi vel í tímaritgerð í frönsku en einnig í sögu - og enskuprófi.  Átttaði mig líka bara á því að vera að pirra sig eitthvað hjálpar bara ekki neitt, maður verður bara að læra af mistökunum og gera betur næst.  Maður á það víst til að vera of strangur við sjálfan sig og stundum það mikið að manni tekst ekki að fylgja sínum eigin reglum og þegar það gerist er maður að sjálfsögðu ekki sáttur.  Lausnin er að vera minn stangur við sjálfan sig, vera kærulaus.  Whistling


Nýtt líf !

Það er komin lítil stelpa í heiminn !  Á hádegi þennan yndislega sunnudag fæddist lítil stelpa, loksins komin stelpa í fjölskylduna, eftir 3 stráka og held ég að allir séu ofboðslega sáttir með það.  En Xavier "bróðir" minn var svo heppinn að fá litla stelpu í hendurnar sem Fanny er búin að bera undir belti síðustu 9 mánuðina.  Claire og Claude eru orðin amma og afi !  Er lífið ekki yndislegt ?  Si, la vie est belle...  Það kemst ekki mikið annað fyrir í heilanum á mér þessa stundina þar sem gleðin á heimilinu fyllir öll horn og skúmaskot.  Fleiri hlutir sem gera lífið ennþá yndislegra fyrir fjölskylduna.  Týndi "bróðir" okkar kemur heim í dag.  Alain sem bjó í Kanada kemur semsagt heim alfarið en við héldum að við myndum aldrei sjá hann, en plön geta breyst. 

Í mínu einkalífi eru líka hlutir sem gera lífið frábært.  Innan við mánuður er í að ég fái að sjá BRÓÐIR minn.  Já, alvöru bróðir minn.  Hann Björn Steinar kemur að heimsækja mig eftir akkurat einn mánuð og Íris (kærastan hans) kemur líka.  Svo skrýtið að ég sé aldrei búin að sjá hana en jú lífið heldur víst áfram þó svo ég sé ekki viðstödd.  OG eftir 2 og hálfan mánuð fæ ég svo að sjá litla BRÓÐIR minn sem er víst ekki ennþá lítill og ef ég skil rétt er hann líklega búinn að ná mér.  Já, hann heldur áfram að stækka þó svo ég sé ekki viðstödd.  Og síðast en ekki síst mömmu og pabba !  Ég ætla að vona að þú séu ekki búin að breytast, kannski er mamma orðin stærri en ég og pabbi mjórri en ég, hver veit ?  Já allar sorgir og öll mín tár þau ætla að víkja frá. 

Í síðustu viku var ég með fyrirlestur um íslenskt skólakerfi.  Ég var búin að undirbúa mig alveg ofboðslega vel.  Tók upp og hlustaði margsinnis og áttaði mig á því að ég tala ekki jafn vel frönsku og ég hélt.  Ég er með alveg hrikalega sterkan íslenskan hreim sem áður hafði ég engan veginn áttað mig á, ég hélt að ég talaði alveg rosalega vel varla með hreim en nei ! Ég kvarta hins vegar ekki að hafa rekið mig á þetta, það gerir ekkert annað en að hjálpa mér að tala betur.  En ég skal svo segja ykkur eitt !  Ég stóð mig bara ansi vel, ég var rosalega sátt með þetta, var búin að undirbúa 10 min fyrirlestur en talaði í a.m.k 30 min og allir voru rosa ánægðir með litla Íslendinginn.  Þetta gleður lítið hjarta með fullkomnunaráráttu. 

Il faut que tu t'aime avant que quelqu'un peux t'aimer.  Meme chose avec ta voix.  Il faut d'abord que t'apprends a aimer ta voix avant que les autres peux l'aimer.  (Þú þarft að elska sjálfan þig áður en einhver annar getur elskað þig.  Það sama á við um röddina þína.  Fyrst þarf þú að læra að elska röddina þína áður en hinir geta elskað hana.)


Víkkað sjóndeildarhringinn

Við segjum að lífið sé til þess að lifa því eða eins og oft er sagt : Lifðu lífinu lifandi !  Það fékk mig aðeins til að velta því fyrir mér hvort ég hafi nokkurn tímann gert eitthvað annað en það.  Við skulum segja að ég hafi ekki alltaf verið að njóta lífsins en hef hins vegar alltaf lifað því.  Maður þarf nú samt að hafa fyrir því að hafa gaman af lífinu, hlutirnir koma ekkert bara hlaupandi til þín, maður þarf líka að sækjast eftir hlutunum sjálfur og vinna fyrir þeim.  Ég uppgötvaði til dæmis að til að eignast vini hérna verður maður að hafa mikið fyrir því og sýna að maður vilji kynnast fólkinu, það þýðir ekkert að væla og segja að enginn vilji tala við mann og að þeim líki ekki við mann.  Svo verður maður að nýta öll tækifæri sem manni gefst til að hitta fólkið því ef þú kemur ekki einu sinni þá í næsta skipti þá er þér ekki boðið vegna þess að þau halda að þú hafir ekki áhuga á að vera með þeim.  Það er samt ansi erfitt oft á stundum og tekur innilega á en í lokin er tilfinningin svo góð ef þér tekst vel til.  Það er reyndar eitt sem er neikvætt við þetta, það er að fyrir frökkunum þá verður þú alltaf íslenska eða brasilíska stelpan í skólanum sem er hérna í eitt ár og enginn vill verða of náinn einhverjum sem er vitað að fari síðan eftir einhvern tíma.  En við höfum hins vegar þörf fyrir að eignast vini hvar sem maður er í heiminum.  Með þessum orðum er ég ekki að segja að ég hafi ekki eignast vini og sé óhamingjusöm eða annað.  Ég er bara svona aðeins að velta fyrir mér aðstæðum.  Ég tel mig vera alveg ótrúlega heppna að hafa Paulu þar sem við getum orðið nánar og erum nú þegar.  Við tölum í minnsta kosti 1 klst á dag saman og bráðum verð ég búin að vita allt um lífið hennar en það verður alltaf nóg að tala um þar sem við þurfum að segja frá 18 árum lífs okkar auk þess allt sem gerist hérna í Frakklandi.  Oft á tíðum erum við að ganga í gegnum sömu lífsreynsluna en tökum því hins vegar ekki eins og það er gaman að sjá aðrar hliðar, víkkar sjóndeildarhringinn. 

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga....

Vissuð þið að ég er orðin 18 ára svo hérna í Frakklandi má ég gera allt sem ég vil en það mun breytast þegar snúið verður aftur á klakann.  Svo er komið nýtt ár svo ég get sagt að ég sé aaalveeeeg að verða 19... ekki satt ? Betri tíðin er komin, vonandi með blóm í haga og jafnvel sæta langa sumardaga, hver veit ?

Áramótin í Normandie voru ansi góð en vorum við staðsett í sumarbústað ansi stórum samt og var um það bil 40 manna veisla.  Svo það var gerður matur fyrir allan skarann og við sem komum fyrst sáum um það en "gestirnir" sköffuðu áfengi.  Þemað var að vera grímuklæddur einhverju sem byrjar á s og það hafði gleymst að segja okkur það en við gátum bjargað okkur með að segja að ég væri sunnlendingur og Paula suður- amerísk.  Síðan var haldið til Parísar þar sem túristatúrinn var tekinn og ansi menningarlegur - ekkert búðarráp.

Talandi um París þá verð ég að koma því á framfæri að Parísarbúar keyra alveg hreint eins og brjálæðingar og ég var bara skíthrædd en Thomas stóð sig samt vel, ég hefði sko aldrei treyst mér til að keyra þarna.  Það er kannski hægt að segja líka bara að Frakkar séu ekki hinir bestu bílstjórar.  Claire er til að mynda búinn að klessa bílinn 4 sinnum það sem af er dvölinni.  Fyrstu 3 skiptin voru fyrsta mánuðinn. 

Þá er bara skólinn byrjaður aftur og það tekur á.... það er alltaf jafn erfitt.  Hlakka samt til að komast aftur í hversdagsleikann en þetta var hinsvegar ansi gott frí. 

Ég er búin að setja inn myndir frá jólum og áramótum en á eftir að setja inn Parísarmyndir. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband