Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Hvað leynist á huldu hliðum teningsins ?

EplatréStundum finnst mér heppnin, gleðin og hamingjan elta mig á röndum og þá sérstaklega þegar mér finnst ég ekkert endilega eiga það skilið.  Stundum skil ég ekki hvað ég hef gert til að verðskulda allt sem mér er fært.  Ég viðurkenni meira að segja að ég skammast mín stundum fyrir það að hafa það svona gott.  Þegar svona stendur á þá bíð ég nánast eftir því að sjá þær hliðar teningsins sem eru mér huldar.  Ég bíð jafnvel eftir því að renna á rassgatið og hugsa - það hlaut að koma að því, þetta gat ekki verið svona gott.  Ég hugsa oft með mér að ég geti ekki tekið við öllum þessum "gjöfum" þar sem ég hef ekkert að gefa og hef ekkert gefið.  Því sælla er víst að gefa en þiggja.  Kannski gef ég eitthvað af mér ómeðvitað og er þar með að fá "borgað" til baka.  Því maður uppsker víst því sem maður sáði.  Við hljótum að hafa eitthvað með gleði okkar að gera - það getur ekki bara verið "ugla sat á kvisti..." hverjir fá útdeilt gleði heimsins.  Upp að vissu marki eru aðstæður okkar það góðar að leiðin að gleðinni er ef til vill styttri og léttari fyrir okkur en aðra.  Á móti hljóta svo að koma þau spil sem við leggjum til borðs - það sem við leggjum á okkur.  Ég rakst á þessa tilvitnun um daginn og fannst hún ansi greinagóð.

"Allur aldur ber sína ávexti, það þarf bara að kunna að tína þá." - [Raymond Radiguet] 

Við þetta vil ég bæta að eins og allur aldur ber sína ávexti þá ber hver maður sína ávexti.  Það sem reynist okkur það erfiðasta er að finna leiðir til að tína þá, það er ekki mikið mál að segja það en málin flækjast í framkvæmd.  Það er ekki öllum fært að finna góð vinnubrögð, sumir velja alltaf súru ávextina og læra aldrei hvernig eigi að þekkja þá góðu.  Þeir renna á rassgatið hvað eftir annað og standa upp sífellt veikari. 

"Það er til nokkuð sem er sjaldgæfara en hæfileikar. Það er hæfileikinn til að koma auga á hæfileika." - [Robert Half] 

Ég bið ykkur því vinir mínir ungir sem aldnir að halda áfram að tína ávexti. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband