Sunnudagur, 10. júní 2007
Òvæntar uppàkomur
Lífið er stöðugt að koma manni à óvart með sínum óvæntu uppàkomum sem eru þràtt fyrir það engar tilviljanir. Ég trùi því að allt eigi sér àstæðu og að ekkert gerist fyrir tilviljun. Eins og svo skemmtilega var orðað í Forrest Gump : "Life is like a box of chocolate: you never know what you're gonna get." Hingað til hef ég næstum því bara lent à góðum molum og með àrunum verða þeir betri og betri. Maður lærir að þekkja molana og fer að velja betur og betur og sumum tekst jafnvel að meta eða nýta sér þà slæmu... Jafn mikið og lífið kemur mér à óvart þà kem ég sjàlfri mér stöðugt à óvart. Að koma sjàlfri sér à óvart er alveg ómetanlegt og veitir mér meira og minna bara ànægju...
Ég àttaði mig à því þegar ég var að kveðja bekkinn minn hversu lík við erum öll, sama hvort við komum frà Ìslandi, Brasilíu, Japan eða Frakklandi. Við erum öll unglingar sem hugsum að mörgu leyti eins þràtt fyrir ólíka menningu, trùarbrögð, tungumàl, siði o.s.frv. Við erum öll menn - homo sapiens ( ef nànar er farið ùt í það). Þegar ég sé hversu vel það getur gengið og hversu vel maður nær að aðlagast nýjum lífshàttum þà spyr maður sig þeirra kjànalegu spurninga : "af hverju eru stríð í heiminum ?", "hvers vegna eru kynþàttafordómar til ?". Það er vegna þess að í heiminum er til eitthvað sem kallast illska ! Mér þykir samt eins og svo mörgum öðrum að öll dýrin í þessum stóra skógi sem við lifum í ættu að vera vinir.
París tók að öðru leyti vel à móti mér og Paulu og erum við að njóta þess í botn ! Við erum komnar í sumarfrí sem er góð tilfinning eins og flestir ættu að þekkja. Einkunnurinar mínar voru ekki af verri endanum og kvaddi ég bekkinn minn með smà bekkjartónleikum þar sem Arna Làra tók undir með sínum snilldar gítarhæfileikum ! En hùn kom og heimsótti mig og naut með mér síðustu skóladaga Frakklands...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 3. júní 2007
Nýr dagur býður upp á margt meira en hversdagsleikann
Nýr dagur, ný tækifæri, nýir möguleikar, nýtt val, allt þetta í mínum höndum ! Ný kynni, ný tækifæri... einnig í mínum höndum. Lífið byggist að mörgu leyti upp á því að kynnast fólki... og er í flestum tilvikum í þínum höndum, það ert þú sem velur hvernig það gengur fyrir sig. Það vill þó koma til að umhverfið hefur áhrif og lífið gengur ekki fyrir sig nákvæmlega eins og við viljum. Kynnin sem þú býrð til yfir ævina eru óteljandi og ómissandi, það eru þau sem móta persónuna sem við verðum og erum. Svo kemur að því að við þurfum að kveðja... við þurfum að byrja á einhverju nýju, búa til ný kynni...jafnvel endurnýja gömul kynni sem verða aldrei þau sömu. Við breytumst og þar af leiðandi verða kynnin breytt, betri - verri ? Eitthvað nýtt byrjar, eitthvað gott, eitthvað slæmt... nýr dagur, ný tækifæri... Það sem gerir lífið ríkara og fallegra eru öll þau kynni sem við búum til um ævina, jafnvel þó að einn daginn þurfi að kveðjast verða þessi kynni að fallegum minningum. Þessar fallegu minningar eiga góðan stað í hjarta hvers og eins og sumar minningar/kynni verða hluti af okkur. Minningarnar geta verið fallegri en nútíðin sjálf vegna þess að maður gleymir slæmu hlutunum og man bara eftir þeim góðu. Framtíðin bíður hins vegar upp á nýja nútíð sem seinna verður að minningum. Þegar stígurinn klárast og ekki er meira pláss fyrir nýja nútíð og nýjar minningar er lífið bara fallegt. Þegar stígurinn klárast er einungis það besta eftir - góðar minningar...
Annars fyrir þá sem vilja fréttir af hversdagsleikanum og raunveruleikanum en ekki af draumaheimum hugsana minna: þið getið skoðað myndir af 18 ára afmæli Paulu sem var vel haldið upp á þar sem opnuð var kampavínsflaska og allt tilheyrandi... Myndirnar segja alla söguna... Ein vika eftir af skólanum og farið er að hitna í kolunum fyrir Parísarferð systranna á laugardaginn næstkomandi.
Mæðradagur Frakka var haldinn hátíðlega í dag þar sem "mömmu" var bannað að gera allt sem mömmur eiga að gera : þvo þotta, elda matinn o.s.frv. Við afneytuðum að halda mæðradaginn hátíðlegan fyrir verslun, það er að segja að kaupa blóm, súkkulaði eða einhverja gjöf. Það var vel metið á þessu heimili og átti "mamma" ásamt öllum góðan mæðradag.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 29. maí 2007
Ítalía
Mér bauðst það svona upp úr þurru að fara með fótboltanum til Ítalíu. Ég gerði allar ráðstafanir sem til þurfti og skellti mér til Ítalíu á föstudaginn og kom aftur heim í nótt. Við gerðum svo ótrúlega mikið að mér finnst eins og ég hafi verið í a.m.k viku. Ferðin byrjaði ansi skemmtilega en við lentum semsagt í því að minirútan sem við fórum með bilaði þegar eftir voru eins og hálfs klst akstur. Við eyddum semsagt einum degi á bílaverkstæði í Sviss ! Komið var á áfangastað um 7 leytið á laugardagskvöldinu. Á sunnudeginum var farið til Feneyja og það var alveg magnað að sjá sjóinn þarna inn á milli húsanna og fólkið ferðast á gandólum á milli. Þar fannst mér hinsvegar aðeins of mikið af fólki (túristum) og ég gæti engan veginn ímyndað mér að búa þar. Næsta og síðasta daginn fórum við til Mílanó og var það svona túristaheimsókn, þar sem þeir sem á því höfðu áhuga fóru að versla en aðrir skoðuðu dómkirkjuna og sátu á kaffihúsi og drukku góðan ítalskan expresso. Veðrið lék nú ekki við okkur allan tímann, við fengum nokkra sólargeisla en rigningin var ansi frek. Þegar keyrt er í 12 tíma er hinsvegar ekki slæmt að sólin sýni sig ekki neitt of mikið. Við áttum að koma heim kl 11 í gær en vorum svo heppin að lenda í smá umferðarteppu að ég steig út úr bílnum kl 3 í nótt. Að ítölskum sið voru máltíðirnar byggðar upp á pizzum og pasta en því miður rann enginn ís niður í magann, sökum sólarleysis og kulda. Ég átti mjög góða helgi en nú tekur alvaran við í eina og hálfa viku.
Ég tók eftir einu ansi skemmtilegu. Í Feneyjum sá ég fullt af fólki frá Brasilíu og það gat maður séð vegna þess að þau voru í peysum merktar Brasilíu eða með fánann vafinn utan um sig. Hver veit nema að ég hafi séð jafn marga Íslendinga, Dani, Englendinga o.s.frv. Þeir eru alveg ótrúlegir þessir brassar og alveg ótrúlega stoltir af að vera brassar.
Annars þá er ég búin að setja inn myndir frá Ítalíuferðinni, njótið.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 21. maí 2007
Tónleikar...
Mér barst sú fyrirspurn hvort ég vildi ekki halda tónleika fyrir fósturpabba minn vegna þess að hann var svo svekktur yfir að hafa ekki geta komist að horfa á mig syngja á tónleikunum. Ég svaraði játandi án þess að hugsa mig tvisvar um. Bjóst við því að einn daginn myndi hann biðja mig að syngja fyrir sig, en dæmið var nú aðeins stærra. Þetta er sko alvöru hérna. Hann bauð meira og minna allri fjölskyldunni á laugardagskvöldið á tónleika Ásbjargar. Ég þurfti að sjálfsögðu að gera eitthvað almennilegt. Ég fékk þá bekkjarbróðir minn til að spila með mér og tókum við 3 lög. Allir voru ánægðir með kvöldið sem endaði að sjálfsögðu á franska vísu - BORÐA. Það besta var að ég naut þess í botn ! Um leið og ég er ánægð held ég að það sé mun auðveldara að láta aðra vera ánægða.
Mig langaði bara að segja ykkur frá þessum skemmtilega atburði þar sem ég hugsa að þetta komi ykkur jafn mikið á óvart og það kom mér á óvart.
Annars megið þið alveg vorkenna mér smá vegna þess að ég er í prófum og ég held að flestir ef ekki allir séu búnir í prófum. Og verra er að veðrið er rosalega gott og get ég því ekki nýtt það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 18. maí 2007
Fiðrildin taka flug
Nú þegar líða fer að brottför er minnst á það á hverjum einasta degi. Ég er minnt á það daglega að ég eigi bara tvo mánuði eftir og að áður en ég fer verð ég að gera hitt og gera þetta. Dagur brottfarar birtist í myndum í huga mér og lítil fiðrildi fljúga um í maganum. Þessa 59 daga vil ég heldur nota vængi fiðrildanna til þess að fljúga um á litlu bleiku skýi með stjörnur í augunum og að sjálfsögðu með bros á vör.
Sama hvort þú lifir fyrir sjálfa þig eða fyrir aðra, brostu. Þér mun líða betur og einnig hinum. Njóttu þess að gefa og vonastu til að geta þegið.
= líðan mín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 11. maí 2007
Hrædd við tómleikann
Dvöl mín í útlandinu hefur varpað ljósi á sannleikann. Ég áttaði mig á því að ég er hrædd við tómleikann. Heima tókst mér ekki að sjá það sökum fullbókaðra daga af hinum ýmsu áhugamálum. Hérna hef ég betur áttað mig á því hvað ég vil gera, ég hef sleppt höndum af hinu og þessu og þar með leyft að skína í tómleikann. Þar fann ég þörfina fyrir að fylla sjálf upp í tómleikann, hlaða dagana upp til að lenda ekki í þeirri stöðu að hafa ekkert að gera. Ég hef tekið mikilvægar ákvarðanir sem hafa leitt mig áfram og leitt mig út á ystu brún. Nú hef ég tekið stóra stökkið, tekið stóra skrefið. Ég, Ásbjörg Jónsdóttir var stolt af sjálfri mér og ánægð með hlutina sem ég hef gert. Lífið er einungis keppni við sjálfa sig en ekki hina. Þegar mér fer fram borið saman við sjálfa mig, verður hver sigurinn sætari. 18 ár liðin, það var nú kominn tími til. Þessi 18 ár hef ég verið að undirbúa mig undir þetta stóra skref. Margur hefur reynt að fá mig til að taka það en ég var hrædd og ef til vill ekki tilbúin. Ég þurfti að reka mig á þetta sjálf og hafa allan styrk og vilja til þess. Núna er rétti tíminn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 5. maí 2007
Sólarkveðjur alla leið til ykkar !
Ég held áfram að gylla á mér bringuna þó svo skólinn taki víst sitt pláss líka. Núna er Paula komin til Spánar en hún fór þangað í gær með skólanum og mun dvelja eina viku. Heimilið er tómlegt án hennar en ég geri mitt besta í að reyna að fylla upp hennar pláss, það mun hins vegar reynast erfitt þar sem hún tekur mikið pláss !
Þessa dagana líður mér vel og vill þá þannig til að ég nenni ekki að gera neitt, ég er löt. Þannig er nefnilega mál með vexti að þegar mér líður vel þarf ég ekki að fylla dagana og hausinn af hlutum að hugsa um því engar vondar hugsanir komast að. Að einhverju leyti get ég komist að því að það sé betra að mér líði ekki neitt rosalega vel. Þá hef ég nefnilega eins og ég segi þörf fyrir því að fylla hausinn af alls konar hlutum, það gæti átt við ; læra, spila á píanóið, syngja, lesa o.s.frv... Þessir hlutir láta mér þá líða betur þó ekki jafn vel og mér líður í dag... Hvort er eigilega betra þá ? Á ég að vera í vondu skapi eða góðu skapi ? Ég komst að því að ég ætla að vera í góðu skapi og pína mig til að gera þessa hluti því einu sinni þegar maður er byrjaður þá er maður kannski ekki alveg jafn latur. En eitt er víst að maður á sína slæmu daga eins og maður á sína góðu daga, og gott jafnvægi á milli þeirra held ég sé bara best. Þá gæti ég bara sagt : "Mér finnst bæði betra..." Til að sjá að góðu dagarnir séu góðir þarf maður á þeim slæmu að halda og svo framvegis...
Má ég til að trúa því að á ég er búin að vera hérna í 8 mánuði ? 2 og 1/2 og ég er komin ! Nú fer lífið að vandast, ætli mig langi nokkuð að koma heim. Ég fæ kossa á báðar kinnar alla daga frá a.m.k. 10 manneskjum, sólin mun kitla nefið alla daga hér eftir, ég sit á kaffihúsi með kaffibolla (í sólinni), ég kem heim í hádeginu í a.m.k. 2 klst til að borða heitan mat, ég á besta söngkennara í heimi, ég á systur (það jafnast þó ekki á við tvo íslenska bræður)... Ég geri listann ekki lengri að þessu sinni. Hvað get ég eigilega beðið um meira ? Ykkur ! (þ.e.a.s. þið sem lesið þetta blogg og einungis ef ykkur hlakkar til að ég komi heim) Ég get alltaf reynt mitt besta, flytja ykkur inn til Frakklands eða jafnvel flytja alla góðu hlutina til Íslands ?
Ég sendi ykkur hlýjar sólarkveðjur með tilheyrandi kossum og knúsum !
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 27. apríl 2007
Frönsk menning drukkin í sig
Tónleikar voru haldnir í Salle Europa þann 25. apríl 2007. Meðal annarra kom fram Asbjörg JÖNDOTTIR og söng hún lagið Meo Per eftir Bubba Morthers. Ekki hafði verið vel æft fyrir tónleikana þar sem söngkennarinn er ansi óskipulögð, það endaði með því að hún spilaði sjálf með eftir að hafa séð lagið einu sinni. Fröken JÖNDOTTIR lét það ekki trufla sig og stóð sig með prýði enda með tvo stuðningsmenn sendar með einkaflugi frá Íslandi ; Unnur og Vallý. Að sjálfsögðu var pantað gott veður fyrir Íslendingana sem komu úr vonda veðrinu. Góða veðrið leyfði sólböð á daginn og spjall fram á nótt úti á palli. Kom mér þó á óvart að Íslendingarnir versluðu ekki mikið en völdu frekar að drekka í sig menninguna. Þær lifðu mínu franska lífi, með minni frábæru fjsk., á kaffihúsum bæjarins eða í söng og danstímum. Svefntíminn var þó frekar íslenskur og óskynsamlegur en því sér maður að sjálfsögðu ekki eftir. Á meðan ég þurfti að vakna eldhress og fara í skólann fóru þær og fengu sér ekta franskan morgunmat ; croissante og kók (hefði reyndar þurft að vera kaffi til að vera ekta franskt). Eftir hádegi leyfðum við svo sólargeislunum að kitla nefin okkar á meðan við röltum um þennan fallega bæ; Metz, þar sem ég held við höfum kynnst hverju einasta horni og skúmaskoti. Að mínu mati kynntumst við kaffihúsunum best þar sem við gátum setið, ég með kaffibolla og Íslendingarnir með kók (þær eru ekki orðnar jafn franskar og ég strax, enda hef ég 7 mánaða forskot).
Ég sendi ykkur sólarkveðjur og biðst innilegar afsökunar á bloggleysi síðustu vikuna en ég hef mínar ástæður. Aðdáendurnir tóku allan minn tíma...( það er að segja ég týmdi ekki að eyða tíma mínum með aðdáendum mínum í að blogga)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 13. apríl 2007
Mallorcaveðrið ekki á Mallorca...
Þá er páskafríið að taka enda og get ég ekki annað sagt en að það hafi verið alveg æðislegt. Ég hafði í fyrsta skiptið á ævi minni tvær mömmur og tvo pabba til að passa upp á mig. Það er alltaf gott þó svo maður sé orðinn sjálfráða og stór stelpa. Sólin var í einhverjum feluleik og vildi ekki mikið sýna sig en hún varð víst eftir í Frakklandi og beið okkar þegar heim var komið. Okkur fannst hins vegar ekki skemmtilegt þegar við heyrðum að bæði á Íslandi og í Frakklandi væri 20° og yfir meðan við höfðum ýmist 11° og rigningu. Þrátt fyrir það tókst okkur að fara einn daginn á ströndina og busla aðeins í sjónum. Annars naut ég þess að vera með báðum fjölskyldum mínum og ekki þarf maður meira en það til þess að skemmta sér.
Eins og ég sagði er komið vor í loft í Frakklandi og veðrið alveg æðislegt. Núna sit ég úti með tölvuna mína í 27° C og klukkan að renna í 6. Framundan eru góðir tímar, 3 mánuðir af góðu veðri þar sem lundin er léttari á manni hverjum og lífið litríkara. Næstu vikur og mánuði mun ég án efa stunda hjólatúra í fjöllum og fallegri nátturu í 30 mín fjarlægð auk þess sem ég mun drekka kaffi á verönd kaffihúsanna og spjalla um lífið og tilveruna. Þó viðurkennist að ég hlakka ekki til að sitja inni í skólastofu í óþolanlegum hita og læra.
Ég ætla að vona að þið hafið haft það gott í páskafríinu jafnvel þó svo þið hafið ekki haft tvenna foreldra og besta litla bróður í heimi. Þið áttuð það kannski eftir allt rétt á sólinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 31. mars 2007
Tilvistin og Mallorca...
Eftir ekki svo marga klukkutíma hitti ég mikilvægasta fólkið í lífi mínu = fjölskylduna mína. Langþráð páskafríið er þegar komið og ekki annað en gleði á bæ.
Segið mér ekki að þið hafið aldrei sagt við foreldra ykkar að þið hafið ekki beðið um að fæðast, heldur voru það þau sem gáfu þér líf það er að segja þegar þau eða þú eruð ekki nógu ánægð með ykkur. Ég held að flestir ættu að kannast við þetta. En að sjálfsögðu á góðum dögum erum við ekkert annað en þakklát fyrir að fá að vera til. Við vorum sköpuð eins og við erum en höfum alla möguleika til að þroskast, þróast, breytast og gera betur. Hinsvegar við, mannveran sköpum aðra dauða hluti, sem ekkert fá að segja um tilveruna sína og hafa enga möguleika til að verða eitthvað annað heldur en þeir eru. Erum við ekki bara doldið heppin að fá að vera til, eiga stað í tilverunni. Eða eins og vinur minn hann Jean - Paul Sartre (heimspekingur - tilvistarstefnunnar) orðar svo skemmtilega að okkur sér bara hent út í tilveruna án nokkurra spurninga. Ég sætti mig allavega við að hafa verið hent í þennan heim, hann er ekki svo slæmur eftir allt saman.
Ég óska ykkur bara gleðilegra páska og ég er farin að skemmta mér á Mallorca.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)